Einstök jólabjór til sölu í skemmtigarði Disney Bjarki Ármannsson skrifar 11. nóvember 2014 23:00 Doppelbock er eini jólabjórinn sem Disney býður til sölu á veitingastöðum í Hollywood Studios. Doppelbock jólabjórinn frá Einstök er til sölu í skemmtigarðinum Disney’s Hollywood Studios í Flórída um þessi jól. Hann er eini jólabjórinn sem Disney býður til sölu á veitingastöðum í skemmtigarðinum vinsæla, en kvikmyndarisinn endurnýjaði samning sinn við akureysku ölgerðina eftir góða reynslu síðustu jól. „Dreifiaðilinn okkar í Flórída nálgaðist Disney fyrir um einu og hálfu ári síðan,“ segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri ölgerðarinnar. „Þeim leist vel á og þeir völdu Einstök í fyrra sem eina jólabjórinn sinn í Hollywood Studios. Það verður aftur þannig í ár.“ Hollywood Studios er einn allra vinsælasti skemmtigarður veraldar og í fyrra heimsóttu hann rúmlega tíu milljónir manna. Guðjón segist ekki geta greint frá því hversu mikið var keypt af Doppelbock bjórnum í fyrra en ljóst er að salan í garðinum telur talsvert fyrir ölgerðina.White Ale er á krana í sýningarskála frænda okkar Norðmanna í Epcot-garðinum.Mynd/Einstök„Fyrir okkur er þetta talsvert og ekki síður það að Epcot tók inn Einstök White Ale á krana í norska vagninum, segir Guðjón og vísar til annars skemmtigarðs á vegum Disney þar sem sýningarskála frá hinum og þessum löndum er að finna. „Þar fara þrír, fjórir kútar á dag. Það munar um fyrir litla ölgerð að selja það.“ Einstök bjór hefur verið í mikilli sókn á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að hann kom fyrst á markað. Guðjón segir það magn bjórs sem ölgerðin flytur út árlega hafa tvöfaldast á hverju ári og í enn meiri aukningu stefni. Hann segir það ekki öruggt að Doppelbock jólabjórinn verði áfram á boðstólum í Hollywood Studios á næsta ári, það verði bara að koma í ljós. Jólafréttir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Doppelbock jólabjórinn frá Einstök er til sölu í skemmtigarðinum Disney’s Hollywood Studios í Flórída um þessi jól. Hann er eini jólabjórinn sem Disney býður til sölu á veitingastöðum í skemmtigarðinum vinsæla, en kvikmyndarisinn endurnýjaði samning sinn við akureysku ölgerðina eftir góða reynslu síðustu jól. „Dreifiaðilinn okkar í Flórída nálgaðist Disney fyrir um einu og hálfu ári síðan,“ segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri ölgerðarinnar. „Þeim leist vel á og þeir völdu Einstök í fyrra sem eina jólabjórinn sinn í Hollywood Studios. Það verður aftur þannig í ár.“ Hollywood Studios er einn allra vinsælasti skemmtigarður veraldar og í fyrra heimsóttu hann rúmlega tíu milljónir manna. Guðjón segist ekki geta greint frá því hversu mikið var keypt af Doppelbock bjórnum í fyrra en ljóst er að salan í garðinum telur talsvert fyrir ölgerðina.White Ale er á krana í sýningarskála frænda okkar Norðmanna í Epcot-garðinum.Mynd/Einstök„Fyrir okkur er þetta talsvert og ekki síður það að Epcot tók inn Einstök White Ale á krana í norska vagninum, segir Guðjón og vísar til annars skemmtigarðs á vegum Disney þar sem sýningarskála frá hinum og þessum löndum er að finna. „Þar fara þrír, fjórir kútar á dag. Það munar um fyrir litla ölgerð að selja það.“ Einstök bjór hefur verið í mikilli sókn á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að hann kom fyrst á markað. Guðjón segir það magn bjórs sem ölgerðin flytur út árlega hafa tvöfaldast á hverju ári og í enn meiri aukningu stefni. Hann segir það ekki öruggt að Doppelbock jólabjórinn verði áfram á boðstólum í Hollywood Studios á næsta ári, það verði bara að koma í ljós.
Jólafréttir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira