Fótbolti

Áminning Messi felld úr gildi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/AFP
Áfrýjun Barcelona vegna gula spjaldsins sem Lionel Messi fékk í leik liðsins gegn Valencia á sunnudag hefur verið tekin til greina.

Áminningin hefur verið felld úr gildi en hana fékk Messi þegar dómarinn taldi að hann væri að tefja leikinn, skömmu eftir að Barcelona skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri liðsins.

Eins og hefur verið greint frá kastaði áhorfandi plastflösku í höfuð Messi sem komst þó óskaddaður frá öllu saman.

Áfrýjuninni var fyrst hafnað af mótanefnd spænska knattspyrnusambandsins en svo samþykkt þegar hún var aftur tekin fyrir á hærra stigi áfrýjunaferlisins.

Í úrskurðinum kemur fram að viðbrögð Messi hafi verið eðlileg miðað árásárgjarna hegðun viðkomandi stuðningsmanns. Áhorfandinn hefur nú verið dæmdur í ævilangt bann hjá Valencia.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×