Körfubolti

KR mætir Keflavík í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anna María Sveinsdóttir og Jón Otti Ólafsson sáu um dráttinn í morgun.
Anna María Sveinsdóttir og Jón Otti Ólafsson sáu um dráttinn í morgun. Vísir/Sigurjón
Tvö sigursælustu lið Íslands í körfubolta mætast í 8-liða úrslitum Powerade-bikarkeppni karla er KR, topplið Domino's-deildar karla, tekur á móti Keflavík.

KR er enn ósigrað í deildinni eftir níu umferðir en Keflavík er í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig.

Tvö neðstu lið deildarinnar, Skallagrímur og Fjölnir, eigast svo við og þá tekur Hamar, sem er í öðru sæti 1. deildar karla, á móti Stjörnunni. Sigurvegari leiks Vals og Snæfells, sem var frestað í gær, fær heimaleik gegn Tindastóli.

Topplið Snæfells í Domino's-deild kvenna mætir annað hvort Val eða FSU/Hrunamönnum í 8-liða úrslitum keppninnar kvennamegin. Keflavík, sem er í öðru sæti, fékk heimaleik gegn botnliði Breiðabliks.

Njarðvík er enn ósigrað í 1. deild kvenna og mætir KR, næstneðsta liði Domino's-deildarinnar. Þá eigast við úrvalsdeildarliðin Grindavík og Haukar.

Leikirnir í 8-liða úrslitunum fara fram dagana 17.-19. janúar.

8-liða úrslit kvenna:

Grindavík - Haukar

Njarðvík - KR

Snæfell - Valur eða FSU/Hrunamenn

Keflavík - Breiðablik

8-liða úrslit karla:

Valur eða Snæfell - Tindastóll

Skallagrímur - Fjölnir

KR - Keflavík

Hamar - Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×