Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 3-0 | Stjarnan meistari annað árið í röð Henry Birgir Gunnarsson á Samsung-vellinum skrifar 22. september 2014 14:32 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, lyftir Íslandsmeistarabikarnum. Vísir/Valli Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Liðið vann þá 3-0 sigur á Aftureldingu. Stjarnan er því búin að tryggja sér titilinn þó svo ein umferð sé eftir af mótinu. Þetta lið er einfaldlega langbest á Íslandi enda tvöfaldur meistari í fyrsta skiptið. Það var einhver meistaraskrekkur í liðinu framan af. Leikmenn virkuðu stressaðir. Sendingar ónákvæmar og liðinu gekk ekkert að búa til færi. Markalaust í leikhléi en í síðari hálfleik fór Stjarnan að sýna sítt rétta andlit. Harpa Þorsteinsdóttir kom liðinu yfir þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá var eins og þungu fargi væri létt af liðinu og það fór að spila sinn bolta. Harpa bætti við tveim mörkum í viðbót og er því búin að skora 27 mörk í 17 leikjum. Mörkin hefðu aftur á móti getað orðið mun fleiri því það lá þvílíkt á gestunum síðustu 15 mínúturnar og Stjarnan hreinlega óð í færum. Þrennan frá Hörpu dugði þó til og vel það. Frábær endir á mögnuðu tímabili hjá Stjörnunni. Það virðist vera hafin gullöld hjá Stjörnunni í kvennaboltanum og ekki útlit fyrir að velgengni liðsins dvíni á næstunni. Frábærlega mannað lið með Hörpu fremsta í flokki en hún hefur algjörlega farið á kostum í sumar. Það er hvergi veikan hlekk að finna í þessi Stjörnuliði og frábær liðsheild sem stendur að baki þessum magnað árangri. Til hamingju, Stjarnan.Ásgerður: Hrikalegur metnaður í liðinu "Þetta er eiginlega sætara en í fyrra enda erfiðara að verja titilinn en að vinna hann," sagði brosmildur fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. "Það er frábært að hafa unnið bæði deild og bikar en það var markmið sumarsins hjá okkur. Það er hrikalegur metnaður í þessu liði og við leggjum gríðarlega hart að okkur. Liðið er samstillt og á svipuðum aldri. Við erum vinnusamt og gott lið." "Við vorum mjög ósáttar við fyrri hálfleikinn hjá okkur í dag og ákváðum að keyra okkur í gang í þeim síðari. Það gekk og við kláruðum þetta með stæl." Stjarnan búin að vinna tvö ár í röð núna og tvöfalt í ár. Hvað gerir liðið á næsta ári? "Við ætlum að verja báða bikarana," sagði fyrirliðinn og brosti dátt.Ólafur: Hópurinn er frábær "Ég er verulega stoltur af þessu liði enda frábær hópur og frábær umgjörð í kringum liðið hjá okkur," sagði þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, en hvað er svona sérstakt við þetta lið sem hann er með í höndunum? "Þetta er metnaðarfullur hópur sem er til í að leggja mikið á sig til þess að ná árangri. Kjarni liðsins hefur verið töluvert lengi saman. Það er góð aldursdreifing í hópnum og vel haldið utan um liðið. "Það er mjög sætt að hafa náð tvennunni en það er nákvæmlega það sem stefnt var að. Við vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt. Félagið hafði aldrei varið titilinn og ekki heldur unnið tvöfalt." Ólafur reiknar ekki með öðru en að hann haldi áfram að þjálfa liðið og segir að stefnan sé sett á að halda áfram að safna bikurum. "Það er í höndum Stjörnunnar að halda áfram vel utan um þetta lið því hópurinn er frábær. Það er frábær efniviður hér til þess að byggja á til framtíðar." Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Liðið vann þá 3-0 sigur á Aftureldingu. Stjarnan er því búin að tryggja sér titilinn þó svo ein umferð sé eftir af mótinu. Þetta lið er einfaldlega langbest á Íslandi enda tvöfaldur meistari í fyrsta skiptið. Það var einhver meistaraskrekkur í liðinu framan af. Leikmenn virkuðu stressaðir. Sendingar ónákvæmar og liðinu gekk ekkert að búa til færi. Markalaust í leikhléi en í síðari hálfleik fór Stjarnan að sýna sítt rétta andlit. Harpa Þorsteinsdóttir kom liðinu yfir þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá var eins og þungu fargi væri létt af liðinu og það fór að spila sinn bolta. Harpa bætti við tveim mörkum í viðbót og er því búin að skora 27 mörk í 17 leikjum. Mörkin hefðu aftur á móti getað orðið mun fleiri því það lá þvílíkt á gestunum síðustu 15 mínúturnar og Stjarnan hreinlega óð í færum. Þrennan frá Hörpu dugði þó til og vel það. Frábær endir á mögnuðu tímabili hjá Stjörnunni. Það virðist vera hafin gullöld hjá Stjörnunni í kvennaboltanum og ekki útlit fyrir að velgengni liðsins dvíni á næstunni. Frábærlega mannað lið með Hörpu fremsta í flokki en hún hefur algjörlega farið á kostum í sumar. Það er hvergi veikan hlekk að finna í þessi Stjörnuliði og frábær liðsheild sem stendur að baki þessum magnað árangri. Til hamingju, Stjarnan.Ásgerður: Hrikalegur metnaður í liðinu "Þetta er eiginlega sætara en í fyrra enda erfiðara að verja titilinn en að vinna hann," sagði brosmildur fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. "Það er frábært að hafa unnið bæði deild og bikar en það var markmið sumarsins hjá okkur. Það er hrikalegur metnaður í þessu liði og við leggjum gríðarlega hart að okkur. Liðið er samstillt og á svipuðum aldri. Við erum vinnusamt og gott lið." "Við vorum mjög ósáttar við fyrri hálfleikinn hjá okkur í dag og ákváðum að keyra okkur í gang í þeim síðari. Það gekk og við kláruðum þetta með stæl." Stjarnan búin að vinna tvö ár í röð núna og tvöfalt í ár. Hvað gerir liðið á næsta ári? "Við ætlum að verja báða bikarana," sagði fyrirliðinn og brosti dátt.Ólafur: Hópurinn er frábær "Ég er verulega stoltur af þessu liði enda frábær hópur og frábær umgjörð í kringum liðið hjá okkur," sagði þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, en hvað er svona sérstakt við þetta lið sem hann er með í höndunum? "Þetta er metnaðarfullur hópur sem er til í að leggja mikið á sig til þess að ná árangri. Kjarni liðsins hefur verið töluvert lengi saman. Það er góð aldursdreifing í hópnum og vel haldið utan um liðið. "Það er mjög sætt að hafa náð tvennunni en það er nákvæmlega það sem stefnt var að. Við vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt. Félagið hafði aldrei varið titilinn og ekki heldur unnið tvöfalt." Ólafur reiknar ekki með öðru en að hann haldi áfram að þjálfa liðið og segir að stefnan sé sett á að halda áfram að safna bikurum. "Það er í höndum Stjörnunnar að halda áfram vel utan um þetta lið því hópurinn er frábær. Það er frábær efniviður hér til þess að byggja á til framtíðar."
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01