Tiger Woods byrjaður að slá full golfhögg á ný Kári Örn Hinriksson skrifar 21. október 2014 23:00 Tiger er staðráðinn í að vinna bug á bakmeiðslunum fyrir fullt og allt. Vísir/Getty Tiger Woods er farinn að slá full golfhögg á ný en þessi frábæri kylfingur hefur átt í miklum vandræðum á árinu vegna bakmeiðsla sem hafa hrjáð hann. Woods lék síðast keppnisgolf í ágúst þar sem hann missti af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu en hann missti af Masters mótinu og Opna bandaríska meistaramótinu vegna aðgerðar sem hann fór í á baki. Í endurkomu sinni gekk honum afar illa og eftir misheppnað högg upp úr glompu á lokahringnum á Bridgestone-Invitational mótinu var ljós að bakið var farið að trufla hann verulega á ný. Woods gaf út í kjölfarið að hann myndi ekki gefa kost á sér í Ryderlið Bandaríkjanna ásamt því að hann ætlaði að taka sér frí frá keppnisgolfi þangað til í desember til þess að jafna sig að fullu af meiðslunum. „Læknarnir hafa sagt Tiger að hann geti byrjað að slá full högg aftur sem hann er byrjaður að gera,“ sagði umboðsmaður Woods, Mark Steinberg, í viðtali við USA Today fyrr í vikunni. „Hann hefur undanfarið bara verið að vinna í stutta spilinu meðan hann jafnar sig alveg í bakinu en honum líður vel þessa dagana og er að taka framförum.“ Woods hefur gefið það út að hann stefni á endurkomu á golfvöllinn í byrjun desember þegar að Hero World Golf Challenge mótið fer fram á Isleworth vellinum í Flórída en hann er einnig gestgjafi mótsins. Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods er farinn að slá full golfhögg á ný en þessi frábæri kylfingur hefur átt í miklum vandræðum á árinu vegna bakmeiðsla sem hafa hrjáð hann. Woods lék síðast keppnisgolf í ágúst þar sem hann missti af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu en hann missti af Masters mótinu og Opna bandaríska meistaramótinu vegna aðgerðar sem hann fór í á baki. Í endurkomu sinni gekk honum afar illa og eftir misheppnað högg upp úr glompu á lokahringnum á Bridgestone-Invitational mótinu var ljós að bakið var farið að trufla hann verulega á ný. Woods gaf út í kjölfarið að hann myndi ekki gefa kost á sér í Ryderlið Bandaríkjanna ásamt því að hann ætlaði að taka sér frí frá keppnisgolfi þangað til í desember til þess að jafna sig að fullu af meiðslunum. „Læknarnir hafa sagt Tiger að hann geti byrjað að slá full högg aftur sem hann er byrjaður að gera,“ sagði umboðsmaður Woods, Mark Steinberg, í viðtali við USA Today fyrr í vikunni. „Hann hefur undanfarið bara verið að vinna í stutta spilinu meðan hann jafnar sig alveg í bakinu en honum líður vel þessa dagana og er að taka framförum.“ Woods hefur gefið það út að hann stefni á endurkomu á golfvöllinn í byrjun desember þegar að Hero World Golf Challenge mótið fer fram á Isleworth vellinum í Flórída en hann er einnig gestgjafi mótsins.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira