Landsliðshópur Letta lemstraður Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 8. október 2014 13:45 Aleksandrs Cauņa í leik með Lettlandi árið 2012. Vísir/AFP Margir fastamenn með lettneska landsliðinu eru frá vegna meiðsla og þá eru margir af lykilmönnum þess í lítilli sem engri leikæfingu. Þetta segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í samtali við Vísi. „Við söknum leikmanna í nánast öllum stöðum á vellinum,“ sagði hann um ástandið á lettneska landsliðshópnum. Fyrstan ber að nefna markvörðinn Andris Vaņins sem leikur með Sion í Sviss. Hann er ekki í hópnum nú og kemur það því í hlut hins 39 ára gamla Aleksandrs Koļinko að verja markið á föstudag. „Hann hefur haldið hreinu í síðustu leikjum og spilaði virkilega vel í vináttuleiknum gegn Armeníu (2-0 sigur í byrjun september),“ segir Ilvars en Koļinko var aðalmarkvörður Lettlands þegar liðið komst í úrslitakeppni EM 2004. Meðal annarra sem eru frá vegna meiðsla má nefna vinstri bakvörðinn Vitālijs Maksimenko, sem spilar með VVV Venlo í Hollandi, og miðjumennina Artis Lazdiņš, Alans Siņeļņikovs og Oļegs Laizāns. Þá er sóknarmaðurinn Edgars Gauračs ekki í hópnum þar sem hann er nýbúinn að jafna sig á sínum meiðslum. En helst sakna Lettar hins 26 ára Aleksandrs Cauņa sem leikur með rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. „Allt eru þetta mikilvægir leikmenn í landsliðinu en fjarvera Cauņa er hvað erfiðust fyrir liðið. Hann hefur verið í miklu basli undanfarið ár vegna ökklameiðsla en Cauņa er okkar teknískasti leikmaður og er leiðtogi á miðjunni.“ Þess fyrir utan eru margir í hópnum hjá Lettlandi sem hafa lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Tveir eru án félags sem stendur, þar af fyrirliðinn Kaspars Gorkšs sem hefur leikið með Blackpool, QPR og nú síðast Reading í Englandi. „Hann spilaði síðast með félagsliði í apríl. En hann var góður í leikjunum í Baltic Cup í maí og var líka fínn gegn Kasökum. Ég hef því ekki miklar áhyggjur af honum.“Ilvars Koscinkevičs.Aleksandrs Fertovs er einnig án félags en hann hefur að sögn Ilvars dvalið í Póllandi síðustu vikurnar og er nálægt því að landa samningi við úrvalsdeildarlið þar í landi. „Artjoms Rudņevs hefur lítið spilað með Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni og hið sama má segja um Valērijs Šabala hjá Anorthosis Famagusta á Kýpur. Hann kemur aðallega við sögu sem varamaður þar.“ Þess má geta að Šabala er aðeins nítján ára gamall og yngsti markaskorari Lettlands frá upphafi. „Það eru því fyrst og fremst leikmennirnir sem spila heima í Lettlandi sem eru í bestu leikæfingunni. En það eru líka leikmenn sem vilja sýna og sanna sig fyrir landsliðsþjálfaranum og ég á von á því að þeir verði öflugir á föstudaginn.“ Helsta afrek Lettlands var að komast á EM 2004 í Portúgal en Ilvars segir að það sé mikill munur á liðinu nú og þá. „Vissulega hefur oft verið betri stemning í kringum liðið. Fyrir tíu árum síðan vorum við með marga góða leikmenn sem léku með stórum liðum í Englandi og Rússlandi. En það er ekki svo nú og útlit fyrir að þessi kynslóð knattspyrnumanna sé einfaldlega ekki jafn sterk og síðasta.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Margir fastamenn með lettneska landsliðinu eru frá vegna meiðsla og þá eru margir af lykilmönnum þess í lítilli sem engri leikæfingu. Þetta segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í samtali við Vísi. „Við söknum leikmanna í nánast öllum stöðum á vellinum,“ sagði hann um ástandið á lettneska landsliðshópnum. Fyrstan ber að nefna markvörðinn Andris Vaņins sem leikur með Sion í Sviss. Hann er ekki í hópnum nú og kemur það því í hlut hins 39 ára gamla Aleksandrs Koļinko að verja markið á föstudag. „Hann hefur haldið hreinu í síðustu leikjum og spilaði virkilega vel í vináttuleiknum gegn Armeníu (2-0 sigur í byrjun september),“ segir Ilvars en Koļinko var aðalmarkvörður Lettlands þegar liðið komst í úrslitakeppni EM 2004. Meðal annarra sem eru frá vegna meiðsla má nefna vinstri bakvörðinn Vitālijs Maksimenko, sem spilar með VVV Venlo í Hollandi, og miðjumennina Artis Lazdiņš, Alans Siņeļņikovs og Oļegs Laizāns. Þá er sóknarmaðurinn Edgars Gauračs ekki í hópnum þar sem hann er nýbúinn að jafna sig á sínum meiðslum. En helst sakna Lettar hins 26 ára Aleksandrs Cauņa sem leikur með rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. „Allt eru þetta mikilvægir leikmenn í landsliðinu en fjarvera Cauņa er hvað erfiðust fyrir liðið. Hann hefur verið í miklu basli undanfarið ár vegna ökklameiðsla en Cauņa er okkar teknískasti leikmaður og er leiðtogi á miðjunni.“ Þess fyrir utan eru margir í hópnum hjá Lettlandi sem hafa lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Tveir eru án félags sem stendur, þar af fyrirliðinn Kaspars Gorkšs sem hefur leikið með Blackpool, QPR og nú síðast Reading í Englandi. „Hann spilaði síðast með félagsliði í apríl. En hann var góður í leikjunum í Baltic Cup í maí og var líka fínn gegn Kasökum. Ég hef því ekki miklar áhyggjur af honum.“Ilvars Koscinkevičs.Aleksandrs Fertovs er einnig án félags en hann hefur að sögn Ilvars dvalið í Póllandi síðustu vikurnar og er nálægt því að landa samningi við úrvalsdeildarlið þar í landi. „Artjoms Rudņevs hefur lítið spilað með Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni og hið sama má segja um Valērijs Šabala hjá Anorthosis Famagusta á Kýpur. Hann kemur aðallega við sögu sem varamaður þar.“ Þess má geta að Šabala er aðeins nítján ára gamall og yngsti markaskorari Lettlands frá upphafi. „Það eru því fyrst og fremst leikmennirnir sem spila heima í Lettlandi sem eru í bestu leikæfingunni. En það eru líka leikmenn sem vilja sýna og sanna sig fyrir landsliðsþjálfaranum og ég á von á því að þeir verði öflugir á föstudaginn.“ Helsta afrek Lettlands var að komast á EM 2004 í Portúgal en Ilvars segir að það sé mikill munur á liðinu nú og þá. „Vissulega hefur oft verið betri stemning í kringum liðið. Fyrir tíu árum síðan vorum við með marga góða leikmenn sem léku með stórum liðum í Englandi og Rússlandi. En það er ekki svo nú og útlit fyrir að þessi kynslóð knattspyrnumanna sé einfaldlega ekki jafn sterk og síðasta.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11
„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43
Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti