Mikil aukning í tekjum vegna snjalltækjaleikja Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2014 14:38 Vísir/Getty Leikir sem gerðir eru fyrir snjalltæki munu skila meiri tekjum en leikir sem gerðir eru fyrir leikjatölvur á næsta ári. Markaðsrannsóknafyrirtækið Newzoo telur að tekjur snjalltækjaleikja verði 25 milljarðar dala, eða um þrjú þúsund milljarðar króna, á þessu ári. Það yrði aukning um 42 prósent frá síðasta ári. Samkvæmt nýrri rannsókn Newzoo mun sókn snjalltækjaleikja koma niður á vexti leikja sem framleiddir eru fyrir leikjatölvur eins og Playstation og Xbox. Þá segja þeir að markaður slíkra leikja verði sá stærsti í leikjaheiminum.Hér má sjá spá Newzoo um tekjur á snjalltækjaleikjamarkaði.Mynd/NewzooÁ vef Guardian segir þó að spá Newzoo stangist á við aðrar. Meðal annars segir SuperData að leikir fyrir leikjatölvur muni skila 55 milljarða dala tekjum á næsta ári. Miðað við þær tölur eru 25,8 milljarðar ekki nóg til að komast í efsta sætið. Leikjavísir Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Leikir sem gerðir eru fyrir snjalltæki munu skila meiri tekjum en leikir sem gerðir eru fyrir leikjatölvur á næsta ári. Markaðsrannsóknafyrirtækið Newzoo telur að tekjur snjalltækjaleikja verði 25 milljarðar dala, eða um þrjú þúsund milljarðar króna, á þessu ári. Það yrði aukning um 42 prósent frá síðasta ári. Samkvæmt nýrri rannsókn Newzoo mun sókn snjalltækjaleikja koma niður á vexti leikja sem framleiddir eru fyrir leikjatölvur eins og Playstation og Xbox. Þá segja þeir að markaður slíkra leikja verði sá stærsti í leikjaheiminum.Hér má sjá spá Newzoo um tekjur á snjalltækjaleikjamarkaði.Mynd/NewzooÁ vef Guardian segir þó að spá Newzoo stangist á við aðrar. Meðal annars segir SuperData að leikir fyrir leikjatölvur muni skila 55 milljarða dala tekjum á næsta ári. Miðað við þær tölur eru 25,8 milljarðar ekki nóg til að komast í efsta sætið.
Leikjavísir Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira