Kia ákveður smíði stórs lúxusbíls Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2014 10:03 Kia Concept GT er rennilegur sportbíll. S-kóreski bílasmiðurinn Kia er aðallega þekktur fyrir smíði minni bíla og jepplinga nú á seinni árum. Kia ætlar nú að ryðjast inná nýtt svið með smíði fjögurra dyra „coupe“ bíls, bíll sem verður í stærri kantinum af slíkum bílum og keppa á við bíla eins og Audi A7 og Porsche Panamera. Það þýðir að hann verður hlaðinn lúxus en Kia ætlar að verðleggja þennan bíl nokkuð undir samkeppninni. Þessi bíll verður smíðaður á grunni GT Concept bílsins sem Kia sýndi á bílasýningunni í Frankfürt árið 2011. Þessum bíl verður aðallega beint að kaupendum í Bandaríkjunum, en þó er líklegt að dísilútgáfa hans verði einnig í boði í Evrópu. Fjögurra dyra „coupe“ bílar hafa ekki átt stóran hluta af bílamarkaðnum á undanförnum áratugum, en virðast vera að sækja í sig veðrið á undanförnum árum. Minnir þessi þróun á velgengni „retro“ bíla fyrir um 15 árum þar sem hönnun þeirra minnti á mun eldri bíla sem vinsælir voru um miðbik síðustu aldar. Þessi nýi bíll Kia mun fá 3,3 lítra V6 bensínvél sem er 389 hestöfl og drífur afturhjólin eingöngu gegnum 8 gíra sjálfskiptingu. Tilraunbíllinn GT Concept er með hurðir sem opnast í öfuga átt, eða með svokallað „suicide“ hurðafyrirkomulag. Framleiðslubíllinn mun þó ekki verða þannig, heldur með hefðbundnar hurðir. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent
S-kóreski bílasmiðurinn Kia er aðallega þekktur fyrir smíði minni bíla og jepplinga nú á seinni árum. Kia ætlar nú að ryðjast inná nýtt svið með smíði fjögurra dyra „coupe“ bíls, bíll sem verður í stærri kantinum af slíkum bílum og keppa á við bíla eins og Audi A7 og Porsche Panamera. Það þýðir að hann verður hlaðinn lúxus en Kia ætlar að verðleggja þennan bíl nokkuð undir samkeppninni. Þessi bíll verður smíðaður á grunni GT Concept bílsins sem Kia sýndi á bílasýningunni í Frankfürt árið 2011. Þessum bíl verður aðallega beint að kaupendum í Bandaríkjunum, en þó er líklegt að dísilútgáfa hans verði einnig í boði í Evrópu. Fjögurra dyra „coupe“ bílar hafa ekki átt stóran hluta af bílamarkaðnum á undanförnum áratugum, en virðast vera að sækja í sig veðrið á undanförnum árum. Minnir þessi þróun á velgengni „retro“ bíla fyrir um 15 árum þar sem hönnun þeirra minnti á mun eldri bíla sem vinsælir voru um miðbik síðustu aldar. Þessi nýi bíll Kia mun fá 3,3 lítra V6 bensínvél sem er 389 hestöfl og drífur afturhjólin eingöngu gegnum 8 gíra sjálfskiptingu. Tilraunbíllinn GT Concept er með hurðir sem opnast í öfuga átt, eða með svokallað „suicide“ hurðafyrirkomulag. Framleiðslubíllinn mun þó ekki verða þannig, heldur með hefðbundnar hurðir.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent