Harkalegar nágrannaerjur í Hörgárdal Jakob Bjarnar skrifar 4. desember 2014 12:45 Siggi og Oddur Andri segja að bóndinn reki búfénað sinn og aki vinnuvélum sínum gjarnan um helst sem næst húsi þeirra, eða í nokkurra metra fjarlægð. Þeir hafa komið upp öryggismyndavélum. Fyrir rúmum tveimur árum keypti parið Siggi og Oddur Andri, eða þeir Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, sína fyrstu eign saman. Þeir gáfu fyrir 22,5 milljónir, draumaeign í Hörgárdal, 156 fermetra hús í tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Þar ætluðu þeir að búa friðsælu lífi saman með sína hunda, kanínur og hænur. Siggi er matreiðslumaður en Oddur Andri er í Verkmenntaskólanum. Þessi draumur breyttist í martröð – þeir sitja fastir í því sem ekki er hægt að kalla annað en svæsnar nágrannaerjur. Lögregla gerði bóndanum að fjarlægja vélar sínar Þeir segja bóndann Bernhard Arnarson að Auðbrekku 1 og hans fólk ofsækja sig. „Við höfum búið hér í tvö ár og einhverja mánuði. Við höfum þagað en í gær var komið nóg. Og í gær kom lögreglan hingað og lét manninn fjarlægja vinnuvélar og farartæki sem hann hafði lagt hér í hlaðinu og tálmaði allri umferð. Maðurinn lokaði okkur inni í gær. Leggur dráttarvélunum þvers og kruss.“ segir Siggi í samtali við Vísi. Og útskýrir að tengdamóðir hans búi nú hjá þeim, hún eigi við veikindi að stríða og því þurfi sjúkrabíll að eiga greiðan aðgang að húsinu. Bernharð bóndi, en fjölskylda hans hefur búið á staðnum í 150 ár, kaus að tjá sig ekki um málið þegar eftir því var leitað og vísaði á lögmann sinn Ólaf Rúnar Ólafsson hjá Pacta lögmönnum á Akureyri. Ekki tókst að ná tali af honum og er því um frásögn að ræða sem byggir aðeins á hlið Odds Andra og Sigga. Oddur Andri og Siggi sendu í gær frá sér skilmerkilega frásögn af því hvað gengur á og birtu á Facebook. Þetta er ákall um bragarbót og frásögnina má sjá hér neðar í heild sinni. En í stuttu máli gengur málið út á það að hús Odds Andra og Sigga liggur inná landareign jarðar Bernharðs. Og þeir vilja meina að bóndinn geri sér far um að vera með átroðning sem næst húsi þeirra og fari þar um með vinnuvélar sínar svo sem mykjudreifara og búfénað þó aðrir kostir séu í stöðunni. Töluverð umferð vinnuvéla er steinsnar frá svefnherbergisglugga þeirra Sigga og Odds Andra. Þessa mynd birtu þeir af bónda á Facebookvegg sínum. Andúð frá fyrsta degiAðspurður hvort rekja megi þessa andúð nágrannanna til fordóma, þá gegn samkynhneigðum, segir Siggi erfitt að varast þeirri hugsun því aldrei, ekki frá fyrsta degi, var gefinn svo mikið sem möguleiki á að opna fyrir kynni. Og því lítill möguleiki á því að ná sáttum. „Það lítur þannig út. Við tilheyrum minnihlutahópi og þetta virkar fordómalegt, slær mig þannig,“ segir Siggi, en þeir eru að sunnan. Það sem mælir því á mót er að þeir hafa aldrei upplifað neina fordóma þarna í sveitinni né á Íslandi ef því er að skipta. „En, við höfum aldrei átt nein samskipti við þetta fólk. Þegar við vildum kynna okkur þá var bara fussað og sveiað af konu á traktor, sem svo fór án þess að yrða á okkur,“ segir Siggi í samtali við Vísi. „Og svo einhver ókvæðisorð, hróp í fjarska, helvítis eitthvað... þetta er fordómalegt. En, við ætlum ekkert að láta hrekja okkur í burtu. Við getum ekki selt. Ég hef aldrei kynnst öðru eins. Ég hef búið um allan heim og aldrei lent í öðrum leiðindum. Við höfum eytt 700 þúsundum í lögfræðikostnað án þess að nokkuð hafi komið út úr því. Ég bara trúi því ekki að við eigum engan rétt þó maðurinn eigi landið beggja megin við okkar skika,“ segir Siggi. Hann lýsir því að þeir hafi leitað réttar hjá Hörgársveit, lögreglu, lögfræðingi, vegagerð og viðeigandi ráðuneyti en ekkert dugar. „Því miður virðist vera að fólk getur hagað sér hvernig sem er án viðurlaga og sjáum við okkur því miður ekki fært annað en að biðla til vina okkar og vekja athygli á málinu.“ Oddur Andri og Siggi. Þeir segjast ekki geta selt og vilja ekki láta hrekja sig úr sveitinni. Frásögn Sigga og Odds AndraHér á eftir fer frásögn sem Siggi og Oddur Andri hafa nú þegar birt opinberlega. Vísir minnir á að sjaldan veldur einn þá tveir deila og þetta er þeirra hlið. Bóndinn kaus að tjá sig ekki um málið og ekki náðist í lögmann hans. En, frásögnin er skilmerkileg: Kæru vinir og vandamenn, nú vantar okkur ykkar hjálp til að deila þessum status á sem flesta þar sem það er okkar síðasta von að fá almenning í lið með okkur til að stöðva einelti sem við höfum orðið fyrir að hálfu nágranna okkar. Þannig eru mál með vexti að við kaupum okkar fyrstu eign saman í ágúst 2012, hús sem hét Auðbrekka 2 og er staðsett í Hörgárdal rétt utan við Akureyri. (Heitir í dag Hörgártún, breyttum nafninu). Stuttu eftir kaup koma í ljós fjölmargir gallar á fasteigninni, flestir gluggar og karmar ónýtir, blautur veggir, morkið handónýtt þak á viðbyggingu auk fjölda annarra galla sem við nennum ekki að telja upp hér og nú þar sem þeir eru ekki umræðuefni þessa pistils heldur nágranni okkar að Auðbrekku1 sem mun vera versti gallinn við kaupin á húsinu. Í mörg ár áður en við kaupum þessa eign hafði þessi nágranni lagt fyrri eigendur í einelti segja sögur. Á öðrum eða þriðja degi sem við búum í húsinu sjáum við konuna í heimreiðinni að húsinu hjá okkur á traktor (hafði fyrr um daginn verið ríðandi á hestbaki upp og niður heimreiðina) og förum við út til að kynna okkur og til að biðja hana um að loka hliðinu að heimreiðinni eftir sér þar sem við vorum með hvolp á þessum tíma. Konan setur upp svip, fussar og sveiar, snýr sér við og gengur í burtu án þess að yrða á okkur. Í kjölfarið fara þau að aka drulludreifara í gegnum heimreiðina með tilheyrandi sóðaskap og reka beljur í gegnum hana auk þess sem veiðimenn notuðu hana sem bílastæði og notuðu planið á húsinu okkar sem hringtorg. Þetta þótti okkur ekki boðlegt og báðum þau vinsamlegast um að nota ekki heimreiðina upp að húsinu okkar sem almenningsveg. Við þetta upphófst eitthvað sem ekki er hægt að flokka sem nokkuð annað en hreint ofbeldi. Heimreiðin er yfirleitt þakin mykju, það er stundaður hraðakstur í gegnum hana (eigum myndband úr öryggismyndavél af því), þau opna hlið að lóð (og neyta að loka eftir sér) svo heilu dýrahjarðarnar komast inn á hana með tilheyrandi skemmdum á gróðri (nánast vikulegur atburður yfir sumartímann) móðir mín rétt slapp undan stóðhestahóp sem kom æðandi á fleygiferð inn að anddyri einn daginn, maðurinn keyrði hliðið niður á traktor og stal því í kjölfarið, kom bankandi uppá og þóttist vera að koma með nýjan lóðarsamning (erum með samning með erfðafesturétti sem þýðir að hann er ótímabundinn og því óuppsegjanlegur) þau hafa öskrað ókvæðisorðum að okkur sem styrkir trú okkar á því að þetta séu hreinlega fordómar í þessu fólki vegna kynhneigðar okkar, þau hafa lokað heimreiðinni upp að húsinu hjá okkur með traktor svo ekki sé hægt að komast að eða frá húsinu hvort sem um ræðir okkur íbúana eða neyðarbíla, þar sem hliðið var ekki lengur til staðar settum við upp keðju til að varna því að beljur og hestar kæmust inn á lóð (dýrin frá þeim virðast af einhverjum ástæðum yfirleitt ganga laus uppi á vegi) en að næturlagi kom hópur manna frá bænum og stálu henni. Til þess að verja okkur settum við upp öryggiskerfi fyrir 500.000kr og lögðum bifreið í heimreiðina að húsinu svo þau kæmust ekki með traktorinn í gegn, þegar við komum heim einn daginn þá var búið að koma traktornum fyrir fyrir framann bílinn og var hann skilinn eftir í heimreiðinni í fjóra daga, þegar þau sáu að við náðum að smeygja okkur framhjá traktornum komu þau og færðu hann um hálfan metra til hliðar svo heimreiðin lokaðist fyrir umferð, þau eru akandi á traktorum fyrir utan svefnherbergis gluggunum hjá okkur til þrjú á nóttinni þegar þannig liggur á þeim. (Höfum ekki sett okkur á móti því að þau vinni á túnunum að næturlagi ef þess þarf svo lengi sem þau aka inn á túnin annarstaðar en upp við húsið okkar). Er þetta aðeins smá hluti af því einelti og skít sem við höfum orðið fyrir af hendi þessa fólks og virðist enginn endi vera á. Til gamans má geta að þessir bændur komast leiðar sinnar í gegnum að minnsta kosti fjögur önnur hlið og er eitt þeirra samhliða heimreiðinni hjá okkur og lagði vegagerðin meðal annars malarslóða fyrir þau sem var greiddur með almannafé svo ekki þyrfti að fara með drulludreifara og stórvirkar vinnuvélar eða búfénað í gegnum heimreiðina að húsinu okkar en sá slóði hefur aldrei verið notaður eftir því sem við best vitum. (Þetta átti að vera sátt á milli fyrri eigenda, vegagerðar og hjónanna) Þau virðast aka í gegnum heimreiðin okkar eingöngu til þess að vera með leiðindi. Húsið okkar stendur eitt og sér hinum megin við þjóðveg frá öðrum býlum (c.a. 100m frá vegi) og er heimreiðin upphaflega lögð eingöngu fyrir þetta hús og ekkert annað. Við höfum reynt að ræða við fólkið en ekki virðist vera hægt að tala við þau eins og fullorðið fólk, við vorum með lögfræðing í vinnu í fleiri mánuði til að koma á sáttum en ekki var hægt að koma á fundi með þeim. Þau forðast í lengstu lög að mæta okkur auglitis til auglitis til að ræða málin og geta ekki horft framan í okkur ef við sjáumst á almannafæri. Við höfum leitað réttar okkar hjá Hörgársveit, lögreglu, lögfræðingi, vegagerð og viðeigandi ráðuneyti en því miður virðist vera að fólk getur hagað sér hvernig sem er án viðurlaga og sjáum við okkur því miður ekki fært annað en að biðla til vina okkar og vekja athygli á málinu. Hörgársveit Nágrannadeilur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum keypti parið Siggi og Oddur Andri, eða þeir Sigurður Hrafn Sigurðsson og Oddur Andri Thomasson Ahrens, sína fyrstu eign saman. Þeir gáfu fyrir 22,5 milljónir, draumaeign í Hörgárdal, 156 fermetra hús í tíu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Þar ætluðu þeir að búa friðsælu lífi saman með sína hunda, kanínur og hænur. Siggi er matreiðslumaður en Oddur Andri er í Verkmenntaskólanum. Þessi draumur breyttist í martröð – þeir sitja fastir í því sem ekki er hægt að kalla annað en svæsnar nágrannaerjur. Lögregla gerði bóndanum að fjarlægja vélar sínar Þeir segja bóndann Bernhard Arnarson að Auðbrekku 1 og hans fólk ofsækja sig. „Við höfum búið hér í tvö ár og einhverja mánuði. Við höfum þagað en í gær var komið nóg. Og í gær kom lögreglan hingað og lét manninn fjarlægja vinnuvélar og farartæki sem hann hafði lagt hér í hlaðinu og tálmaði allri umferð. Maðurinn lokaði okkur inni í gær. Leggur dráttarvélunum þvers og kruss.“ segir Siggi í samtali við Vísi. Og útskýrir að tengdamóðir hans búi nú hjá þeim, hún eigi við veikindi að stríða og því þurfi sjúkrabíll að eiga greiðan aðgang að húsinu. Bernharð bóndi, en fjölskylda hans hefur búið á staðnum í 150 ár, kaus að tjá sig ekki um málið þegar eftir því var leitað og vísaði á lögmann sinn Ólaf Rúnar Ólafsson hjá Pacta lögmönnum á Akureyri. Ekki tókst að ná tali af honum og er því um frásögn að ræða sem byggir aðeins á hlið Odds Andra og Sigga. Oddur Andri og Siggi sendu í gær frá sér skilmerkilega frásögn af því hvað gengur á og birtu á Facebook. Þetta er ákall um bragarbót og frásögnina má sjá hér neðar í heild sinni. En í stuttu máli gengur málið út á það að hús Odds Andra og Sigga liggur inná landareign jarðar Bernharðs. Og