Fiat-Chrysler að kaupa Piaggio Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2014 10:22 Vespa frá Piaggio. Heyrst hefur að Fiat-Chrysler ætli að kaupa ítalska vespuframleiðandann Piaggio og bæta með því enn einu merkinu í bíla- og mótorhjólafjölskyldu sína. Færi Fiat-Chrysler þar í fótspor Volkswagen sem keypti ítalska mótorhjólaframleiðandann Ducati fyrir nokkrum árum. Mercedes Benz hefur einnig sýnt áhuga á kaupum á MV Augusta mótorhjólaframleiðandanum ítalska. Ennfremur á BMW sína eigin mótorhjóladeild, svo það virðist sem margir bílaframleiðandi telji að nauðsynlegt sé að framleiða einnig mótorhjól. Ef að þessum kaupum verður munu merkin Aprilia, Moto Guzzi og Vespa tilheyra Fiat-Chrysler. Enn einn bílaframleiðandinn sem hefur áhuga á mótorhjólaframleiðslu er indverski bílaframleiðandinn Mahindra, sem hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Peugeot mótorhjóladeild franska bílaframleiðandans, sem tapað hefur miklu fé á undanförnum árum. Það er semsagt mikil gerjun í mótorhjólaheiminum og ef til vill verða þeir svo til allir í eigu stórra bílaframleiðenda á næstunni. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent
Heyrst hefur að Fiat-Chrysler ætli að kaupa ítalska vespuframleiðandann Piaggio og bæta með því enn einu merkinu í bíla- og mótorhjólafjölskyldu sína. Færi Fiat-Chrysler þar í fótspor Volkswagen sem keypti ítalska mótorhjólaframleiðandann Ducati fyrir nokkrum árum. Mercedes Benz hefur einnig sýnt áhuga á kaupum á MV Augusta mótorhjólaframleiðandanum ítalska. Ennfremur á BMW sína eigin mótorhjóladeild, svo það virðist sem margir bílaframleiðandi telji að nauðsynlegt sé að framleiða einnig mótorhjól. Ef að þessum kaupum verður munu merkin Aprilia, Moto Guzzi og Vespa tilheyra Fiat-Chrysler. Enn einn bílaframleiðandinn sem hefur áhuga á mótorhjólaframleiðslu er indverski bílaframleiðandinn Mahindra, sem hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Peugeot mótorhjóladeild franska bílaframleiðandans, sem tapað hefur miklu fé á undanförnum árum. Það er semsagt mikil gerjun í mótorhjólaheiminum og ef til vill verða þeir svo til allir í eigu stórra bílaframleiðenda á næstunni.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent