Fótbolti

Alfreð fékk rúman klukkutíma í tapi Sociedad - Yoda afgreiddi leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty
Alfreð Finnbogason fann ekki skotskóna í kvöld þegar Real Sociedad tapaði 1-2 á heimavelli á móti Getafe í lokaleik áttundu umferðar spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þetta var afar svekkjandi tap fyrir Sociedad sem fékk á sig tvö mörk í lokin.

Alfreð var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í deildinni í sumar en hann hafði komið inná sem varamaður í síðustu þremur leikjum liðsins.

Alfreð fékk rétt rúman klukkutíma í kvöld en hann var tekinn af velli á 61. mínútu leiksins en þá var staðan enn markalaus. Alfreð á því enn eftir að skora fyrir Real Sociedad í spænsku deildinni.

Alfreð er ekki eini leikmaður Real Sociedad sem á í vandræðum með að finna skotskóna því liðið hefur aðeins náð að skora tvö mark í síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Annað þeirra kom í kvöld þegar varamaðurinn  Pablo Hervías kom liðinu í 1-0 á 82. mínútu en Frakkinn Abdoul Yoda jafnaði á 90. mínútu og skoraði síðan aftur á fjórðu mínútu í uppbótartíma.

Getafe-liðið var því undir á 89. mínútu en fór engu að síður burtu með öll þrjú stigin þökk sé tveimur mörkum frá umræddum Yoda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×