þeir vilja meina að bóndinn geri sér far um að vera með átroðning sem næst húsi þeirra og fari þar um með vinnuvélar sínar svo sem mykjudreifara og búfénað þó aðrir kostir séu í stöðunni. Töluverð umferð vinnuvéla er steinsnar frá svefnherbergisglugga þeirra Sigga og Odds Andra. Þessa mynd birtu þeir af bónda á Facebookvegg sínum. Andúð frá fyrsta degiAðspurður hvort rekja megi þessa andúð nágrannanna til fordóma, þá gegn samkynhneigðum, segir Siggi erfitt að varast þeirri hugsun því aldrei, ekki frá fyrsta degi, var gefinn svo mikið sem möguleiki á að opna fyrir kynni. Og því lítill möguleiki á því að ná sáttum. „Það lítur þannig út. Við tilheyrum minnihlutahópi og þetta virkar fordómalegt, slær mig þannig,“ segir Siggi, en þeir eru að sunnan. Það sem mælir því á mót er að þeir hafa aldrei upplifað neina fordóma þarna í sveitinni né á Íslandi ef því er að skipta. „En, við höfum aldrei átt nein samskipti við þetta fólk. Þegar við vildum kynna okkur þá var bara fussað og sveiað af konu á traktor, sem svo fór án þess að yrða á okkur,“ segir Siggi í samtali við Vísi. „Og svo einhver ókvæðisorð, hróp í fjarska, helvítis eitthvað... þetta er fordómalegt. En, við ætlum ekkert að láta hrekja okkur í burtu. Við getum ekki selt. Ég hef aldrei kynnst öðru eins. Ég hef búið um allan heim og aldrei lent í öðrum leiðindum. Við höfum eytt 700 þúsundum í lögfræðikostnað án þess að nokkuð hafi komið út úr því. Ég bara trúi því ekki að við eigum engan rétt þó maðurinn eigi landið beggja megin við okkar skika,“ segir Siggi. Hann lýsir því að þeir hafi leitað réttar hjá Hörgársveit, lögreglu, lögfræðingi, vegagerð og viðeigandi ráðuneyti en ekkert dugar. „Því miður virðist vera að fólk getur hagað sér hvernig sem er án viðurlaga og sjáum við okkur því miður ekki fært annað en að biðla til vina okkar og vekja athygli á málinu.“ Oddur Andri og Siggi. Þeir segjast ekki geta selt og vilja ekki láta hrekja sig úr sveitinni. Frásögn Sigga og Odds AndraHér á eftir fer frásögn sem Siggi og Oddur Andri hafa nú þegar birt opinberlega. Vísir minnir á að sjaldan veldur einn þá tveir deila og þetta er þeirra hlið. Bóndinn kaus að tjá sig ekki um málið og ekki náðist í lögmann hans. En, frásögnin er skilmerkileg: Kæru vinir og vandamenn, nú vantar okkur ykkar hjálp til að deila þessum status á sem flesta þar sem það er okkar síðasta von að fá almenning í lið með okkur til að stöðva einelti sem við höfum orðið fyrir að hálfu nágranna okkar. Þannig eru mál með vexti að við kaupum okkar fyrstu eign saman í ágúst 2012, hús sem hét Auðbrekka 2 og er staðsett í Hörgárdal rétt utan við Akureyri. (Heitir í dag Hörgártún, breyttum nafninu). Stuttu eftir kaup koma í ljós fjölmargir gallar á fasteigninni, flestir gluggar og karmar ónýtir, blautur veggir, morkið handónýtt þak á viðbyggingu auk fjölda annarra galla sem við nennum ekki að telja upp hér og nú þar sem þeir eru ekki umræðuefni þessa pistils heldur nágranni okkar að Auðbrekku1 sem mun vera versti gallinn við kaupin á húsinu. Í mörg ár áður en við kaupum þessa eign hafði þessi nágranni lagt fyrri eigendur í einelti segja sögur. Á öðrum eða þriðja degi sem við búum í húsinu sjáum við konuna í heimreiðinni að húsinu hjá okkur á traktor (hafði fyrr um daginn verið ríðandi á hestbaki upp og niður heimreiðina) og förum við út til að kynna okkur og til að biðja hana um að loka hliðinu að heimreiðinni eftir sér þar sem við vorum með hvolp á þessum tíma. Konan setur upp svip, fussar og sveiar, snýr sér við og gengur í burtu án þess að yrða á okkur. Í kjölfarið fara þau að aka drulludreifara í gegnum heimreiðina með tilheyrandi sóðaskap og reka beljur í gegnum hana auk þess sem veiðimenn notuðu hana sem bílastæði og notuðu planið á húsinu okkar sem hringtorg. Þetta þótti okkur ekki boðlegt og báðum þau vinsamlegast um að nota ekki heimreiðina upp að húsinu okkar sem almenningsveg. Við þetta upphófst eitthvað sem ekki er hægt að flokka sem nokkuð annað en hreint ofbeldi. Heimreiðin er yfirleitt þakin mykju, það er stundaður hraðakstur í gegnum hana (eigum myndband úr öryggismyndavél af því), þau opna hlið að lóð (og neyta að loka eftir sér) svo heilu dýrahjarðarnar komast inn á hana með tilheyrandi skemmdum á gróðri (nánast vikulegur atburður yfir sumartímann) móðir mín rétt slapp undan stóðhestahóp sem kom æðandi á fleygiferð inn að anddyri einn daginn, maðurinn keyrði hliðið niður á traktor og stal því í kjölfarið, kom bankandi uppá og þóttist vera að koma með nýjan lóðarsamning (erum með samning með erfðafesturétti sem þýðir að hann er ótímabundinn og því óuppsegjanlegur) þau hafa öskrað ókvæðisorðum að okkur sem styrkir trú okkar á því að þetta séu hreinlega fordómar í þessu fólki vegna kynhneigðar okkar, þau hafa lokað heimreiðinni upp að húsinu hjá okkur með traktor svo ekki sé hægt að komast að eða frá húsinu hvort sem um ræðir okkur íbúana eða neyðarbíla, þar sem hliðið var ekki lengur til staðar settum við upp keðju til að varna því að beljur og hestar kæmust inn á lóð (dýrin frá þeim virðast af einhverjum ástæðum yfirleitt ganga laus uppi á vegi) en að næturlagi kom hópur manna frá bænum og stálu henni. Til þess að verja okkur settum við upp öryggiskerfi fyrir 500.000kr og lögðum bifreið í heimreiðina að húsinu svo þau kæmust ekki með traktorinn í gegn, þegar við komum heim einn daginn þá var búið að koma traktornum fyrir fyrir framann bílinn og var hann skilinn eftir í heimreiðinni í fjóra daga, þegar þau sáu að við náðum að smeygja okkur framhjá traktornum komu þau og færðu hann um hálfan metra til hliðar svo heimreiðin lokaðist fyrir umferð, þau eru akandi á traktorum fyrir utan svefnherbergis gluggunum hjá okkur til þrjú á nóttinni þegar þannig liggur á þeim. (Höfum ekki sett okkur á móti því að þau vinni á túnunum að næturlagi ef þess þarf svo lengi sem þau aka inn á túnin annarstaðar en upp við húsið okkar). Er þetta aðeins smá hluti af því einelti og skít sem við höfum orðið fyrir af hendi þessa fólks og virðist enginn endi vera á. Til gamans má geta að þessir bændur komast leiðar sinnar í gegnum að minnsta kosti fjögur önnur hlið og er eitt þeirra samhliða heimreiðinni hjá okkur og lagði vegagerðin meðal annars malarslóða fyrir þau sem var greiddur með almannafé svo ekki þyrfti að fara með drulludreifara og stórvirkar vinnuvélar eða búfénað í gegnum heimreiðina að húsinu okkar en sá slóði hefur aldrei verið notaður eftir því sem við best vitum. (Þetta átti að vera sátt á milli fyrri eigenda, vegagerðar og hjónanna) Þau virðast aka í gegnum heimreiðin okkar eingöngu til þess að vera með leiðindi. Húsið okkar stendur eitt og sér hinum megin við þjóðveg frá öðrum býlum (c.a. 100m frá vegi) og er heimreiðin upphaflega lögð eingöngu fyrir þetta hús og ekkert annað. Við höfum reynt að ræða við fólkið en ekki virðist vera hægt að tala við þau eins og fullorðið fólk, við vorum með lögfræðing í vinnu í fleiri mánuði til að koma á sáttum en ekki var hægt að koma á fundi með þeim. Þau forðast í lengstu lög að mæta okkur auglitis til auglitis til að ræða málin og geta ekki horft framan í okkur ef við sjáumst á almannafæri. Við höfum leitað réttar okkar hjá Hörgársveit, lögreglu, lögfræðingi, vegagerð og viðeigandi ráðuneyti en því miður virðist vera að fólk getur hagað sér hvernig sem er án viðurlaga og sjáum við okkur því miður ekki fært annað en að biðla til vina okkar og vekja athygli á málinu.
Hörgársveit Nágrannadeilur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira