Fékk stærsta samning í sögu bandarískra íþrótta Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. nóvember 2014 11:30 Giancarlo Stanton á fyrir salti í grautinn næsta áratuginn eða svo. vísir/getty Giancarlo Stanton, 25 ára gamall hafnaboltaspilari sem leikur með Miami Marlins í bandarísku MLB-deildinni, skrifaði í gær undir stærsta samning í sögu bandarískra íþrótta og líklega í öllum heiminum. Stanton gerði þrettán ára samning við Marlins og fær 25 milljónir dala (3,1 milljarð króna) á ári eða í heildina 325 milljónir dala (40,3 milljarða króna). Þetta kemur allt fram í frétt ESPN. Hafnaboltaleiktíðin eru 162 leikir en þrátt fyrir þann fjölda leikja fær Stanton 155 þúsund dali á leik eða því sem jafngildir 19 milljónum króna fyrir hvern spilaðan leik. Ævintýralegar upphæðir. Stanton er fastur hjá Miami næstu sex árin, en honum býðst að losa sig undan samningnum eftir sex ár hafi hann áhuga á því. Þetta er í heildina mun stærri samningur en Venesúelamaðurinn Miguel Cabrera gerði við Detroit Tigers fyrir tímabilið í ár, en hann fær 292 milljónir dala næstu tíu árin. Cabrera fær þó 4,2 milljónum dala meira en Stanton á ári því hann gerði styttri samning. Giancarlo Stanton var valinn 72. í nýliðavalinu árið 2007 og fékk í ár verðlaun sem besti sóknarleikmaður deildarinnar og þá náði hann flestum heimahafnarhlaupum (e. Home run). Þessi samningur er ekki í takti við það sem Miami Marlins hefur verið að gera undanfarin ár, en heildarlaunakostnaður liðsins á nýliðnu tímabili voru 52,3 milljónir dala. Þetta er í fyrsta skipti sem liðið eyðir fúlgum fjár í leikmann undanfarin tvö ár. Íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Sjá meira
Giancarlo Stanton, 25 ára gamall hafnaboltaspilari sem leikur með Miami Marlins í bandarísku MLB-deildinni, skrifaði í gær undir stærsta samning í sögu bandarískra íþrótta og líklega í öllum heiminum. Stanton gerði þrettán ára samning við Marlins og fær 25 milljónir dala (3,1 milljarð króna) á ári eða í heildina 325 milljónir dala (40,3 milljarða króna). Þetta kemur allt fram í frétt ESPN. Hafnaboltaleiktíðin eru 162 leikir en þrátt fyrir þann fjölda leikja fær Stanton 155 þúsund dali á leik eða því sem jafngildir 19 milljónum króna fyrir hvern spilaðan leik. Ævintýralegar upphæðir. Stanton er fastur hjá Miami næstu sex árin, en honum býðst að losa sig undan samningnum eftir sex ár hafi hann áhuga á því. Þetta er í heildina mun stærri samningur en Venesúelamaðurinn Miguel Cabrera gerði við Detroit Tigers fyrir tímabilið í ár, en hann fær 292 milljónir dala næstu tíu árin. Cabrera fær þó 4,2 milljónum dala meira en Stanton á ári því hann gerði styttri samning. Giancarlo Stanton var valinn 72. í nýliðavalinu árið 2007 og fékk í ár verðlaun sem besti sóknarleikmaður deildarinnar og þá náði hann flestum heimahafnarhlaupum (e. Home run). Þessi samningur er ekki í takti við það sem Miami Marlins hefur verið að gera undanfarin ár, en heildarlaunakostnaður liðsins á nýliðnu tímabili voru 52,3 milljónir dala. Þetta er í fyrsta skipti sem liðið eyðir fúlgum fjár í leikmann undanfarin tvö ár.
Íþróttir Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Sjá meira