Charlie Sifford heiðraður í Hvíta húsinu 29. nóvember 2014 13:00 Charlie Sifford braut niður múra í golfheiminum. AP Bandaríski kylfingurinn Charlie Sifford var heiðraður fyrr í vikunni með frelsisorðu frá forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. Sifford, sem er 92 ára gamall, braut blað í sögu golfíþróttarinnar árið 1961 þegar að hann varð fyrsti blökkumaðurinn til þess að spila á PGA-mótaröðinni þar sem hann sigraði í tveimur mótum á ferlinum. Sifford þurfti að berjast við mikla fordóma á sínum tíma en hann var meðal annars reglulega truflaður af fordómafullum áhorfendum ásamt því að fá ekki að ganga inn í sum klúbbhús þar sem aðeins hvítt fólk mátti koma inn. Það er því óhætt að segja að hann hafi verið ákveðinn frumkvöðull fyrir svarta kylfinga en þegar Sifford tók við frelsisorðunni sagði hann við fréttamenn að hann barátta hans fyrir jafnrétti í golfheiminum hefði verið löng og ströng. Tiger Woods fylgdist með þegar að Sifford fékk orðuna en hann skrifaði hjartahlýja kveðju til hans á Twittersíðu sína í kjölfarið. „Innilega til hamingju með að vera kominn í sögubækurnar kæri Charlie, þú varst mikill innblástur fyrir föður minn sem síðan smitaði mig með golfbakteríunni, þú barðist hetjulega og vannst að lokum sigur fyrir okkur öll.“ Aðeins tveir atvinnukylfingar í sögunni höfðu fengið frelsisorðuna áður en Sifford veitti henni viðtöku en það voru þeir Jack Nicklaus og Arnold Palmer. Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Charlie Sifford var heiðraður fyrr í vikunni með frelsisorðu frá forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. Sifford, sem er 92 ára gamall, braut blað í sögu golfíþróttarinnar árið 1961 þegar að hann varð fyrsti blökkumaðurinn til þess að spila á PGA-mótaröðinni þar sem hann sigraði í tveimur mótum á ferlinum. Sifford þurfti að berjast við mikla fordóma á sínum tíma en hann var meðal annars reglulega truflaður af fordómafullum áhorfendum ásamt því að fá ekki að ganga inn í sum klúbbhús þar sem aðeins hvítt fólk mátti koma inn. Það er því óhætt að segja að hann hafi verið ákveðinn frumkvöðull fyrir svarta kylfinga en þegar Sifford tók við frelsisorðunni sagði hann við fréttamenn að hann barátta hans fyrir jafnrétti í golfheiminum hefði verið löng og ströng. Tiger Woods fylgdist með þegar að Sifford fékk orðuna en hann skrifaði hjartahlýja kveðju til hans á Twittersíðu sína í kjölfarið. „Innilega til hamingju með að vera kominn í sögubækurnar kæri Charlie, þú varst mikill innblástur fyrir föður minn sem síðan smitaði mig með golfbakteríunni, þú barðist hetjulega og vannst að lokum sigur fyrir okkur öll.“ Aðeins tveir atvinnukylfingar í sögunni höfðu fengið frelsisorðuna áður en Sifford veitti henni viðtöku en það voru þeir Jack Nicklaus og Arnold Palmer.
Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira