Hafa safnað 6 milljónum króna vegna baráttu gegn ebólu Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2014 16:39 Fjöldi skráðra ebólutilfella í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne er nú kominn í ríflega 14 þúsund. Vísir/Unicef Um sex milljónir króna hafa safnast í neyðarsöfnun UNICEF til að efla aðgerðir gegn ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku. Söfnunin hófst í október en verður áfram haldið. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir að ebólufaraldurinn hafi haft grafalvarleg áhrif á líf og framtíð barna á svæðinu og mörg þeirra kljást við mikla andlega vanlíðan eftir það sem þau hafa séð og upplifað. „Börn hafa sjálf veikst af ebólu, misst foreldra sína eða ættingja og farið á mis við snertingu og umönnun sem þau þarfnast. Áætlað að fleiri 7000 börn hafi misst annan eða báða foreldra sína vegna ebólu og jafnframt hafa mörg þeirra þurft að takast á við útskúfun og fordæmingu eftir að hafa náð sér af veikinni.“ Í tilkynningu frá UNICEF segir að fjöldi skráðra ebólutilfella í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne sé nú kominn í ríflega 14 þúsund en að öllum líkindum sé hér um mjög varlega áætlaða tölu að ræða. Börn eru fimmtungur þeirra sem hafa smitast eða um 2800 talsins. Í október hóf UNICEF á Íslandi neyðarsöfnun til að efla aðgerðir sínar á vettvangi gegn ebólufaraldrinum. Í tilkynningunni segir að UNICEF hafi verið í framvarðasveit í baráttunni gegn faraldrinum frá því fyrstu tilfelli ebólu greindust og hafi samtökin nú þegar dreift yfir 3000 tonnum af hjálpargögnum í þeim löndum þar sem faraldurinn geisar hvað harðast. „Meðal þeirra hjálpargagna sem þegar hafa verið flutt á vettvang eru sjúkratjöld, hlífðargallar, hanskar, öryggisgleraugu, vökvalausnir, lyf, sótthreinsandi efni og faratæki fyrir heilbrigðisstarfsfólk.“ „Ebólufaraldurinn hefur haft grafalvarleg áhrif á líf og framtíð barna á svæðinu og mörg þeirra kljást við mikla andlega vanlíðan eftir það sem þau hafa séð og upplifað. Börn hafa sjálf veikst af ebólu, misst foreldra sína eða ættingja og farið á mis við snertingu og umönnun sem þau þarfnast. Áætlað að fleiri 7000 börn hafi misst annan eða báða foreldra sína vegna ebólu og jafnframt hafa mörg þeirra þurft að takast á við útskúfun og fordæmingu eftir að hafa náð sér af veikinni,“ sagði Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi í erindi á fundi Félags Sameinuðu þjóðanna um ebólufaraldurinn sem haldinn var í Norræna húsinu fyrr í dag. Ebóla Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Um sex milljónir króna hafa safnast í neyðarsöfnun UNICEF til að efla aðgerðir gegn ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku. Söfnunin hófst í október en verður áfram haldið. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir að ebólufaraldurinn hafi haft grafalvarleg áhrif á líf og framtíð barna á svæðinu og mörg þeirra kljást við mikla andlega vanlíðan eftir það sem þau hafa séð og upplifað. „Börn hafa sjálf veikst af ebólu, misst foreldra sína eða ættingja og farið á mis við snertingu og umönnun sem þau þarfnast. Áætlað að fleiri 7000 börn hafi misst annan eða báða foreldra sína vegna ebólu og jafnframt hafa mörg þeirra þurft að takast á við útskúfun og fordæmingu eftir að hafa náð sér af veikinni.“ Í tilkynningu frá UNICEF segir að fjöldi skráðra ebólutilfella í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne sé nú kominn í ríflega 14 þúsund en að öllum líkindum sé hér um mjög varlega áætlaða tölu að ræða. Börn eru fimmtungur þeirra sem hafa smitast eða um 2800 talsins. Í október hóf UNICEF á Íslandi neyðarsöfnun til að efla aðgerðir sínar á vettvangi gegn ebólufaraldrinum. Í tilkynningunni segir að UNICEF hafi verið í framvarðasveit í baráttunni gegn faraldrinum frá því fyrstu tilfelli ebólu greindust og hafi samtökin nú þegar dreift yfir 3000 tonnum af hjálpargögnum í þeim löndum þar sem faraldurinn geisar hvað harðast. „Meðal þeirra hjálpargagna sem þegar hafa verið flutt á vettvang eru sjúkratjöld, hlífðargallar, hanskar, öryggisgleraugu, vökvalausnir, lyf, sótthreinsandi efni og faratæki fyrir heilbrigðisstarfsfólk.“ „Ebólufaraldurinn hefur haft grafalvarleg áhrif á líf og framtíð barna á svæðinu og mörg þeirra kljást við mikla andlega vanlíðan eftir það sem þau hafa séð og upplifað. Börn hafa sjálf veikst af ebólu, misst foreldra sína eða ættingja og farið á mis við snertingu og umönnun sem þau þarfnast. Áætlað að fleiri 7000 börn hafi misst annan eða báða foreldra sína vegna ebólu og jafnframt hafa mörg þeirra þurft að takast á við útskúfun og fordæmingu eftir að hafa náð sér af veikinni,“ sagði Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi í erindi á fundi Félags Sameinuðu þjóðanna um ebólufaraldurinn sem haldinn var í Norræna húsinu fyrr í dag.
Ebóla Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira