Eitt erfiðasta verkefnið í 80 ára sögu Landspítalans Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. október 2014 21:39 Óskastaða Landspítala ef einstaklingur veikist af ebólu er að hann hljóti meðferð á viðeigandi stofnun utan landsteinanna. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga en í ljósi ebólu-faraldursins tekst spítalinn nú á við eitt erfiðasta verkefnið í áttatíu ára sögu hans. Ásdís Elvarsdóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur, hefur nóg að gera þessa dagana. Hún sér um að taka á móti sendingum af læknabúningum, tækjum og tólum, sem notuð yrðu ef svo ólíklega vildi til að Landspítalinn þyrfti að meðhöndla ebólusmit. Læknastofnanir vítt og breitt standa í svipuðum aðgerðum og eftirspurnin eftir gögnum er gríðarleg. Vel yfir fjögur þúsund og fimm hundruð eru látnir og heildarfjöldi smita nálgast nú tíu þúsund. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hefur gefið alþjóðasamfélaginu sextíu daga til að stemma stigu við vandanum, annars sé von á hnattrænni krísu. Heilbrigðisstarfsmenn sem taka á móti ebólu-smituðum einstaklingum eru í sérstakri hættu. Smit tveggja hjúkrunarfræðinga í Texas eru vitnisburður um þessa hættu. Þetta er búningurinn sem starfsmenn Landspítala nota ef til smits kemur. Fréttamaður fékk að prófa búning sem notaður verður ef til smits kemur. Um leið og maður smeygir sér í gula búninginn finnur maður fyrir miklum hita. „Þú finnur það sjálfur að þetta er erfitt og maður flýtir sér ekki við að fara í og úr svona búningi. Það er kannski það hættulegasta. Að fara úr búningnum. Ef að maður gerir eitthvað vitlaust þá getur maður mengað sig,“ segir Ásdís. Og horfurnar eru ekki góðar. Starfsmanni Lækna án landamæra er haldið í einangrun í Kaupmannahöfn en grunur leikur á að hann hafi smitast af ebólu í vestur-Afríku. Þá var flugvél Air France einangruð í Madríd í dag eftir að farþegi frá Nígeríu mældist með háan hita. Viðbragðsáætlun Landspítala byggist á fyrri ráðagerðum, fuglaflensunni til dæmis. Það er þó ljóst að þetta er með stærstu verkefnum sem Landspítalinn hefur þurft að leysa. Viðbúnaður vegna HIV á sínum tíma fölnar í samanburði og þar voru smitleiðir óþekktar. Ebóla er hryllileg pest, dánartíðni af völdum hennar er um þessar mundir sjötíu prósent. En hún er ekki bráðsmitandi og í raun höfum við aldrei verið jafn vel í stakk búin til að takast á við vandamál eins og ebólu. Við kunnum að verjast smitum en sem fyrr er það mannlegi þátturinn sem skapar hættu. Þetta er ein af ástæðaum þess að erfiðlega gengur að manna viðbragðsteymi vegna ebólu. „Fólk hefur auðvitað gríðarlegar áhyggjur af þessu. Að taka þátt í þessari vinnu. Fólk spyr um tryggingar og veltir fyrir sér sérstökum launum og öðru slíku,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala. Sem stendur er Landspítalinn ekki reiðubúinn að taka á móti sjúklingi en þeim áfanga verður náð á næstu dögum. „Ef sjúklingur veiktist erlendis, þá væri okkar óskastaða sú að sá sjúklingur fengi meðferð á sérstökum háöryggiseiningum sem eru til erlendis og eru ekki til hér. Ef hins vegar einhver, sem gæti gerst, einhver bankar upp á eins og maður segir með hita og hefur verið á þessum svæðum, þá erum við með áætlun til að bregðast við því. Þá erum við með ákveðið húsnæði sem hægt er að taka sjúklinginn inn beint af götunni.“ Ebóla Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Óskastaða Landspítala ef einstaklingur veikist af ebólu er að hann hljóti meðferð á viðeigandi stofnun utan landsteinanna. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga en í ljósi ebólu-faraldursins tekst spítalinn nú á við eitt erfiðasta verkefnið í áttatíu ára sögu hans. Ásdís Elvarsdóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur, hefur nóg að gera þessa dagana. Hún sér um að taka á móti sendingum af læknabúningum, tækjum og tólum, sem notuð yrðu ef svo ólíklega vildi til að Landspítalinn þyrfti að meðhöndla ebólusmit. Læknastofnanir vítt og breitt standa í svipuðum aðgerðum og eftirspurnin eftir gögnum er gríðarleg. Vel yfir fjögur þúsund og fimm hundruð eru látnir og heildarfjöldi smita nálgast nú tíu þúsund. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun hefur gefið alþjóðasamfélaginu sextíu daga til að stemma stigu við vandanum, annars sé von á hnattrænni krísu. Heilbrigðisstarfsmenn sem taka á móti ebólu-smituðum einstaklingum eru í sérstakri hættu. Smit tveggja hjúkrunarfræðinga í Texas eru vitnisburður um þessa hættu. Þetta er búningurinn sem starfsmenn Landspítala nota ef til smits kemur. Fréttamaður fékk að prófa búning sem notaður verður ef til smits kemur. Um leið og maður smeygir sér í gula búninginn finnur maður fyrir miklum hita. „Þú finnur það sjálfur að þetta er erfitt og maður flýtir sér ekki við að fara í og úr svona búningi. Það er kannski það hættulegasta. Að fara úr búningnum. Ef að maður gerir eitthvað vitlaust þá getur maður mengað sig,“ segir Ásdís. Og horfurnar eru ekki góðar. Starfsmanni Lækna án landamæra er haldið í einangrun í Kaupmannahöfn en grunur leikur á að hann hafi smitast af ebólu í vestur-Afríku. Þá var flugvél Air France einangruð í Madríd í dag eftir að farþegi frá Nígeríu mældist með háan hita. Viðbragðsáætlun Landspítala byggist á fyrri ráðagerðum, fuglaflensunni til dæmis. Það er þó ljóst að þetta er með stærstu verkefnum sem Landspítalinn hefur þurft að leysa. Viðbúnaður vegna HIV á sínum tíma fölnar í samanburði og þar voru smitleiðir óþekktar. Ebóla er hryllileg pest, dánartíðni af völdum hennar er um þessar mundir sjötíu prósent. En hún er ekki bráðsmitandi og í raun höfum við aldrei verið jafn vel í stakk búin til að takast á við vandamál eins og ebólu. Við kunnum að verjast smitum en sem fyrr er það mannlegi þátturinn sem skapar hættu. Þetta er ein af ástæðaum þess að erfiðlega gengur að manna viðbragðsteymi vegna ebólu. „Fólk hefur auðvitað gríðarlegar áhyggjur af þessu. Að taka þátt í þessari vinnu. Fólk spyr um tryggingar og veltir fyrir sér sérstökum launum og öðru slíku,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala. Sem stendur er Landspítalinn ekki reiðubúinn að taka á móti sjúklingi en þeim áfanga verður náð á næstu dögum. „Ef sjúklingur veiktist erlendis, þá væri okkar óskastaða sú að sá sjúklingur fengi meðferð á sérstökum háöryggiseiningum sem eru til erlendis og eru ekki til hér. Ef hins vegar einhver, sem gæti gerst, einhver bankar upp á eins og maður segir með hita og hefur verið á þessum svæðum, þá erum við með áætlun til að bregðast við því. Þá erum við með ákveðið húsnæði sem hægt er að taka sjúklinginn inn beint af götunni.“
Ebóla Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira