Körfubolti

Keflavík vann Íslandsmeistarana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carmen spilaði afar vel í dag.
Carmen spilaði afar vel í dag.
Keflavík vann Snæfell í Dominos-kvenna í körfubolta í dag, en meistaraefnin voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik.

Snæfell vann fyrsta leikhlutann og Keflavík þann annan og staðan í hálfleik var 32-37, Keflavík í vil.

Í síðari háfleik voru Keflvíkingar sterkari og unnu að lokum fimmtán stiga sigur, 68-83.

Carmen-Tyson Thomas skoraði nítján stig og tók tólf fráköst fyrir gestina, en Hildur Sigurðardóttir var stigahæst hjá Snæfell með 24 stig og níu fráköst.

Snæfell: Hildur Sigurdardottir 24/9 fráköst, Kristen Denise McCarthy 20/15 fráköst/6 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Berglind Gunnarsdóttir 5, Rósa Indriðadóttir 4, Alda Leif Jónsdóttir 2, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, María Björnsdóttir 2/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 1, Helena Helga Baldursdóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0/5 fráköst.

Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 19/12 fráköst/3 varin skot, Marín Laufey Davíðsdóttir 13/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 11/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 10/11 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 10/6 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×