Hanna Birna segir Teigskóg í stjórnsýsluflækju Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2014 19:49 Innanríkisráðherra segir deilurnar um veglagningu um Teigskóg á sunnanverðum Vestfjörðum komnar í stjórnsýsluflækju og nýleg niðurstaða Skipulagsstofnunar sé vonbrigði. Ráðherra útilokar ekki að sett verði sérlög til að höggva á hnútinn. Deilur hafa staðið um veg um Teigskóg í hartnær áratug og fyrir fimm árum hafnaði Hæstiréttur þáverandi tillögu um veglagningu. Skipulagsstofnun hafnaði því síðan á dögunum að ný tillagan færi í nýtt umhverfismat, þar sem ekki sé unnt að líta á þá tillögu sem nýja framkvæmd þar sem þegar væri búið að hafna leið um Teigsskóg og ekki lagalegar heimildir til að hefja nýtt matsferli. Vegagerðin hefur nú ákveðið að kæra þessa ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar skipulagsmála. Ólína Þorvarðardóttir varaþingmaður samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um vegamál á Vestfjörðum á Alþingi í dag. Hún sagði á meðan málið væri fast í lagaflækjum streymdi fjármagn til annarra og ekki eins áríðandi framkvæmda. Ágreiningurinn um veglagningu um Teigskóg er að verða málið endalausa. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sem og allir þeir þingmenn sem tóku til máls á Alþingi í dag eru sammála Ólínu Þorvarðardúttur um að málið þoli enga bið. Ráðherra sagði reyndar að leysa þyrfti það á allra næstu mánuðum. „Telur ráðherra koma til greina að skoða sérstaka lagasetningu vegna málsins, já,“ sagði Hanna Birna. „Það þýðir ekki að ég sé að flytja hér frumvarp á næstu dögum um slíkt. En ég tel það ekki útlilokað,“ sagði innanríkisráðherra. Hins vegar þurfi að skoða aðrar mögulegar leiðir vandlega en niðurstaða um endanlega leið verði að liggja fyrir á næstu mánuðum enda um að ræða mikilvægust samgöngubót á landinu. Hún myndi m.a. eiga fund með þingmönnum kjördæmisins á morgum sem og með vegamálastjóra. Alþingi Teigsskógur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Innanríkisráðherra segir deilurnar um veglagningu um Teigskóg á sunnanverðum Vestfjörðum komnar í stjórnsýsluflækju og nýleg niðurstaða Skipulagsstofnunar sé vonbrigði. Ráðherra útilokar ekki að sett verði sérlög til að höggva á hnútinn. Deilur hafa staðið um veg um Teigskóg í hartnær áratug og fyrir fimm árum hafnaði Hæstiréttur þáverandi tillögu um veglagningu. Skipulagsstofnun hafnaði því síðan á dögunum að ný tillagan færi í nýtt umhverfismat, þar sem ekki sé unnt að líta á þá tillögu sem nýja framkvæmd þar sem þegar væri búið að hafna leið um Teigsskóg og ekki lagalegar heimildir til að hefja nýtt matsferli. Vegagerðin hefur nú ákveðið að kæra þessa ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar skipulagsmála. Ólína Þorvarðardóttir varaþingmaður samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um vegamál á Vestfjörðum á Alþingi í dag. Hún sagði á meðan málið væri fast í lagaflækjum streymdi fjármagn til annarra og ekki eins áríðandi framkvæmda. Ágreiningurinn um veglagningu um Teigskóg er að verða málið endalausa. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sem og allir þeir þingmenn sem tóku til máls á Alþingi í dag eru sammála Ólínu Þorvarðardúttur um að málið þoli enga bið. Ráðherra sagði reyndar að leysa þyrfti það á allra næstu mánuðum. „Telur ráðherra koma til greina að skoða sérstaka lagasetningu vegna málsins, já,“ sagði Hanna Birna. „Það þýðir ekki að ég sé að flytja hér frumvarp á næstu dögum um slíkt. En ég tel það ekki útlilokað,“ sagði innanríkisráðherra. Hins vegar þurfi að skoða aðrar mögulegar leiðir vandlega en niðurstaða um endanlega leið verði að liggja fyrir á næstu mánuðum enda um að ræða mikilvægust samgöngubót á landinu. Hún myndi m.a. eiga fund með þingmönnum kjördæmisins á morgum sem og með vegamálastjóra.
Alþingi Teigsskógur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira