Húsráð: Gasmælir sem verður aldrei batteríslaus Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2014 12:54 Á myndinni frá því í gærkvöldi er rauðkálið blátt en á myndinni til hægri má sjá hvernig rauðkálið var orðið bleikt út af súru andrúmslofti. Mynd/Sigurður Mar Halldórsson Sara Björk Sigurðardóttir, efnafræðingur, fékk þá hugmynd búa til gasmæli sem aldrei verður batteríslaus en gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í fyrrinótt. Sara er í mastersnámi í Danmörku en faðir hennar, Sigurður Mar Halldórsson, gerði nokkurs konar efnafræðitilraun þar sem hann býr á Höfn á Hornafirði. Brennisteinsdíoxíð, efnið sem við öndum að okkur þegar að gosmengun liggur yfir, breytist í brennisteinssýru þegar það kemst í snertingu við vatn. Efnafræðitilraunin sem Sara fékk hugmyndina að, og fjarstýrði frá Danmörku til Hafnar, gengur út að setja rauðkál á disk og út undir bert loft. Rauðkál verður nefnilega bleikt þegar það kemst í snertingu við eitthvað súrt. Sigurður setti því rauðkál út í gærkvöldi og var það þá blátt. Í morgun var það svo orðið bleikt og niðurstaðan því súrt andrúmsloft. Sigurður segir í samtali við Vísi að Hornfirðingar séu nú komnir með betri gasmæli og að loftið á Hornafirði sé fínt í dag. „Í gær fann viðkvæmt fólk enn fyrir menguninni og á sunnudaginn var þetta bara alveg skelfilegt. Ég er nú ekki viðkvæmur fyrir en ég fann það alveg að ef maður andaði að sér þá var eins og maður fengi ekki nóg loft. Svo var maður með verk í lungum og óbragð í munni.“ Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Veðurstofu Íslands má búast við ákveðinni norðanátt og að gasmengun nái frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. Á morgun má búast við mengunin verði á svæðinu frá Kirkjubæjarklaustri austur að Djúpavogi. Fólk með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma er hvatt til þess að hafa sérstakar gætur á líðan sinni og hafa strax samband við lækni ef það finnur fyrir óþægindum. Húsráð Tengdar fréttir Mikil gasmengun á Höfn Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. 26. október 2014 17:56 Búist við mengun austur á Mýrar Í dag má búast ákveðinni norðanátt og er gert ráð fyrir gasmengun frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. 28. október 2014 07:47 Hornfirðingar fá betri gasmæli Þrír loftgæðamælar á Reyðarfirði og einn á Egilsstöðum sendu ekki frá sér upplýsingar frá laugardegi fram á mánudagsmorgun vegna bilunar í gagnaflutningi. Mælir í Hornafirði pípti svo mikið vegna gasmengunar að rafhlaða sem átti að endast í þrjú ár tæmdist. 28. október 2014 07:00 Mengunarmælirinn á Höfn varð rafmagnslaus í nótt Gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í nótt og hefur ekki mælt neitt frá því á fjórða tímanum, en gasmengun á Höfn mældist langt yfir hættumörkum í gær og farm eftir kvöldi. 27. október 2014 06:53 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Sara Björk Sigurðardóttir, efnafræðingur, fékk þá hugmynd búa til gasmæli sem aldrei verður batteríslaus en gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í fyrrinótt. Sara er í mastersnámi í Danmörku en faðir hennar, Sigurður Mar Halldórsson, gerði nokkurs konar efnafræðitilraun þar sem hann býr á Höfn á Hornafirði. Brennisteinsdíoxíð, efnið sem við öndum að okkur þegar að gosmengun liggur yfir, breytist í brennisteinssýru þegar það kemst í snertingu við vatn. Efnafræðitilraunin sem Sara fékk hugmyndina að, og fjarstýrði frá Danmörku til Hafnar, gengur út að setja rauðkál á disk og út undir bert loft. Rauðkál verður nefnilega bleikt þegar það kemst í snertingu við eitthvað súrt. Sigurður setti því rauðkál út í gærkvöldi og var það þá blátt. Í morgun var það svo orðið bleikt og niðurstaðan því súrt andrúmsloft. Sigurður segir í samtali við Vísi að Hornfirðingar séu nú komnir með betri gasmæli og að loftið á Hornafirði sé fínt í dag. „Í gær fann viðkvæmt fólk enn fyrir menguninni og á sunnudaginn var þetta bara alveg skelfilegt. Ég er nú ekki viðkvæmur fyrir en ég fann það alveg að ef maður andaði að sér þá var eins og maður fengi ekki nóg loft. Svo var maður með verk í lungum og óbragð í munni.“ Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Veðurstofu Íslands má búast við ákveðinni norðanátt og að gasmengun nái frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. Á morgun má búast við mengunin verði á svæðinu frá Kirkjubæjarklaustri austur að Djúpavogi. Fólk með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma er hvatt til þess að hafa sérstakar gætur á líðan sinni og hafa strax samband við lækni ef það finnur fyrir óþægindum.
Húsráð Tengdar fréttir Mikil gasmengun á Höfn Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. 26. október 2014 17:56 Búist við mengun austur á Mýrar Í dag má búast ákveðinni norðanátt og er gert ráð fyrir gasmengun frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. 28. október 2014 07:47 Hornfirðingar fá betri gasmæli Þrír loftgæðamælar á Reyðarfirði og einn á Egilsstöðum sendu ekki frá sér upplýsingar frá laugardegi fram á mánudagsmorgun vegna bilunar í gagnaflutningi. Mælir í Hornafirði pípti svo mikið vegna gasmengunar að rafhlaða sem átti að endast í þrjú ár tæmdist. 28. október 2014 07:00 Mengunarmælirinn á Höfn varð rafmagnslaus í nótt Gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í nótt og hefur ekki mælt neitt frá því á fjórða tímanum, en gasmengun á Höfn mældist langt yfir hættumörkum í gær og farm eftir kvöldi. 27. október 2014 06:53 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Mikil gasmengun á Höfn Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. 26. október 2014 17:56
Búist við mengun austur á Mýrar Í dag má búast ákveðinni norðanátt og er gert ráð fyrir gasmengun frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. 28. október 2014 07:47
Hornfirðingar fá betri gasmæli Þrír loftgæðamælar á Reyðarfirði og einn á Egilsstöðum sendu ekki frá sér upplýsingar frá laugardegi fram á mánudagsmorgun vegna bilunar í gagnaflutningi. Mælir í Hornafirði pípti svo mikið vegna gasmengunar að rafhlaða sem átti að endast í þrjú ár tæmdist. 28. október 2014 07:00
Mengunarmælirinn á Höfn varð rafmagnslaus í nótt Gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í nótt og hefur ekki mælt neitt frá því á fjórða tímanum, en gasmengun á Höfn mældist langt yfir hættumörkum í gær og farm eftir kvöldi. 27. október 2014 06:53