Fótbolti

Lagerbäck: Nota líklega allar sex skiptingarnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, reiknar með því að gefa mönnum tækifæri í kvöld sem hafa lítið spilað með landsliðinu að undanförnu.

„Einhverjir munu byrja og aðrir spila í 45 eða 60 mínútur. Ég veit ekki hvort að við notum allar sex skiptingarnar en ég reikna með því,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Kári Árnason missir líklega af leiknum í dag vegna támeiðsla í dag en Emil Hallfreðsson æfði með liðinu í gær eftir að hafa hvílt á mánudag. Ólafur Ingi Skúlason veiktist í fyrrinótt og Sölvi Geir Ottesen er að glíma við eymsli í baki.

„Venjulega erum við ekki hrifnir af því að láta það koma í ljós á leikdegi hvort að leikmenn geti spilað en við munum gera það nú í tilfelli Ólafs Inga og Sölva Geirs,“ sagði hann. Lagerbäck reiknaði þó með því að Emil gæti spilað enda leið honum vel eftir æfinguna í gær.

Hannes Þór Halldórsson hefur varið mark Íslands með góðum árangri í haust en liðið hefur haldið hreinu í öllum þremur leikjum sínum til þessa.

„Ég veit ekki hversu mikið Hannes spilar í leiknum en það er alveg ljóst að aðrir markverðir munu taka þátt að einhverju leyti,“ sagði Lagerbäck sem ætlar að leggja áherslu á að leikmenn framfylgi leikáætlun þjálfaranna í kvöld.

„Leikurinn verður mikil prófraun fyrir okkur enda lið Belgíu gríðarlega vel skipað. Það verður virkilega mikilvægt að við stöndum okkur vel, bæði í vörn og sókn og framfylgjum okkar leikáætlun. Besta leiðin til að þróa leik liðsins er að spila gegn bestu liðunum og við mætum sterku liði í kvöld.“

Ísland mætir svo Tékklandi í undankeppni EM 2016 á sunnudag.


Tengdar fréttir

Þessir söngvar verða sungnir í stúkunni í Plzen

Ísland og Tékkland mætast í toppslag riðilsins í undankeppni EM á sunnudaginn kemur og það verður nóg af íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni enda seldust upp 600 miðar sem KSÍ fékk á leikinn.

Alfreð: Moyes örugglega góður kostur

Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær.

Kennslustund Bales nýttist landsliðinu okkar vel

Íslenska landsliðið hefur haldið hreinu í 422 mínútur eða í níu síðustu hálfleikjum sem liðið hefur spilað. Á sama tíma hefur íslenska liðið skorað tíu mörk í röð án þess að mótherjarnir hafi svarað.

Þjálfari Belgíu: Fáir veikleikar í íslenska liðinu

Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belgíu, stillir upp ógnarsterku liði gegn Íslandi í vináttulandsleik liðanna í kvöld. Marouane Fellaini og Moussa Dembélé eru með það hlutverk að brjóta niður sóknir íslenska liðsins.

Kári: Líklega heppinn að deyja ekki í þessum leik

Kári Árnason, leikmaður Rotherham í Englandi, reiknar ekki með öðru en að verða klár í slaginn þegar Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM 2016 á sunnudagskvöld. Hann verður þó ekki með er strákarnir mæta Belgíu í vináttulandsleik ytra annað kvöld.

Strákarnir gista á besta stað í miðbæ Brussel

Íslenska landsliðið í knattspyrnu kom saman hér í Brussel í Belgíu í dag fyrir vináttulandsleik við heimamenn á hinum sögufræga Heysel-leikvangi á miðvikdagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×