Vilja færa og stækka Jökulsárbrú svo hún standist Bárðarbungu Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2014 20:15 Gamla brúin er einbreið og frá árinu 1947. Ljósmynd/Pjetur. Vegagerðin hefur vegna ógnar frá Bárðarbungu ákveðið að endurhanna nýja brú á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Velja á nýtt brúarstæði og smíða stærri brú sem líklegri er til að standast hamfarir.Svona átti nýja brúin að líta út. Nú er stefnt að því að hún verði lengri og hærri.Mynd/Vegagerðin.Það má kannski segja að gamla brúin sé orðin löggilt gamalmenni, 67 ára gömul, hún er einbreið og ber ekki þyngstu trukka. Vegagerðin var því búin að hanna nýja brú, sem átti að verða 230 metra löng og um hálfum kílómetra ofar í ánni og stóð til að bjóða verkið út nú í haust.Áformað var að nýja brúin kæmi hálfum kílómetra ofar í Jökulsá. Nú er rætt um að hún færist enn ofar.Mynd/Vegagerðin.Óróinn í Bárðarbungu varð hins vegar til þess að Vegagerðin ákvað að bíða með útboðið, enda er þetta talinn líklegastur farvegur jökulhlaups vegna eldgoss undir jökli, og nú hefur verið ákveðið endurskoða áformin.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Stöð 2 að sú vinna sé þegar hafin. Bæði sé verið að skoða aðra útfærslu á brúnni og annað brúarstæði með tilliti til þeirra atburða sem séu í gangi og hugsanlegra flóða. Markmiðið er að ný brú á þessari mikilvægu samgönguæð, sjálfum hringveginum, geti staðið af sér hlaup og því vilja menn finna stað þar sem meira pláss verður til að beina vatninu framhjá brúnni. „Það er aðeins ofar í farveginum og lengri og hærri brú, sem miklu meiri líkur væri á að myndi standast hlaup, bæði meira pláss undir brúnni og líka auðveldara fyrir vatnið að fara sitt hvoru megin við hana,“ segir vegamálastjóri.Hraunið hefur nú í sex vikur verið að mjakast út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum á Dyngjusandi. Kverkfjöll í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Bárðarbunga Tengdar fréttir Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. 9. desember 2013 19:24 Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 Smíði nýrrar brúar á Jökulsá í óvissu Vegamálastjóri segir líklegt að beðið verði með smíði nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum meðan óvissa er um eldsumbrot og jökulhlaup. 27. ágúst 2014 22:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Vegagerðin hefur vegna ógnar frá Bárðarbungu ákveðið að endurhanna nýja brú á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði. Velja á nýtt brúarstæði og smíða stærri brú sem líklegri er til að standast hamfarir.Svona átti nýja brúin að líta út. Nú er stefnt að því að hún verði lengri og hærri.Mynd/Vegagerðin.Það má kannski segja að gamla brúin sé orðin löggilt gamalmenni, 67 ára gömul, hún er einbreið og ber ekki þyngstu trukka. Vegagerðin var því búin að hanna nýja brú, sem átti að verða 230 metra löng og um hálfum kílómetra ofar í ánni og stóð til að bjóða verkið út nú í haust.Áformað var að nýja brúin kæmi hálfum kílómetra ofar í Jökulsá. Nú er rætt um að hún færist enn ofar.Mynd/Vegagerðin.Óróinn í Bárðarbungu varð hins vegar til þess að Vegagerðin ákvað að bíða með útboðið, enda er þetta talinn líklegastur farvegur jökulhlaups vegna eldgoss undir jökli, og nú hefur verið ákveðið endurskoða áformin.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í samtali við Stöð 2 að sú vinna sé þegar hafin. Bæði sé verið að skoða aðra útfærslu á brúnni og annað brúarstæði með tilliti til þeirra atburða sem séu í gangi og hugsanlegra flóða. Markmiðið er að ný brú á þessari mikilvægu samgönguæð, sjálfum hringveginum, geti staðið af sér hlaup og því vilja menn finna stað þar sem meira pláss verður til að beina vatninu framhjá brúnni. „Það er aðeins ofar í farveginum og lengri og hærri brú, sem miklu meiri líkur væri á að myndi standast hlaup, bæði meira pláss undir brúnni og líka auðveldara fyrir vatnið að fara sitt hvoru megin við hana,“ segir vegamálastjóri.Hraunið hefur nú í sex vikur verið að mjakast út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum á Dyngjusandi. Kverkfjöll í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. 9. desember 2013 19:24 Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16 Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30 Smíði nýrrar brúar á Jökulsá í óvissu Vegamálastjóri segir líklegt að beðið verði með smíði nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum meðan óvissa er um eldsumbrot og jökulhlaup. 27. ágúst 2014 22:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. 9. desember 2013 19:24
Vegir verða rofnir komi til flóðs Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. 23. ágúst 2014 16:16
Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. 18. ágúst 2014 19:30
Smíði nýrrar brúar á Jökulsá í óvissu Vegamálastjóri segir líklegt að beðið verði með smíði nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum meðan óvissa er um eldsumbrot og jökulhlaup. 27. ágúst 2014 22:00