Síðasta sólarhring hafa mælst um hundrað skjálftar á landinu öllu, þar af 84 við Bárðarbungu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Fáir skjálftar mælast í ganginum og mælast fleiri skjálftar við Tungnafellsjökul eða rúmlega fjörutíu á ofangreindu tímabili. Þetta er svipuð virkni og sólarhringinn þar á undan.
Enginn skjálfti hefur mælst á síðastliðinn sólahring yfir fimm af stærð en fimm skjálftar hafa mælst með stærðir milli 4-5.
16. október kl 16:10 4,6
16. október kl. 21:25 4,5
17. október kl. 01:58 4,4
17. október kl. 07:14 4,0
17. október kl. 08:13 4,0
