Körfubolti

Fjörtíu stig frá Hlyni og Jakobi í Íslendingaslag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hlynur Bæringsson var góður í kvöld.
Hlynur Bæringsson var góður í kvöld. vísir/valli
Sundsvall Dragons vann stórsigur á Solna Vikings, 113-80, á útivelli í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Hlynur Bæringsson var manna bestur í liði Drekanna, en hann hlóð í tröllatvennu með 20 stig og tíu fráköst auk þess sem hann gaf fimm stoðsendingar.

Jakob Örn Sigurðarson skoraði einnig 20 stig og þeir RagnarNathanaelsson og Ægir Þór Steinarsson sjö stig hvor. Ragnar bætti við sex fráköstum og Ægir Þór fimm stoðsendingum.

Sigurður Gunnar Þorsteinsson hafði sig hægan í liði Solna, en hann skoraði tvö stig og gaf tvær stoðsendignar á þeim rúmu níu mínútum sem hann spilaði.

Haukur Helgi Pálsson var svo öflugur í tíu stiga sigri LF Basket á Norrköping Dolphins, 84-74.

Landsliðsmaðurinn skoraði 15 stig og tók níu fráköst, en LF Basket er búið að vinna fimm leiki og tapa fjórum líkt og Drekarnir frá Sundsvall. Solna er með sex stig eftir þrjá sigra og sjö töp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×