Húsráð: Gasmælir sem verður aldrei batteríslaus Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2014 12:54 Á myndinni frá því í gærkvöldi er rauðkálið blátt en á myndinni til hægri má sjá hvernig rauðkálið var orðið bleikt út af súru andrúmslofti. Mynd/Sigurður Mar Halldórsson Sara Björk Sigurðardóttir, efnafræðingur, fékk þá hugmynd búa til gasmæli sem aldrei verður batteríslaus en gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í fyrrinótt. Sara er í mastersnámi í Danmörku en faðir hennar, Sigurður Mar Halldórsson, gerði nokkurs konar efnafræðitilraun þar sem hann býr á Höfn á Hornafirði. Brennisteinsdíoxíð, efnið sem við öndum að okkur þegar að gosmengun liggur yfir, breytist í brennisteinssýru þegar það kemst í snertingu við vatn. Efnafræðitilraunin sem Sara fékk hugmyndina að, og fjarstýrði frá Danmörku til Hafnar, gengur út að setja rauðkál á disk og út undir bert loft. Rauðkál verður nefnilega bleikt þegar það kemst í snertingu við eitthvað súrt. Sigurður setti því rauðkál út í gærkvöldi og var það þá blátt. Í morgun var það svo orðið bleikt og niðurstaðan því súrt andrúmsloft. Sigurður segir í samtali við Vísi að Hornfirðingar séu nú komnir með betri gasmæli og að loftið á Hornafirði sé fínt í dag. „Í gær fann viðkvæmt fólk enn fyrir menguninni og á sunnudaginn var þetta bara alveg skelfilegt. Ég er nú ekki viðkvæmur fyrir en ég fann það alveg að ef maður andaði að sér þá var eins og maður fengi ekki nóg loft. Svo var maður með verk í lungum og óbragð í munni.“ Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Veðurstofu Íslands má búast við ákveðinni norðanátt og að gasmengun nái frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. Á morgun má búast við mengunin verði á svæðinu frá Kirkjubæjarklaustri austur að Djúpavogi. Fólk með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma er hvatt til þess að hafa sérstakar gætur á líðan sinni og hafa strax samband við lækni ef það finnur fyrir óþægindum. Húsráð Tengdar fréttir Mikil gasmengun á Höfn Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. 26. október 2014 17:56 Búist við mengun austur á Mýrar Í dag má búast ákveðinni norðanátt og er gert ráð fyrir gasmengun frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. 28. október 2014 07:47 Hornfirðingar fá betri gasmæli Þrír loftgæðamælar á Reyðarfirði og einn á Egilsstöðum sendu ekki frá sér upplýsingar frá laugardegi fram á mánudagsmorgun vegna bilunar í gagnaflutningi. Mælir í Hornafirði pípti svo mikið vegna gasmengunar að rafhlaða sem átti að endast í þrjú ár tæmdist. 28. október 2014 07:00 Mengunarmælirinn á Höfn varð rafmagnslaus í nótt Gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í nótt og hefur ekki mælt neitt frá því á fjórða tímanum, en gasmengun á Höfn mældist langt yfir hættumörkum í gær og farm eftir kvöldi. 27. október 2014 06:53 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Sara Björk Sigurðardóttir, efnafræðingur, fékk þá hugmynd búa til gasmæli sem aldrei verður batteríslaus en gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í fyrrinótt. Sara er í mastersnámi í Danmörku en faðir hennar, Sigurður Mar Halldórsson, gerði nokkurs konar efnafræðitilraun þar sem hann býr á Höfn á Hornafirði. Brennisteinsdíoxíð, efnið sem við öndum að okkur þegar að gosmengun liggur yfir, breytist í brennisteinssýru þegar það kemst í snertingu við vatn. Efnafræðitilraunin sem Sara fékk hugmyndina að, og fjarstýrði frá Danmörku til Hafnar, gengur út að setja rauðkál á disk og út undir bert loft. Rauðkál verður nefnilega bleikt þegar það kemst í snertingu við eitthvað súrt. Sigurður setti því rauðkál út í gærkvöldi og var það þá blátt. Í morgun var það svo orðið bleikt og niðurstaðan því súrt andrúmsloft. Sigurður segir í samtali við Vísi að Hornfirðingar séu nú komnir með betri gasmæli og að loftið á Hornafirði sé fínt í dag. „Í gær fann viðkvæmt fólk enn fyrir menguninni og á sunnudaginn var þetta bara alveg skelfilegt. Ég er nú ekki viðkvæmur fyrir en ég fann það alveg að ef maður andaði að sér þá var eins og maður fengi ekki nóg loft. Svo var maður með verk í lungum og óbragð í munni.“ Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Veðurstofu Íslands má búast við ákveðinni norðanátt og að gasmengun nái frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. Á morgun má búast við mengunin verði á svæðinu frá Kirkjubæjarklaustri austur að Djúpavogi. Fólk með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma er hvatt til þess að hafa sérstakar gætur á líðan sinni og hafa strax samband við lækni ef það finnur fyrir óþægindum.
Húsráð Tengdar fréttir Mikil gasmengun á Höfn Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. 26. október 2014 17:56 Búist við mengun austur á Mýrar Í dag má búast ákveðinni norðanátt og er gert ráð fyrir gasmengun frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. 28. október 2014 07:47 Hornfirðingar fá betri gasmæli Þrír loftgæðamælar á Reyðarfirði og einn á Egilsstöðum sendu ekki frá sér upplýsingar frá laugardegi fram á mánudagsmorgun vegna bilunar í gagnaflutningi. Mælir í Hornafirði pípti svo mikið vegna gasmengunar að rafhlaða sem átti að endast í þrjú ár tæmdist. 28. október 2014 07:00 Mengunarmælirinn á Höfn varð rafmagnslaus í nótt Gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í nótt og hefur ekki mælt neitt frá því á fjórða tímanum, en gasmengun á Höfn mældist langt yfir hættumörkum í gær og farm eftir kvöldi. 27. október 2014 06:53 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Mikil gasmengun á Höfn Samkvæmt Almannavörnum sýndu mengunarmælar þar að styrkur SO2 væri á bilinu 9 – 21 þúsund míkrógrömm á rúmmetra. 26. október 2014 17:56
Búist við mengun austur á Mýrar Í dag má búast ákveðinni norðanátt og er gert ráð fyrir gasmengun frá Eldhrauni í vestri, og austur á Mýrar. 28. október 2014 07:47
Hornfirðingar fá betri gasmæli Þrír loftgæðamælar á Reyðarfirði og einn á Egilsstöðum sendu ekki frá sér upplýsingar frá laugardegi fram á mánudagsmorgun vegna bilunar í gagnaflutningi. Mælir í Hornafirði pípti svo mikið vegna gasmengunar að rafhlaða sem átti að endast í þrjú ár tæmdist. 28. október 2014 07:00
Mengunarmælirinn á Höfn varð rafmagnslaus í nótt Gasmengunarmælirinn á Höfn í Hornafirði varð rafmagnslaus í nótt og hefur ekki mælt neitt frá því á fjórða tímanum, en gasmengun á Höfn mældist langt yfir hættumörkum í gær og farm eftir kvöldi. 27. október 2014 06:53