Ljúffeng gulrótarkaka - UPPSKRIFT Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2014 23:30 Gulrótarkaka með hlynsírópskremi Kakan Hráefni: 390 g hveiti 1 1/2 tsk lyftiduft 1 tsk kanill 1/2 tsk salt 4 egg 240 ml olía 200 g ljós púðursykur 3/4 bolli saxaðar valhnetur + 1/4 bolli fyrir skraut ofan á krem 250 g rifnar gulrætur Krem Hráefni: 140 g mjúkur rjómaostur 20 g mjúkt smjör 155 g flórsykur 30 ml hlynsíróp Smyrjið form, til dæmis 23x28 sentímetra að stærð. Hitið ofninn í 200°C. Blandið saman hveiti, lyftidufti, salti og kanil og setjið til hliðar. Hrærið eggjarauðum saman við olíu í annarri skál. Blandið síðan sykrinum út í og hrærið vel saman. Blandið hveitiblöndunni saman við eggjarauðublönduna. Blandið gulrótum og valhnetum saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við. Setjið deigið í formið og bakið í 35 til 40 mínútur. Leyfið kökunni að kólna og gerið kremið á meðan. Blandið rjómaosti og smjöri vel saman. Bætið flórsykrinum saman við og því næst sírópinu. Kælið kremið í um 20 til 30 mínútur og skreytið kökuna síðan með því og valhnetunum.Fengið hér. Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið
Gulrótarkaka með hlynsírópskremi Kakan Hráefni: 390 g hveiti 1 1/2 tsk lyftiduft 1 tsk kanill 1/2 tsk salt 4 egg 240 ml olía 200 g ljós púðursykur 3/4 bolli saxaðar valhnetur + 1/4 bolli fyrir skraut ofan á krem 250 g rifnar gulrætur Krem Hráefni: 140 g mjúkur rjómaostur 20 g mjúkt smjör 155 g flórsykur 30 ml hlynsíróp Smyrjið form, til dæmis 23x28 sentímetra að stærð. Hitið ofninn í 200°C. Blandið saman hveiti, lyftidufti, salti og kanil og setjið til hliðar. Hrærið eggjarauðum saman við olíu í annarri skál. Blandið síðan sykrinum út í og hrærið vel saman. Blandið hveitiblöndunni saman við eggjarauðublönduna. Blandið gulrótum og valhnetum saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við. Setjið deigið í formið og bakið í 35 til 40 mínútur. Leyfið kökunni að kólna og gerið kremið á meðan. Blandið rjómaosti og smjöri vel saman. Bætið flórsykrinum saman við og því næst sírópinu. Kælið kremið í um 20 til 30 mínútur og skreytið kökuna síðan með því og valhnetunum.Fengið hér.
Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið