„Þeir fá ekki eitthvað ákveðið hjá konunni“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. nóvember 2014 17:06 „Í alveg 97% tilfella eru þeir giftir. Sumir þeirra eru grey, aðrir flottir viðskiptakallar sem þurfa eitthvað svona. Þeir fá ekki eitthvað ákveðið hjá konunni.“ Svona lýsir ung vændiskona í Reykjavík kúnnahópi sínum. Fjallað verður um sögu hennar í heimildaþættinum Brestir á mánudagskvöld. Konan, sem er á þrítugsaldri, hefur verið í vændi af og til frá 17 ára aldri. Hún er gift og saman eiga hjónin ungt barn. Vændisheimurinn er hrottalegur þar sem konur og karlar eru neydd til selja líkama, oft í gegnum þriðja aðila og jafnvel í krafti skipulagðrar glæpastarfsemi. Þannig er saga ungu konunnar hreint ekki lýsandi fyrir vændisheiminn. Hún samþykkti að segja sína sögu í Brestum til að vekja athygli á að ekki er allt sem sýnist þegar kemur að vændi. „Mér finnst vera röng mynd af þessu. Auðvitað eru margar stelpur og strákar sem eru í vandræðum og neyslu og hafa verið neydd út í þetta. Þeim finnst þetta hræðilegt en það er líka til fólk eins og ég, sem á mann og fjölskyldu og lifir bara venjulegu lífi.“ Í Brestum fylgjum við ungu konunni þegar hún hittir kúnna í Hafnarfirði. Einnig verður rætt við Ragnheiði Haralds og Eiríksdóttur, hjúkrunarfræðing á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Hún og hennar samstarfsfólk hefur tekið á móti einstaklingum sem hafa þurft að þola hörmungar vændis á Íslandi. Ragnheiður bendir umfjöllunin sem slík sé til þess fallin að réttlæta gjörðir vændiskaupenda. „Það er verið að færa þeim þessa réttlætingu á silfurfati,“ segir Ragnheiður. „Oft eru þetta stelpur sem hrökklast úr námi, eru í neyslu og þurfa stunda vændi til að hafa fyrir lífinu.“ Unga vændiskonan er á öðru máli: „Það er betra að þessi menn séu að koma til mín en að fara annað þar sem eru slæmar aðstæður, þar sem konur eru neyddar út í þetta.“ „Ef ég er dugleg þá fæ ég mjög vel borgað og það er bara frábært fyrir mig og fjölskyldu mína. Af hverju ætti einhverjum að blöskra þó að ég sé ekki í skrifstofustarfi frá níu til fimm?“Þriðji þáttur Bresta er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöldið. Upphaflegur sýningartími var klukkan 20:35 en vegna umfjöllunarefnis, orðfæris og lýsinga í þættinum hefur honum verið seinkað þangað til klukkan 21:25 sama kvöld. Atriði í þættinum eru ekki við hæfi viðkvæmra. Brestir Tengdar fréttir Snýr við blaðinu á Litla-Hrauni Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. 22. október 2014 13:56 Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Ung vændiskona segir sögu sína í Brestum Vændisheimurinn er hrottalegur. Ein stærsta tekjulind skipulagðrar glæpastarfsemi og svartur blettur á samfélagi mannanna. En eins og svo oft eru tvær hliðar á málinu. 31. október 2014 11:40 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
„Í alveg 97% tilfella eru þeir giftir. Sumir þeirra eru grey, aðrir flottir viðskiptakallar sem þurfa eitthvað svona. Þeir fá ekki eitthvað ákveðið hjá konunni.“ Svona lýsir ung vændiskona í Reykjavík kúnnahópi sínum. Fjallað verður um sögu hennar í heimildaþættinum Brestir á mánudagskvöld. Konan, sem er á þrítugsaldri, hefur verið í vændi af og til frá 17 ára aldri. Hún er gift og saman eiga hjónin ungt barn. Vændisheimurinn er hrottalegur þar sem konur og karlar eru neydd til selja líkama, oft í gegnum þriðja aðila og jafnvel í krafti skipulagðrar glæpastarfsemi. Þannig er saga ungu konunnar hreint ekki lýsandi fyrir vændisheiminn. Hún samþykkti að segja sína sögu í Brestum til að vekja athygli á að ekki er allt sem sýnist þegar kemur að vændi. „Mér finnst vera röng mynd af þessu. Auðvitað eru margar stelpur og strákar sem eru í vandræðum og neyslu og hafa verið neydd út í þetta. Þeim finnst þetta hræðilegt en það er líka til fólk eins og ég, sem á mann og fjölskyldu og lifir bara venjulegu lífi.“ Í Brestum fylgjum við ungu konunni þegar hún hittir kúnna í Hafnarfirði. Einnig verður rætt við Ragnheiði Haralds og Eiríksdóttur, hjúkrunarfræðing á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Hún og hennar samstarfsfólk hefur tekið á móti einstaklingum sem hafa þurft að þola hörmungar vændis á Íslandi. Ragnheiður bendir umfjöllunin sem slík sé til þess fallin að réttlæta gjörðir vændiskaupenda. „Það er verið að færa þeim þessa réttlætingu á silfurfati,“ segir Ragnheiður. „Oft eru þetta stelpur sem hrökklast úr námi, eru í neyslu og þurfa stunda vændi til að hafa fyrir lífinu.“ Unga vændiskonan er á öðru máli: „Það er betra að þessi menn séu að koma til mín en að fara annað þar sem eru slæmar aðstæður, þar sem konur eru neyddar út í þetta.“ „Ef ég er dugleg þá fæ ég mjög vel borgað og það er bara frábært fyrir mig og fjölskyldu mína. Af hverju ætti einhverjum að blöskra þó að ég sé ekki í skrifstofustarfi frá níu til fimm?“Þriðji þáttur Bresta er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöldið. Upphaflegur sýningartími var klukkan 20:35 en vegna umfjöllunarefnis, orðfæris og lýsinga í þættinum hefur honum verið seinkað þangað til klukkan 21:25 sama kvöld. Atriði í þættinum eru ekki við hæfi viðkvæmra.
Brestir Tengdar fréttir Snýr við blaðinu á Litla-Hrauni Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. 22. október 2014 13:56 Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Ung vændiskona segir sögu sína í Brestum Vændisheimurinn er hrottalegur. Ein stærsta tekjulind skipulagðrar glæpastarfsemi og svartur blettur á samfélagi mannanna. En eins og svo oft eru tvær hliðar á málinu. 31. október 2014 11:40 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Snýr við blaðinu á Litla-Hrauni Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. 22. október 2014 13:56
Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00
Ung vændiskona segir sögu sína í Brestum Vændisheimurinn er hrottalegur. Ein stærsta tekjulind skipulagðrar glæpastarfsemi og svartur blettur á samfélagi mannanna. En eins og svo oft eru tvær hliðar á málinu. 31. október 2014 11:40