Flugmanninum verður ekki vikið úr starfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2014 15:31 Í návígi við hraunjaðarinn í gær. vísir/skjáskot/auðunn Ekki er búið að funda með flugmanni Reykjavík Helicopters sem lenti með erlenda ferðamenn við gosstöðvarnar í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Til stendur að funda með honum í dag, en líkt og fram kom í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær fullyrða forsvarsmenn fyrirtækisins að ábyrgðin sé alfarið flugmannsins. Samkvæmt markaðsstjóra fyrirtækisins, Friðgeiri Guðjónssyni, stendur ekki til að víkja honum úr starfi en leitað verður skýringa á hvers vegna flugmaðurinn virti ekki lokanir við gosstöðvarnar.Eins og greint var frá á Vísi í gær birti auðjöfurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og föruneyti sínu bregða á leik við hraunjaðarinn. Lokanir inn á gosstöðvarnar hafa verið meira og minna í gildi frá miðjum ágústmánuði. Síðan þá hefur svæðið einungis verið opið fyrir vísindamenn og fjölmiðlafólk en hver og einn þarf að óska eftir sérstöku leyfi frá almannavörnum. Fjölmörg dæmi eru þó um að fólk reyni að komast inn á svæðið í óleyfi og hefur það verið töluvert á milli tannanna á fólki að undanförnu. Þá hafa ýmsar umræður spunnist og ábendingar borist Vísi þess efnis að fyrirtæki birti myndir af fólki í návígi gosstöðvanna. Veltir fólk því fyrir sér hvort um sé að ræða almenning eða fólk með tilskilin leyfi. Friðgeir fullyrðir að þessi lending þeirra við gosstöðvarnar á sunnudag sé einsdæmi. Hundruð vísinda- og fjölmiðlamanna ferðist á vegum þeirra og þá séu vissulega teknar myndir af þessum ótrúlegu náttúruhamförum á jörðu niðri. Málið er nú í rannsókn lögreglu, ásamt öðru sambærilegu máli. Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Ekki verið að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðunni Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, segir fyrirtækið ekki vera að lofa viðskiptavinum að lenda í nærri gosstöðvunum með því að birta myndir af fólki í návígi við gosið á heimasíðunni. 7. október 2014 19:18 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Ekki er búið að funda með flugmanni Reykjavík Helicopters sem lenti með erlenda ferðamenn við gosstöðvarnar í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Til stendur að funda með honum í dag, en líkt og fram kom í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær fullyrða forsvarsmenn fyrirtækisins að ábyrgðin sé alfarið flugmannsins. Samkvæmt markaðsstjóra fyrirtækisins, Friðgeiri Guðjónssyni, stendur ekki til að víkja honum úr starfi en leitað verður skýringa á hvers vegna flugmaðurinn virti ekki lokanir við gosstöðvarnar.Eins og greint var frá á Vísi í gær birti auðjöfurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og föruneyti sínu bregða á leik við hraunjaðarinn. Lokanir inn á gosstöðvarnar hafa verið meira og minna í gildi frá miðjum ágústmánuði. Síðan þá hefur svæðið einungis verið opið fyrir vísindamenn og fjölmiðlafólk en hver og einn þarf að óska eftir sérstöku leyfi frá almannavörnum. Fjölmörg dæmi eru þó um að fólk reyni að komast inn á svæðið í óleyfi og hefur það verið töluvert á milli tannanna á fólki að undanförnu. Þá hafa ýmsar umræður spunnist og ábendingar borist Vísi þess efnis að fyrirtæki birti myndir af fólki í návígi gosstöðvanna. Veltir fólk því fyrir sér hvort um sé að ræða almenning eða fólk með tilskilin leyfi. Friðgeir fullyrðir að þessi lending þeirra við gosstöðvarnar á sunnudag sé einsdæmi. Hundruð vísinda- og fjölmiðlamanna ferðist á vegum þeirra og þá séu vissulega teknar myndir af þessum ótrúlegu náttúruhamförum á jörðu niðri. Málið er nú í rannsókn lögreglu, ásamt öðru sambærilegu máli.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Ekki verið að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðunni Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, segir fyrirtækið ekki vera að lofa viðskiptavinum að lenda í nærri gosstöðvunum með því að birta myndir af fólki í návígi við gosið á heimasíðunni. 7. október 2014 19:18 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22
Ekki verið að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðunni Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, segir fyrirtækið ekki vera að lofa viðskiptavinum að lenda í nærri gosstöðvunum með því að birta myndir af fólki í návígi við gosið á heimasíðunni. 7. október 2014 19:18
Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06