Fótbolti

Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar
Vísir/Valli
Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, var niðurlútur eftir 3-0 tap gegn Íslandi á blaðamannafundi sínum á Skonto-leikvanginum í kvöld.

„Ísland er með frábært lið og það kom mér ekki á óvart,“ sagði Pahars. „Það er erfitt að spila gegn þeim og þannig var það í dag. Þeir eru með góða leikmenn sem eru betri en okkar leikmenn í dag. Svo einfalt er það.“

Lettland missti mann af velli með rautt spjald í stöðunni 0-0 en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði skömmu síðar eftir þungar sóknarleikur íslenska liðsins.

„Það er erfitt að tala eftir svona leik. Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann og beita háum fyrirgjöfum inn í teig. Við vorum ekki hræddir við það - við vorum tilbúnir.“

„En þegar þeir sáu að fyrirgjafirnar voru ekki að hjálpa þeim þá breyttu þeir til. Ísland færði til leikmenn, breytti um leikaðferð en það gekk ekkert hjá þeim. Þar til að rauða spjaldið kom. Það virkaði mjög vel fyrir þá.“

„Að vera manni færri gegn svona góðu liði er erfitt. En ég vil ekki koma með neinar afsakanir. Við hefðum getað spilað betur. Við töpuðum mörgum auðveldum boltum og spilið hjá okkur var ekkert. Það er erfitt að ná góðum úrslitin þegar spilamennskan er svona.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×