Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. október 2014 18:00 Vísir/GVA Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, segir að sú ákvörðun dómstóla að loka fyrir aðgang að vefsíðunum Deildu.net og PirateBay muni líklega ekki draga úr ólöglegu niðurhali. Helgi segir jafnframt að hægt sé að fara hjáleiðir á netinu og ekki sé hægt að stjórna upplýsingum á netinu með því að loka fyrir aðgang að nokkrum vefsíðum. Þingmaðurinn segist jafnframt ætla að deila sinni þekkingu til þess að leiðbeina fólki hvernig á að fara umræddar hjáleiðir. „Ég mun ekki hika við það í eina sekúndu að deila einfaldri tæknilegri þekkingu til þess. Enda er hún einföld, allir ætti að þekkja hana og hafa aðgang að henni.“Fjöldinn hleypur á hundruðum Helgi segir það skammgóðan vermi að loka fyrir aðgang að þessum vefjum, því til séu aðrar síður og annars konar tækni sem þjóni sama tilgangi og Deildu.net og PirateBay þjónuðu; að deila afþreyingarefni. „Menn halda kannski að þeir geti lokað fyrir höfundaréttabrot með því að loka fyrir aðgang að einstaka vefjum. Vandi þeirra er samt sem áður sá að það virkar ekki. Og það þýðir að það þarf sífellt að ganga lengra,“ segir hann og bætir við: „Nú verður lokað á þessa vefi. En það eru aðrir vefir með svipaðan tilgang og fjöldi þeirra hleypur á hundruðuðum jafnvel þúsundum. Á að loka þeim öllum? Og ef svarið er já, hvernig sjá menn fyrir sér að þeir ætla að hafa opið internet meðfram höfundarétti?“Hvergi virkað „Mörg lönd hafa reynt þetta,“ segir Helgi um að takmarka aðgang að ákveðnum vefsíðum. „Þetta hefur hvergi virkað til að draga úr höfundaréttarbrotum. Það eina sem hefur virkað til að draga úr slíkum brotum er aukið lögmætt aðgengi.“ Helgi veltir svo fyrir sér hvers vegna SMÁÍS, samtök myndréttahafa á Íslandi, hafi ekki beitt sér meira fyrir því að fá Netflix hingað til lands. „Ef SMÁÍS hefði lagt sama afl í það að fá Netflix til landsins og lagt var í að loka deildu, boðið kjör sem Netflix hefði getað unað við, þá væri búið að draga úr ólöglegu niðurhali. Vandinn er sá að gömlu milliðirnir í höfundaréttarmálum vilja ekki uppfærast í takt við tímann. Ýmist vegna fáfræði eða þrjósku.“ Helgi heldur áfram: „Það er tæknibylting í gangi og þeir munu lifa af sem munu aðlagast. Nú er verið að streitast á móti og það mun að sjálfsögðu mistakast. Áhyggjur mínar af þessu lögbanni eru ekki þær að við missum Piratebay og Deildu.net. Áhyggjur mínar eru þær eru að höfundarréttarhafar munu átta sig á því að þetta er engan veginn nóg. Þannig að þeir munu ganga lengra. Og það verður heldur ekki nóg. Það er ekki hægt að stjórna upplýsingum á internetinu með þessum aðferðum - þegar svona vinsælt efni er í boði - nema með gerræði. Þó svo að gerræðið sé ekki komið á, þá mun þetta ekki virka nema að gerræði sé komið á.“Þjóðverjar og Torrent Helgi bendir á aðra aðferð, sem Þjóðverjar notuðu. Þar í landi er fyglst með svokölluðum Torrent-deilingum. „Í þessu samhengi er hægt að nefna leið sem Þjóðverjar fóru í þessum efnum. Þeir fylgjast með Torrent-deilingum, sem er tæknilega mögulegt, og senda svo bara reikning heim til fólks. Eina afleiðingin er sú að Þjóðverjar eru farnir að nota aðra tækni til að hala niður ólöglega. Þessi aðferð að reyna að takmarka aðgengi mun aldrei ganga. Nema með algjörri stjórnun á netinu. Það þarf Netflix, Spotify og það þarf að ræða betur hvernig lögin get stutt betur við þannig tegund af þjónustu.“ Þingmaðurinn segir að enginn muni sætta sig við að Ísland verði eyland á netinu. „Vandinn hefur verið að SMÁÍS fannst ekki í lagi að Netflix væri á Íslandi. Vildi að við værum einangruð, að við værum eyja á netinu, í þeim skilningi. Og það er ekki í neinu samræmi við internetið sem fyrirbæri og það sættir sig enginn við það.“Mun deila sinni þekkingu „Það er ekkert mál að fara hjáleiðir á netinu. Þær eru margar. Ég skal lofa þér því að þær koma upp og þær koma strax. Ég mun ekki hika við það í eina sekúndu að deila einfaldri tæknilegri þekkingu til þess. Enda er hún einföld, allir ætti að þekkja hana og hafa aðgang að henni. Ótti minn er að reynt verði að gera þær aðferðir tortryggilegar líka, þó svo að þær séu einn að grundvallar innviðum internetsins,“ segir þingmaðurinn ákveðinn. Með öðrum, ef þú kemst yfir aðrar aðferðir en að nota Deildu, eða finnur aðrar síður, þá muntu deila þeim áfram? „Það eru engar takmarkanir á einfaldri tækniþekkingu. Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu.“ Netflix Tengdar fréttir „Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26 Vodafone ekki lokað á síðurnar Í ljósi frétta af dómi héraðsdóms í máli STEF gegn Vodafone fyrr í dag hefur Vodafone sent frá sér yfirlýsingu. 14. október 2014 16:44 Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, segir að sú ákvörðun dómstóla að loka fyrir aðgang að vefsíðunum Deildu.net og PirateBay muni líklega ekki draga úr ólöglegu niðurhali. Helgi segir jafnframt að hægt sé að fara hjáleiðir á netinu og ekki sé hægt að stjórna upplýsingum á netinu með því að loka fyrir aðgang að nokkrum vefsíðum. Þingmaðurinn segist jafnframt ætla að deila sinni þekkingu til þess að leiðbeina fólki hvernig á að fara umræddar hjáleiðir. „Ég mun ekki hika við það í eina sekúndu að deila einfaldri tæknilegri þekkingu til þess. Enda er hún einföld, allir ætti að þekkja hana og hafa aðgang að henni.“Fjöldinn hleypur á hundruðum Helgi segir það skammgóðan vermi að loka fyrir aðgang að þessum vefjum, því til séu aðrar síður og annars konar tækni sem þjóni sama tilgangi og Deildu.net og PirateBay þjónuðu; að deila afþreyingarefni. „Menn halda kannski að þeir geti lokað fyrir höfundaréttabrot með því að loka fyrir aðgang að einstaka vefjum. Vandi þeirra er samt sem áður sá að það virkar ekki. Og það þýðir að það þarf sífellt að ganga lengra,“ segir hann og bætir við: „Nú verður lokað á þessa vefi. En það eru aðrir vefir með svipaðan tilgang og fjöldi þeirra hleypur á hundruðuðum jafnvel þúsundum. Á að loka þeim öllum? Og ef svarið er já, hvernig sjá menn fyrir sér að þeir ætla að hafa opið internet meðfram höfundarétti?“Hvergi virkað „Mörg lönd hafa reynt þetta,“ segir Helgi um að takmarka aðgang að ákveðnum vefsíðum. „Þetta hefur hvergi virkað til að draga úr höfundaréttarbrotum. Það eina sem hefur virkað til að draga úr slíkum brotum er aukið lögmætt aðgengi.“ Helgi veltir svo fyrir sér hvers vegna SMÁÍS, samtök myndréttahafa á Íslandi, hafi ekki beitt sér meira fyrir því að fá Netflix hingað til lands. „Ef SMÁÍS hefði lagt sama afl í það að fá Netflix til landsins og lagt var í að loka deildu, boðið kjör sem Netflix hefði getað unað við, þá væri búið að draga úr ólöglegu niðurhali. Vandinn er sá að gömlu milliðirnir í höfundaréttarmálum vilja ekki uppfærast í takt við tímann. Ýmist vegna fáfræði eða þrjósku.“ Helgi heldur áfram: „Það er tæknibylting í gangi og þeir munu lifa af sem munu aðlagast. Nú er verið að streitast á móti og það mun að sjálfsögðu mistakast. Áhyggjur mínar af þessu lögbanni eru ekki þær að við missum Piratebay og Deildu.net. Áhyggjur mínar eru þær eru að höfundarréttarhafar munu átta sig á því að þetta er engan veginn nóg. Þannig að þeir munu ganga lengra. Og það verður heldur ekki nóg. Það er ekki hægt að stjórna upplýsingum á internetinu með þessum aðferðum - þegar svona vinsælt efni er í boði - nema með gerræði. Þó svo að gerræðið sé ekki komið á, þá mun þetta ekki virka nema að gerræði sé komið á.“Þjóðverjar og Torrent Helgi bendir á aðra aðferð, sem Þjóðverjar notuðu. Þar í landi er fyglst með svokölluðum Torrent-deilingum. „Í þessu samhengi er hægt að nefna leið sem Þjóðverjar fóru í þessum efnum. Þeir fylgjast með Torrent-deilingum, sem er tæknilega mögulegt, og senda svo bara reikning heim til fólks. Eina afleiðingin er sú að Þjóðverjar eru farnir að nota aðra tækni til að hala niður ólöglega. Þessi aðferð að reyna að takmarka aðgengi mun aldrei ganga. Nema með algjörri stjórnun á netinu. Það þarf Netflix, Spotify og það þarf að ræða betur hvernig lögin get stutt betur við þannig tegund af þjónustu.“ Þingmaðurinn segir að enginn muni sætta sig við að Ísland verði eyland á netinu. „Vandinn hefur verið að SMÁÍS fannst ekki í lagi að Netflix væri á Íslandi. Vildi að við værum einangruð, að við værum eyja á netinu, í þeim skilningi. Og það er ekki í neinu samræmi við internetið sem fyrirbæri og það sættir sig enginn við það.“Mun deila sinni þekkingu „Það er ekkert mál að fara hjáleiðir á netinu. Þær eru margar. Ég skal lofa þér því að þær koma upp og þær koma strax. Ég mun ekki hika við það í eina sekúndu að deila einfaldri tæknilegri þekkingu til þess. Enda er hún einföld, allir ætti að þekkja hana og hafa aðgang að henni. Ótti minn er að reynt verði að gera þær aðferðir tortryggilegar líka, þó svo að þær séu einn að grundvallar innviðum internetsins,“ segir þingmaðurinn ákveðinn. Með öðrum, ef þú kemst yfir aðrar aðferðir en að nota Deildu, eða finnur aðrar síður, þá muntu deila þeim áfram? „Það eru engar takmarkanir á einfaldri tækniþekkingu. Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu.“
Netflix Tengdar fréttir „Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26 Vodafone ekki lokað á síðurnar Í ljósi frétta af dómi héraðsdóms í máli STEF gegn Vodafone fyrr í dag hefur Vodafone sent frá sér yfirlýsingu. 14. október 2014 16:44 Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
„Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26
Vodafone ekki lokað á síðurnar Í ljósi frétta af dómi héraðsdóms í máli STEF gegn Vodafone fyrr í dag hefur Vodafone sent frá sér yfirlýsingu. 14. október 2014 16:44
Lokað á Deildu.net Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurðar Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu. 14. október 2014 14:31