Sogndal féll | Pálmi skoraði sitt níunda mark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2014 19:24 Hjörtur Logi og félagar í Sogndal féllu niður um deild. heimasíða sogndal Lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er nýlokið. Það var hlutskipti Hjartar Loga Valgarðssonar og félaga hans í Sogndal að falla niður um deild, en liðið tapaði 0-2 fyrir Stabæk á heimavelli. Bæði mörkin komu á síðustu þremur mínútum leiksins. Hjörtur lék 26 af 30 leikjum Sogndal á tímabilinu, skoraði eitt mark og gaf átta stoðsendingar. Brann fer í umspil upp á sæti í úrvalsdeildinni að ári, en liðið vann dramatískan sigur á Haugesund á útivelli. Andreas Vindheim tryggði Brann sigurinn með marki á lokamínútunni. Brann mætir Mjøndalen IF, sem var í 3. sæti 1. deildar, í umspilinu. Birkir Már Sævarsson, leikmaður Brann, tók út leikbann í leiknum í dag. Pálmi Rafn Pálmason skoraði annað mark Lillestrøm þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Sarpsborg 08 á útivelli. Húsvíkingurinn spilaði allan leikinn, en Guðmundur Þórarinsson gerði slíkt hið sama fyrir Sarpsborg. Pálmi skoraði alls níu mörk fyrir Lillestrøm á tímabilinu en óvíst er hvort hann verði áfram í herbúðum liðsins. Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Lillestrøm á undanförnum vikum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan tímann í miðri vörn Rosenborg sem vann öruggan sigur á Strømsgodset, 4-1. Með sigrinum tryggði Rosenborg sér 2. sætið í deildinni. Meistararnir í Molde unnu 2-0 sigur á Odd þar sem Björn Bergmann Sigurðarson sat allan tímann á varamannabekknum. Hannes Þór Halldórsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson léku allan tímann þegar Sandnes Ulf tapaði 1-2 fyrir Aalesund á heimavelli. Þetta var síðasti leikur Sandnes í úrvalsdeildinni í bili, en liðið féll úr deildinni í síðustu umferð. Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu hjá Úlfunum. Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Viking sem tapaði á útivelli fyrir Bodø/Glimt með þremur mörkum gegn tveimur. Indriði Sigurðsson, Björn Daníel Sverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrjuðu allir, en Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inn á sem varamaður á 80. mínútu. Viðar Örn Kjartansson komst ekki á blað þegar Vålerenga vann 1-0 sigur á Start. Selfyssingurinn endaði þó sem langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk í 29 leikjum. Næstur á markalistanum var Christian Gytkjær sem skoraði 15 mörk fyrir Haugesund. Guðmudur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start sem lauk leik í 12. sæti.Öll úrslit dagsins: Bodø/Glimt 3-2 Viking Molde 2-0 Odd Rosenborg 4-1 Strømsgodset Sandnes Ulf 1-2 Aelesund Sarpsborg 3-2 Lillestrøm Sogndal 0-2 Stabæk Vålerenga 1-0 Start Haugesund 2-3 Brann Lokastöðuna í deildinni má sjá á vef Verdens Gang. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er nýlokið. Það var hlutskipti Hjartar Loga Valgarðssonar og félaga hans í Sogndal að falla niður um deild, en liðið tapaði 0-2 fyrir Stabæk á heimavelli. Bæði mörkin komu á síðustu þremur mínútum leiksins. Hjörtur lék 26 af 30 leikjum Sogndal á tímabilinu, skoraði eitt mark og gaf átta stoðsendingar. Brann fer í umspil upp á sæti í úrvalsdeildinni að ári, en liðið vann dramatískan sigur á Haugesund á útivelli. Andreas Vindheim tryggði Brann sigurinn með marki á lokamínútunni. Brann mætir Mjøndalen IF, sem var í 3. sæti 1. deildar, í umspilinu. Birkir Már Sævarsson, leikmaður Brann, tók út leikbann í leiknum í dag. Pálmi Rafn Pálmason skoraði annað mark Lillestrøm þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Sarpsborg 08 á útivelli. Húsvíkingurinn spilaði allan leikinn, en Guðmundur Þórarinsson gerði slíkt hið sama fyrir Sarpsborg. Pálmi skoraði alls níu mörk fyrir Lillestrøm á tímabilinu en óvíst er hvort hann verði áfram í herbúðum liðsins. Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR, hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Lillestrøm á undanförnum vikum. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan tímann í miðri vörn Rosenborg sem vann öruggan sigur á Strømsgodset, 4-1. Með sigrinum tryggði Rosenborg sér 2. sætið í deildinni. Meistararnir í Molde unnu 2-0 sigur á Odd þar sem Björn Bergmann Sigurðarson sat allan tímann á varamannabekknum. Hannes Þór Halldórsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson léku allan tímann þegar Sandnes Ulf tapaði 1-2 fyrir Aalesund á heimavelli. Þetta var síðasti leikur Sandnes í úrvalsdeildinni í bili, en liðið féll úr deildinni í síðustu umferð. Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu hjá Úlfunum. Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Viking sem tapaði á útivelli fyrir Bodø/Glimt með þremur mörkum gegn tveimur. Indriði Sigurðsson, Björn Daníel Sverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrjuðu allir, en Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inn á sem varamaður á 80. mínútu. Viðar Örn Kjartansson komst ekki á blað þegar Vålerenga vann 1-0 sigur á Start. Selfyssingurinn endaði þó sem langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk í 29 leikjum. Næstur á markalistanum var Christian Gytkjær sem skoraði 15 mörk fyrir Haugesund. Guðmudur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start sem lauk leik í 12. sæti.Öll úrslit dagsins: Bodø/Glimt 3-2 Viking Molde 2-0 Odd Rosenborg 4-1 Strømsgodset Sandnes Ulf 1-2 Aelesund Sarpsborg 3-2 Lillestrøm Sogndal 0-2 Stabæk Vålerenga 1-0 Start Haugesund 2-3 Brann Lokastöðuna í deildinni má sjá á vef Verdens Gang.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira