Einfaldur pastaréttur - UPPSKRIFT Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2014 20:00 Einfaldur pastaréttur * fyrir 6 til 8 450 g pastaskeljar 115 g parmaskinka 3 bollar pastasósa 250 g ferskur mozzarella-ostur, skorinn í litla bita 2 bolli rifinn ostur 1/2 bolli rifinn parmesan-ostur salt og pipar eftir smekk Hitið ofninn í 180°C. Leyfið söltuðu vatni að sjóða og eldið pastað. Sigtið vatnið frá þegar pastað er tilbúið. Setjið pastað aftur í pottinn. Á meðan pastað er að sjóða steikið skinkuna létt yfir miðlungshita þangað til hún er stökk og brúnuð. Leyfið henni að kólna og brytjið hana niður í litla bita. Blandið skinkunni, sósunni, mozzarella og einum og hálfum bolla af rifnum osti saman við pastað og kryddið með salti og pipar. Hellið í eldfast mót og setjið parmesan og það sem eftir er af rifna ostinum yfir. Bakið í þrjátíu mínútur og berið fram með hvítlauksbrauði og góðu salati.Fengið hér. Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Einfaldur pastaréttur * fyrir 6 til 8 450 g pastaskeljar 115 g parmaskinka 3 bollar pastasósa 250 g ferskur mozzarella-ostur, skorinn í litla bita 2 bolli rifinn ostur 1/2 bolli rifinn parmesan-ostur salt og pipar eftir smekk Hitið ofninn í 180°C. Leyfið söltuðu vatni að sjóða og eldið pastað. Sigtið vatnið frá þegar pastað er tilbúið. Setjið pastað aftur í pottinn. Á meðan pastað er að sjóða steikið skinkuna létt yfir miðlungshita þangað til hún er stökk og brúnuð. Leyfið henni að kólna og brytjið hana niður í litla bita. Blandið skinkunni, sósunni, mozzarella og einum og hálfum bolla af rifnum osti saman við pastað og kryddið með salti og pipar. Hellið í eldfast mót og setjið parmesan og það sem eftir er af rifna ostinum yfir. Bakið í þrjátíu mínútur og berið fram með hvítlauksbrauði og góðu salati.Fengið hér.
Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira