Fótbolti

Rúnar: Ég elska Lilleström

Rúnar fagnar í leik með KR.
Rúnar fagnar í leik með KR. vísir/valli
Rúnar Kristinsson brosti sínu blíðasta á blaðamannafundi Lilleström áðan þar sem hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins.

Rúnar er goðsögn hjá félaginu eftir að hafa spilað þar 1997-2000 og margir stuðningsmenn liðsins klárlega kátir með að fá hann aftur til félagsins.

„Það er góð tilfinning að vera kominn aftur til Lilleström. Þetta er félag sem ég elska," sagði Rúnar á fundinum en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

„Ég hef fylgst vel með liðinu síðustu ár og þetta er stórt tækifæri fyrir mig. Ég er gríðarlega spenntur fyrir verkefninu. Ég er til í að leggja mikið á mig og vona að strákarnir séu líka til í það. Þá getum við náð árangri saman."


Tengdar fréttir

Pétur fer ekki með Rúnari til Lilleström

Pétur Pétursson mun ekki fylgja Rúnari Kristinssyni til norska liðsins Lilleström eins og til stóð. Hann og félagið náðu ekki saman. Rúnar er á leið utan í dag til þess að skrifa undir. Pétur vill halda áfram að þjálfa.

Rúnar búinn að semja við Lilleström

Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun þá flaug Rúnar Kristinsson út til Noregs í morgun til þess að skrifa undir samning við norska félagið Lilleström.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×