Þrjú til fjögur ár í Minecraft kvikmynd Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2014 16:17 Mynd/Mojang Framleiðendur Minecraft, Mojang gerðu fyrr á árinu samning við Warner Bros um framleiðslu kvikmyndar sem byggð verður á leiknum. Vu Bui, einn af forsvarsmönnum Mojang sagði í viðtali við Guardian nýverið að myndin kæmi líklega út eftir þrjú til fjögur ár. Þó sagði hann að framleiðsla myndarinnar væri enn á byrjunarstigi. Um 54 milljónir eintaka af leiknum hafa verið seld. Einnig hafa verið gefnar út bækur, lego sett og peysur svo eitthvað sé nefnt. Leikurinn hefur notið gífurlegra vinsælda en Mojang var nýverið keypt af Microsoft fyrir tvo og hálfan milljarð dala, eða um 300 milljarða króna. Vu Bui segir að mörg framleiðslufyrirtæki hafi reynt að fá kvikmyndaréttinn af Minecraft, en þeir völdu Warner Bros. „Við ákváðum að þeir eru liðið sem við viljum vinna með. Þeir virða vörumerkið, leikinn og vilja gera eitthvað sem verður alveg frábært. Þeir vilja ekki bara græða á vinsældum leiksins.“ Hann segir að töluverðum fjármunum verði varið í framleiðslu myndarinnar en vill lítið segja um hvernig myndin verður. Leikjavísir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Framleiðendur Minecraft, Mojang gerðu fyrr á árinu samning við Warner Bros um framleiðslu kvikmyndar sem byggð verður á leiknum. Vu Bui, einn af forsvarsmönnum Mojang sagði í viðtali við Guardian nýverið að myndin kæmi líklega út eftir þrjú til fjögur ár. Þó sagði hann að framleiðsla myndarinnar væri enn á byrjunarstigi. Um 54 milljónir eintaka af leiknum hafa verið seld. Einnig hafa verið gefnar út bækur, lego sett og peysur svo eitthvað sé nefnt. Leikurinn hefur notið gífurlegra vinsælda en Mojang var nýverið keypt af Microsoft fyrir tvo og hálfan milljarð dala, eða um 300 milljarða króna. Vu Bui segir að mörg framleiðslufyrirtæki hafi reynt að fá kvikmyndaréttinn af Minecraft, en þeir völdu Warner Bros. „Við ákváðum að þeir eru liðið sem við viljum vinna með. Þeir virða vörumerkið, leikinn og vilja gera eitthvað sem verður alveg frábært. Þeir vilja ekki bara græða á vinsældum leiksins.“ Hann segir að töluverðum fjármunum verði varið í framleiðslu myndarinnar en vill lítið segja um hvernig myndin verður.
Leikjavísir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira