Martin Kaymer sigraði á Grand Slam mótinu í Bermúda 15. október 2014 23:14 Kaymer fagnar titlinum í dag. Getty Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði á PGA Grand Slam golfmótinu sem kláraðist í dag en alla jafna hafa aðeins fjórir kylfingar þátttökurétt í mótinu sem unnið hafa risamót á árinu. Í ár léku Bubba Watson sem sigraði Masters mótið, Martin Kaymer sem sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu og Rory McIlroy sem sigraði á Opna breska og PGA-meistaramótinu. Þá fékk reynsluboltinn Jim Furyk einnig sérstakt boð um að vera með að þessu sinni þar sem McIlroy sigraði á tveimur risamótum á árinu. Leiknir voru tveir hringir á Port Royal vellinum í Bermúda en eftir fyrri hringinn hafði Kaymer tveggja högga forskot á Bubba Watson eftir að hafa leikið á 65 höggum eða sex undir pari. McIlroy sat í þriðja sæti, fjórum höggum á eftir Kaymer en Norður-Írinn spilaði sig út úr mótinu með hræðilegum seinni hring í dag. Á meðan náði Jim Furyk sér aldrei á strik en hann endaði að lokum í síðasta sæti. Baráttan var því milli Kaymer og Watson á lokahringnum og eftir að hafa fengið þrjá fugla í röð á seinni níu holunum hafði Watson tveggja högga forskot á Kaymer þegar að þeir komu á 17. teig. Þar brást Watson þó bogaistinn og hann þurfti að sætta sig við skolla eftir hræðilegt upphafshögg á meðan að Kaymer fékk fugl og staðan því jöfn fyrir 18. holu. Báðir kylfingar fengu par á lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana sem stóð stutt yfir þar sem Þjóðverjinn fékk fugl á fyrstu holu og tryggði sér sigurinn. Fyrir ómakið fékk Kaymer rúmlega 72 milljónir króna í verðlaunafé en það verður að teljast ágætis upphæð fyrir tvo, en þó mjög vel spilaða golfhringi. Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði á PGA Grand Slam golfmótinu sem kláraðist í dag en alla jafna hafa aðeins fjórir kylfingar þátttökurétt í mótinu sem unnið hafa risamót á árinu. Í ár léku Bubba Watson sem sigraði Masters mótið, Martin Kaymer sem sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu og Rory McIlroy sem sigraði á Opna breska og PGA-meistaramótinu. Þá fékk reynsluboltinn Jim Furyk einnig sérstakt boð um að vera með að þessu sinni þar sem McIlroy sigraði á tveimur risamótum á árinu. Leiknir voru tveir hringir á Port Royal vellinum í Bermúda en eftir fyrri hringinn hafði Kaymer tveggja högga forskot á Bubba Watson eftir að hafa leikið á 65 höggum eða sex undir pari. McIlroy sat í þriðja sæti, fjórum höggum á eftir Kaymer en Norður-Írinn spilaði sig út úr mótinu með hræðilegum seinni hring í dag. Á meðan náði Jim Furyk sér aldrei á strik en hann endaði að lokum í síðasta sæti. Baráttan var því milli Kaymer og Watson á lokahringnum og eftir að hafa fengið þrjá fugla í röð á seinni níu holunum hafði Watson tveggja högga forskot á Kaymer þegar að þeir komu á 17. teig. Þar brást Watson þó bogaistinn og hann þurfti að sætta sig við skolla eftir hræðilegt upphafshögg á meðan að Kaymer fékk fugl og staðan því jöfn fyrir 18. holu. Báðir kylfingar fengu par á lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana sem stóð stutt yfir þar sem Þjóðverjinn fékk fugl á fyrstu holu og tryggði sér sigurinn. Fyrir ómakið fékk Kaymer rúmlega 72 milljónir króna í verðlaunafé en það verður að teljast ágætis upphæð fyrir tvo, en þó mjög vel spilaða golfhringi.
Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira