Hraunið myndi þekja rúmlega hálfa París Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2014 12:01 visir/ómar ragnarsson/almannavarnardeild Margir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað askja Bárðarbungu er stór. Eldstöðin hefur verið í fréttum daglega frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst síðastliðinn og sérstaklega eftir að stórir jarðskjálftar, um og yfir 5,0 af stærð, fóru að mælast í öskjunni sjálfri og yfirborð hennar tók að síga. Sigið er nú yfir 40 metrar og jarðskjálftarnir yfir 5,0 að nálgast fimmta tuginn. Á síðu Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra kemur fram hversu stór Bárðarbunga er í raun og veru. Fjallið er 2009 metra hátt, sem gerir hana að næst hæsta fjalli landsins á eftir Hvannadalshnjúk. Askjan sjálf er um 10 kílómetrar í þvermál, milli 70-80 ferkílómetrar að flatarmáli og um 700 metra djúp. Önnur leið til þess að átta sig á þessum stærðum er að setja Bárðarbungu í samhengi við aðra hluti sem almenningur þekkir. Á kortinu hér að neðan, sem unnið er af Jarðvísindastofnun HÍ, má sjá Bárðarbungu, hraunið í Holuhrauni, Grímsvötn og Kverkfjöll í réttum hlutföllum við suðvesturhorn landsins. Eins og sjá má þekur Bárðarbunga stóran hluta Reykjavíkur og Álftaness, Holuhraun dreifir úr sér í botni Hvalfjarðar, Kverkfjöll eru austur á Þingvöllum og Grímsvötn á milli Kleifarvatns og Hlíðarvatns. Á kortinu þar fyrir neðan er mynd af hraunbreiðunni í Holuhrauni yfir París. Eins og sést á myndinni sem setur hlutina í samhengi við Parísarborg var flatarmál hraunsins í Holuhrauni 60,7 ferkílómetrar þann 19. október. Flatarmál Parísarborgar er 105,4 ferkílómetrar. visir/almannavarnardeildvisir/almannavarnardeild Bárðarbunga Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Margir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað askja Bárðarbungu er stór. Eldstöðin hefur verið í fréttum daglega frá því umbrotin hófust þann 16. ágúst síðastliðinn og sérstaklega eftir að stórir jarðskjálftar, um og yfir 5,0 af stærð, fóru að mælast í öskjunni sjálfri og yfirborð hennar tók að síga. Sigið er nú yfir 40 metrar og jarðskjálftarnir yfir 5,0 að nálgast fimmta tuginn. Á síðu Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra kemur fram hversu stór Bárðarbunga er í raun og veru. Fjallið er 2009 metra hátt, sem gerir hana að næst hæsta fjalli landsins á eftir Hvannadalshnjúk. Askjan sjálf er um 10 kílómetrar í þvermál, milli 70-80 ferkílómetrar að flatarmáli og um 700 metra djúp. Önnur leið til þess að átta sig á þessum stærðum er að setja Bárðarbungu í samhengi við aðra hluti sem almenningur þekkir. Á kortinu hér að neðan, sem unnið er af Jarðvísindastofnun HÍ, má sjá Bárðarbungu, hraunið í Holuhrauni, Grímsvötn og Kverkfjöll í réttum hlutföllum við suðvesturhorn landsins. Eins og sjá má þekur Bárðarbunga stóran hluta Reykjavíkur og Álftaness, Holuhraun dreifir úr sér í botni Hvalfjarðar, Kverkfjöll eru austur á Þingvöllum og Grímsvötn á milli Kleifarvatns og Hlíðarvatns. Á kortinu þar fyrir neðan er mynd af hraunbreiðunni í Holuhrauni yfir París. Eins og sést á myndinni sem setur hlutina í samhengi við Parísarborg var flatarmál hraunsins í Holuhrauni 60,7 ferkílómetrar þann 19. október. Flatarmál Parísarborgar er 105,4 ferkílómetrar. visir/almannavarnardeildvisir/almannavarnardeild
Bárðarbunga Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira