Sport

Íslenskt karatefólk á HM í Bremen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keppendur og þjálfarar á HM í karate 20014. Frá vinstri Gunnlaugur, Jóhannes Gauti, Kristín, Elías og Magnús. Á myndina vantar Telmu Rut sem er við æfingar í Frakklandi fram að móti.
Keppendur og þjálfarar á HM í karate 20014. Frá vinstri Gunnlaugur, Jóhannes Gauti, Kristín, Elías og Magnús. Á myndina vantar Telmu Rut sem er við æfingar í Frakklandi fram að móti. Mynd/Karatesamband Íslands
Ísland á fjórar keppendur á Heimsmeistaramótinu í karate sem fer fram 5. til 9. nóvember í Bremen í Þýskalandi en Ísland er ein af 107 þjóðum sem hafa skráð keppendur til leiks.

Í heildina eru 876 keppendur frá 107 þjóðum skráðir til leiks í 16 keppnisflokkum, bæði í kata og kumite en keppnisflokkum í kumite er svo skipt upp í mismunandi þyngdarflokka karla og kvenna.

Ísland sendir eins og áður sagði fjóra keppendur til leiks en það eru þau Elías Snorrason, Jóhannes Gauti Óttarsson, Kristín Magnúsdóttir og Telma Rut Frímannsdóttir.

Heimsmeistaramótið stendur yfir í heila fimm daga en keppt verður í undanrásum frá miðvikudegi til föstudag og úrslitin í einstökum flokkum fara síðan fram um helgina 8. til 9. nóvember.

Okkar fólk mun keppa í sínum flokkum miðvikudaginn 5.nóvember.

Elías keppir í kata karla (68 keppendur), Jóhannes Gauti keppir í kumite -75kg flokki (73 keppendur), Kristín keppir í kata kvenna (59 keppendur) og Telma Rut keppir í kumite -68kg flokki (53 keppendur).

Með þeim í för eru landsliðsþjálfararnir Gunnlaugur Sigurðsson og Magnús Kr. Eyjólfsson og formaður Karatesambandsins Reinharð Reinharðsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×