Landsliðshópur Letta lemstraður Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 8. október 2014 13:45 Aleksandrs Cauņa í leik með Lettlandi árið 2012. Vísir/AFP Margir fastamenn með lettneska landsliðinu eru frá vegna meiðsla og þá eru margir af lykilmönnum þess í lítilli sem engri leikæfingu. Þetta segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í samtali við Vísi. „Við söknum leikmanna í nánast öllum stöðum á vellinum,“ sagði hann um ástandið á lettneska landsliðshópnum. Fyrstan ber að nefna markvörðinn Andris Vaņins sem leikur með Sion í Sviss. Hann er ekki í hópnum nú og kemur það því í hlut hins 39 ára gamla Aleksandrs Koļinko að verja markið á föstudag. „Hann hefur haldið hreinu í síðustu leikjum og spilaði virkilega vel í vináttuleiknum gegn Armeníu (2-0 sigur í byrjun september),“ segir Ilvars en Koļinko var aðalmarkvörður Lettlands þegar liðið komst í úrslitakeppni EM 2004. Meðal annarra sem eru frá vegna meiðsla má nefna vinstri bakvörðinn Vitālijs Maksimenko, sem spilar með VVV Venlo í Hollandi, og miðjumennina Artis Lazdiņš, Alans Siņeļņikovs og Oļegs Laizāns. Þá er sóknarmaðurinn Edgars Gauračs ekki í hópnum þar sem hann er nýbúinn að jafna sig á sínum meiðslum. En helst sakna Lettar hins 26 ára Aleksandrs Cauņa sem leikur með rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. „Allt eru þetta mikilvægir leikmenn í landsliðinu en fjarvera Cauņa er hvað erfiðust fyrir liðið. Hann hefur verið í miklu basli undanfarið ár vegna ökklameiðsla en Cauņa er okkar teknískasti leikmaður og er leiðtogi á miðjunni.“ Þess fyrir utan eru margir í hópnum hjá Lettlandi sem hafa lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Tveir eru án félags sem stendur, þar af fyrirliðinn Kaspars Gorkšs sem hefur leikið með Blackpool, QPR og nú síðast Reading í Englandi. „Hann spilaði síðast með félagsliði í apríl. En hann var góður í leikjunum í Baltic Cup í maí og var líka fínn gegn Kasökum. Ég hef því ekki miklar áhyggjur af honum.“Ilvars Koscinkevičs.Aleksandrs Fertovs er einnig án félags en hann hefur að sögn Ilvars dvalið í Póllandi síðustu vikurnar og er nálægt því að landa samningi við úrvalsdeildarlið þar í landi. „Artjoms Rudņevs hefur lítið spilað með Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni og hið sama má segja um Valērijs Šabala hjá Anorthosis Famagusta á Kýpur. Hann kemur aðallega við sögu sem varamaður þar.“ Þess má geta að Šabala er aðeins nítján ára gamall og yngsti markaskorari Lettlands frá upphafi. „Það eru því fyrst og fremst leikmennirnir sem spila heima í Lettlandi sem eru í bestu leikæfingunni. En það eru líka leikmenn sem vilja sýna og sanna sig fyrir landsliðsþjálfaranum og ég á von á því að þeir verði öflugir á föstudaginn.“ Helsta afrek Lettlands var að komast á EM 2004 í Portúgal en Ilvars segir að það sé mikill munur á liðinu nú og þá. „Vissulega hefur oft verið betri stemning í kringum liðið. Fyrir tíu árum síðan vorum við með marga góða leikmenn sem léku með stórum liðum í Englandi og Rússlandi. En það er ekki svo nú og útlit fyrir að þessi kynslóð knattspyrnumanna sé einfaldlega ekki jafn sterk og síðasta.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Margir fastamenn með lettneska landsliðinu eru frá vegna meiðsla og þá eru margir af lykilmönnum þess í lítilli sem engri leikæfingu. Þetta segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í samtali við Vísi. „Við söknum leikmanna í nánast öllum stöðum á vellinum,“ sagði hann um ástandið á lettneska landsliðshópnum. Fyrstan ber að nefna markvörðinn Andris Vaņins sem leikur með Sion í Sviss. Hann er ekki í hópnum nú og kemur það því í hlut hins 39 ára gamla Aleksandrs Koļinko að verja markið á föstudag. „Hann hefur haldið hreinu í síðustu leikjum og spilaði virkilega vel í vináttuleiknum gegn Armeníu (2-0 sigur í byrjun september),“ segir Ilvars en Koļinko var aðalmarkvörður Lettlands þegar liðið komst í úrslitakeppni EM 2004. Meðal annarra sem eru frá vegna meiðsla má nefna vinstri bakvörðinn Vitālijs Maksimenko, sem spilar með VVV Venlo í Hollandi, og miðjumennina Artis Lazdiņš, Alans Siņeļņikovs og Oļegs Laizāns. Þá er sóknarmaðurinn Edgars Gauračs ekki í hópnum þar sem hann er nýbúinn að jafna sig á sínum meiðslum. En helst sakna Lettar hins 26 ára Aleksandrs Cauņa sem leikur með rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. „Allt eru þetta mikilvægir leikmenn í landsliðinu en fjarvera Cauņa er hvað erfiðust fyrir liðið. Hann hefur verið í miklu basli undanfarið ár vegna ökklameiðsla en Cauņa er okkar teknískasti leikmaður og er leiðtogi á miðjunni.“ Þess fyrir utan eru margir í hópnum hjá Lettlandi sem hafa lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Tveir eru án félags sem stendur, þar af fyrirliðinn Kaspars Gorkšs sem hefur leikið með Blackpool, QPR og nú síðast Reading í Englandi. „Hann spilaði síðast með félagsliði í apríl. En hann var góður í leikjunum í Baltic Cup í maí og var líka fínn gegn Kasökum. Ég hef því ekki miklar áhyggjur af honum.“Ilvars Koscinkevičs.Aleksandrs Fertovs er einnig án félags en hann hefur að sögn Ilvars dvalið í Póllandi síðustu vikurnar og er nálægt því að landa samningi við úrvalsdeildarlið þar í landi. „Artjoms Rudņevs hefur lítið spilað með Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni og hið sama má segja um Valērijs Šabala hjá Anorthosis Famagusta á Kýpur. Hann kemur aðallega við sögu sem varamaður þar.“ Þess má geta að Šabala er aðeins nítján ára gamall og yngsti markaskorari Lettlands frá upphafi. „Það eru því fyrst og fremst leikmennirnir sem spila heima í Lettlandi sem eru í bestu leikæfingunni. En það eru líka leikmenn sem vilja sýna og sanna sig fyrir landsliðsþjálfaranum og ég á von á því að þeir verði öflugir á föstudaginn.“ Helsta afrek Lettlands var að komast á EM 2004 í Portúgal en Ilvars segir að það sé mikill munur á liðinu nú og þá. „Vissulega hefur oft verið betri stemning í kringum liðið. Fyrir tíu árum síðan vorum við með marga góða leikmenn sem léku með stórum liðum í Englandi og Rússlandi. En það er ekki svo nú og útlit fyrir að þessi kynslóð knattspyrnumanna sé einfaldlega ekki jafn sterk og síðasta.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11
„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43
Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03