Audi TT auglýsing tekin á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 12:51 Audi er um þessar mundir að kynna nýja kynslóð TT bílsins og notaði Ísland sem bakgrunn í mögnuðu myndskeiði til að kynna gripinn. Það er reyndar Audi TTS Coupe sem notaður er í kynningarmyndskeiðinu og kemur hann svífandi frá geimnum og lendir svo á gríðarstórum lendingarpalli í ægifögru íslensku landslagi og brunar svo áfram á flottum malbikuðum vegi sem liggur um íslenskt hraun. Í upphafi myndskeiðsins sést á miðju mælaborði bílsins, þar sem leiðsögukerfi bílsins er, að áfangastaðurinn er Ísland og mynd af landinu fríða fyllir út í skjáinn. Íslenska fyrirtækið True North kom að framleiðslu myndskeiðsins og ekki er að sjá annað en að þeir hafi staðið sig vel sem fyrr. Bílar video Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent
Audi er um þessar mundir að kynna nýja kynslóð TT bílsins og notaði Ísland sem bakgrunn í mögnuðu myndskeiði til að kynna gripinn. Það er reyndar Audi TTS Coupe sem notaður er í kynningarmyndskeiðinu og kemur hann svífandi frá geimnum og lendir svo á gríðarstórum lendingarpalli í ægifögru íslensku landslagi og brunar svo áfram á flottum malbikuðum vegi sem liggur um íslenskt hraun. Í upphafi myndskeiðsins sést á miðju mælaborði bílsins, þar sem leiðsögukerfi bílsins er, að áfangastaðurinn er Ísland og mynd af landinu fríða fyllir út í skjáinn. Íslenska fyrirtækið True North kom að framleiðslu myndskeiðsins og ekki er að sjá annað en að þeir hafi staðið sig vel sem fyrr.
Bílar video Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent