Hvítur vinsælasti bílaliturinn í ár Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2014 16:37 Hvítur er tískuliturinn í ár. PPG Industries heldur utan um hvaða litum bílar allra bílaframleiðenda heims er sprautaðir. Í tölum frá þeim sést að í ár er vinsælasti liturinn, ef lit skildi kalla, hvítur. Það eru 28% allra framleiddra bíla sem málaðir eru hvítum lit. Í næsta sæti er svartur með 18%, og ýmsir grátóna- og silfurlitir ná 13% fjöldans. Gulllitir bílar, „beige“, gulir, appelsínugulir og brúnir eru 10% og rauðir bílar 9%. Vinsældir hvíta litarins hafa vaxið á undanförnum árum því í fyrra voru þeir 25% og 22% árið 2012. Silfurlitir bílar eru á undanhaldi, en þeir voru 20% árið 2012 og 15% í fyrra. Búist er við því að litir verði meira áberandi á næsta ári og að litir eins og brúnn, appelsínugulur og koparlitur muni vinna mjög á. Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent
PPG Industries heldur utan um hvaða litum bílar allra bílaframleiðenda heims er sprautaðir. Í tölum frá þeim sést að í ár er vinsælasti liturinn, ef lit skildi kalla, hvítur. Það eru 28% allra framleiddra bíla sem málaðir eru hvítum lit. Í næsta sæti er svartur með 18%, og ýmsir grátóna- og silfurlitir ná 13% fjöldans. Gulllitir bílar, „beige“, gulir, appelsínugulir og brúnir eru 10% og rauðir bílar 9%. Vinsældir hvíta litarins hafa vaxið á undanförnum árum því í fyrra voru þeir 25% og 22% árið 2012. Silfurlitir bílar eru á undanhaldi, en þeir voru 20% árið 2012 og 15% í fyrra. Búist er við því að litir verði meira áberandi á næsta ári og að litir eins og brúnn, appelsínugulur og koparlitur muni vinna mjög á.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent