Karamellubollakökur með Dumle-kremi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 17:30 Karamellubollakökur með Dumle-kremi Kökur 2 stór egg 4 dl sykur 4 msk karamellusósa 2 tsk lyftiduft 2 tsk vanillusykur 150 g smjör 2 dl mjólk 5 1/2 dl hveiti Dumle-krem 2 egg 200 g flórsykur 100 g smjör 200 g súkkulaði 1 poki Dumle-karamellur Hitið ofninn í 180°C. Hrærið egg og sykur vel saman. Blandið því næst karamellusósu, lyftidufti og vanillusykri saman við. Bræðið smjör og blandið því saman við mjólkina. Blandið smjörblöndunni við eggjablönduna til skiptis við hveitið þar til blandan er laus við kekki. Setjið deigið í möffinsform og bakið í 15 til 20 mínútur. Kælið kökurnar áður en kremið fer á. Þegar búa á til kremið hrærið þið egg og flórsykur vel saman. Bræðið smjörið og bætið súkkulaðinu og Dumle-karamellunum saman við. Hrærið þar til allt er bráðið og blandað vel saman. Kælið blönduna aðeins og hrærið henni saman við eggjablönduna. Setjið kremið í ísskáp þar til það er orðið nógu stíft til að skreyta kökurnar með.Fengið hér. Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Karamellubollakökur með Dumle-kremi Kökur 2 stór egg 4 dl sykur 4 msk karamellusósa 2 tsk lyftiduft 2 tsk vanillusykur 150 g smjör 2 dl mjólk 5 1/2 dl hveiti Dumle-krem 2 egg 200 g flórsykur 100 g smjör 200 g súkkulaði 1 poki Dumle-karamellur Hitið ofninn í 180°C. Hrærið egg og sykur vel saman. Blandið því næst karamellusósu, lyftidufti og vanillusykri saman við. Bræðið smjör og blandið því saman við mjólkina. Blandið smjörblöndunni við eggjablönduna til skiptis við hveitið þar til blandan er laus við kekki. Setjið deigið í möffinsform og bakið í 15 til 20 mínútur. Kælið kökurnar áður en kremið fer á. Þegar búa á til kremið hrærið þið egg og flórsykur vel saman. Bræðið smjörið og bætið súkkulaðinu og Dumle-karamellunum saman við. Hrærið þar til allt er bráðið og blandað vel saman. Kælið blönduna aðeins og hrærið henni saman við eggjablönduna. Setjið kremið í ísskáp þar til það er orðið nógu stíft til að skreyta kökurnar með.Fengið hér.
Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira