UEFA komið með upp í kok af hneykslismálum FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. desember 2014 09:45 Vísir/Getty Gianni Infantino, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, segir að þar á bæ hafi menn fengið nóg af allri þeirri neikvæðu umræðu sem verið hefur í tengslum við Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA. Infantino sagði að málefni FIFA hafi verið stuttlega rætt á fundi framkvæmdarstjórnar sambandsins á dögunum. „En við skulum ekki gleyma því að þetta er UEFA og við verðum að einbeita okkur að málefnum UEFA,“ sagði Infantino. „Við verðum að sjá til þess að sambandið okkar sé rekið eins fagmannlega og lýðræðislega og kostur er á,“ sagði hann enn fremur. „En hér hafa allir þá tilfinningu ... að þeir hafi fengið upp í kok eftir allar þessar fréttir,“ sagði hann. „Við verðum að einbeita okkur að fótboltanum og það er það sem við erum að gera. En um leið verðum við að sjá til þess að afstaða Evrópu í þessum málum sé skýr og að allir séu sammála um hana.“ Undanfarin fjögur ár hefur mikið verið fjallað um ákvörðun FIFA að halda HM 2018 í Rússlandi og svo í Katar árið 2022. Meðlimir framkvæmdastjórarninnar hafa verið sakaðir um mútuþægni sem og margir hátt settir aðilar innan sambandsins. Nýleg skýrsla sem unnin var af siðanefnd FIFA sýndi að ýmislegt misjafnt átti sér stað í umsóknarferlinu fyrir keppnirnar tvær en engu að síður þótti ekki ástæða til að kjósa aftur. FIFA hefur aðeins birt útdrátt úr skýrslunni. „Það virðist alltaf vera eitthvað nýtt á hverjum degi,“ sagði Infantino. „Það væri vissulega betra að fá þessi mál endanlega á hreint, eins og forseti UEFA [Michel Platini] hefur sagt.“ FIFA Fótbolti Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Gianni Infantino, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, segir að þar á bæ hafi menn fengið nóg af allri þeirri neikvæðu umræðu sem verið hefur í tengslum við Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA. Infantino sagði að málefni FIFA hafi verið stuttlega rætt á fundi framkvæmdarstjórnar sambandsins á dögunum. „En við skulum ekki gleyma því að þetta er UEFA og við verðum að einbeita okkur að málefnum UEFA,“ sagði Infantino. „Við verðum að sjá til þess að sambandið okkar sé rekið eins fagmannlega og lýðræðislega og kostur er á,“ sagði hann enn fremur. „En hér hafa allir þá tilfinningu ... að þeir hafi fengið upp í kok eftir allar þessar fréttir,“ sagði hann. „Við verðum að einbeita okkur að fótboltanum og það er það sem við erum að gera. En um leið verðum við að sjá til þess að afstaða Evrópu í þessum málum sé skýr og að allir séu sammála um hana.“ Undanfarin fjögur ár hefur mikið verið fjallað um ákvörðun FIFA að halda HM 2018 í Rússlandi og svo í Katar árið 2022. Meðlimir framkvæmdastjórarninnar hafa verið sakaðir um mútuþægni sem og margir hátt settir aðilar innan sambandsins. Nýleg skýrsla sem unnin var af siðanefnd FIFA sýndi að ýmislegt misjafnt átti sér stað í umsóknarferlinu fyrir keppnirnar tvær en engu að síður þótti ekki ástæða til að kjósa aftur. FIFA hefur aðeins birt útdrátt úr skýrslunni. „Það virðist alltaf vera eitthvað nýtt á hverjum degi,“ sagði Infantino. „Það væri vissulega betra að fá þessi mál endanlega á hreint, eins og forseti UEFA [Michel Platini] hefur sagt.“
FIFA Fótbolti Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira