Golf

Poulter efstur þegar að leik var frestað í Tyrklandi

Poulter leiðir með þremur í Tyrklandi.
Poulter leiðir með þremur í Tyrklandi. Getty
Veðrið setti strik í reikninginn í Tyrklandi þar sem Turkish Airlines Open fer fram en leik var hætt á öðrum hring í dag vegna þrumuveðurs og verður honum frestað til morguns.

Eftir fyrsta hring á Montgomerie Maxx Royal vellinum leiddi Miguel Angel Jimenez eftir hring upp 63 högg eða níu undir pari. Spánverjinn sjarmerandi átti þó í erfileikum á öðrum hring í dag og þegar að leik var hætt var hann á átta höggum undir pari, jafn í fimmta sæti.

Englendingurinn Ian Poulter hefur spilað best allra en eftir að hafa leikið 32 holur er hann á 13 höggum undir pari. Hann leiðir með þremur höggum en Brendon De Jonge er í öðru sæti á tíu höggum undir pari.

Þá er sigurvegari síðasta árs, Frakkinn Victor Dubuisson, í 61.sæti á tveimur höggum yfir pari en hann hefur alls ekki fundið sig hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×