Niðurdæling brennisteinsvetnis gengur framar vonum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. október 2014 18:42 Niðurdæling brennisteinsvetnis, sem hreinsað hefur verið úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar, gengur framar vonum. Þriðjungi þess brennisteinsvetnis sem fellur til er nú dælt aftur ofan í berglög en aðstandendur verkefnisins vonast til að árangur sjáist á loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Niðurdælingin hefur nú staðið yfir í fjóra mánuði. Verkefnið fellst í því að fanga brennisteinsvetni sem kemur upp með heitri gufu í Hellisheiðarvirkjun. Hveralyktin sem flestir þekkja stafar af brennisteinsvetni. Þetta er litlaus, eitruð gastegund sem getur verið skaðleg heilsu í miklum styrk. Nær undantekningalaust er styrkur brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu langt undir hættumörkum. Á veturna, þegar hitastig er rétt yfir frostmarki og austanátt ríkir, hefur komið skot í styrk brennisteinsvetnis. Núna eru nokkrir mánuðir liðnir frá því að verkefnið fór á fullt. Nú er þriðjungi af öllu brennisteinsvetni sem til fellur dælt niður aftur. Í vetur skýrist hvort að verkefnið sé að skila árangri þegar niðurstöður úr loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu liggja fyrir. „Í vetur munum við sjá hver árangurinn. Það er á veturna sem möguleikinn er á að þessi sterku púlsar komi. Við reiknum með að í júlí á næsta ári að þá verði gefið út heilbrigðisvottorð á verkefnið,“ segir Bjarni Már Júlíusson, verkefnastjóri tækniþróunar hjá Orku náttúrunnar. Til að tryggja það að styrkur brennisteinsvetnis fari ekki yfir ströngustu viðmið hefur Orkuveita Reykjavíkur nú í hyggju að reisa 20-30 metra gufuháf sem mun dæla efninu í gegnum hitahvörf sem myndast í ákveðnum veðuraðstæðum. „Með þessum háfi þá væri hægt að dæla gufunni upp í efri loftlög og dreifa henni. Sem myndi þá draga úr styrk brennisteinsvetnis í byggð,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Umreiknað losar Hellisheiðarvirkjun fjörutíu þúsund tonn af brennisteinsdíoxíð á ári eða það sem Holuraun losar á hálfum sólarhringi. „Við lifum á eldfjallaeyju og getum haft stjórn á þessu en ekki eldgosinu,“ segir Bjarni að lokum. Bárðarbunga Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Niðurdæling brennisteinsvetnis, sem hreinsað hefur verið úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar, gengur framar vonum. Þriðjungi þess brennisteinsvetnis sem fellur til er nú dælt aftur ofan í berglög en aðstandendur verkefnisins vonast til að árangur sjáist á loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Niðurdælingin hefur nú staðið yfir í fjóra mánuði. Verkefnið fellst í því að fanga brennisteinsvetni sem kemur upp með heitri gufu í Hellisheiðarvirkjun. Hveralyktin sem flestir þekkja stafar af brennisteinsvetni. Þetta er litlaus, eitruð gastegund sem getur verið skaðleg heilsu í miklum styrk. Nær undantekningalaust er styrkur brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu langt undir hættumörkum. Á veturna, þegar hitastig er rétt yfir frostmarki og austanátt ríkir, hefur komið skot í styrk brennisteinsvetnis. Núna eru nokkrir mánuðir liðnir frá því að verkefnið fór á fullt. Nú er þriðjungi af öllu brennisteinsvetni sem til fellur dælt niður aftur. Í vetur skýrist hvort að verkefnið sé að skila árangri þegar niðurstöður úr loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu liggja fyrir. „Í vetur munum við sjá hver árangurinn. Það er á veturna sem möguleikinn er á að þessi sterku púlsar komi. Við reiknum með að í júlí á næsta ári að þá verði gefið út heilbrigðisvottorð á verkefnið,“ segir Bjarni Már Júlíusson, verkefnastjóri tækniþróunar hjá Orku náttúrunnar. Til að tryggja það að styrkur brennisteinsvetnis fari ekki yfir ströngustu viðmið hefur Orkuveita Reykjavíkur nú í hyggju að reisa 20-30 metra gufuháf sem mun dæla efninu í gegnum hitahvörf sem myndast í ákveðnum veðuraðstæðum. „Með þessum háfi þá væri hægt að dæla gufunni upp í efri loftlög og dreifa henni. Sem myndi þá draga úr styrk brennisteinsvetnis í byggð,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Umreiknað losar Hellisheiðarvirkjun fjörutíu þúsund tonn af brennisteinsdíoxíð á ári eða það sem Holuraun losar á hálfum sólarhringi. „Við lifum á eldfjallaeyju og getum haft stjórn á þessu en ekki eldgosinu,“ segir Bjarni að lokum.
Bárðarbunga Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent