„Vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. september 2014 06:30 Velgengni Stjörnunnar á undanförnum árum hefur verið ótrúleg. Vísir/Valli „Sviðið og bikarinn voru á svæðinu og því var eðlilega smá skrekkur í okkur framan af. Við hristum það svo af okkur og kláruðum þetta eins og við vildum,“ segir besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, Harpa Þorsteinsdóttir, eftir að hún hafði tryggt Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik gegn Aftureldingu reif Stjarnan sig upp og vann 3-0 sigur með glæsilegri þrennu frá Hörpu. Hún er komin með 27 mörk í 17 leikjum í sumar og hefur verið óstöðvandi. „Ég vona að Stjarnan haldi áfram að vera með yfirburði í þessari deild. Við höfum svo sannarlega alla burði til þess. Liðið er gott og mikill efniviður í yngri flokkunum hjá okkur.“ Yfirburðir Stjörnunnar hafa verið miklir í sumar rétt eins og í fyrra. Liðið er aðeins búið að tapa einum leik og gera eitt jafntefli. Í fyrra vann liðið alla sína leiki. Það er hvergi veikan hlekk að finna í þessu Stjörnuliði og með markaskorara eins og Hörpu innan sinna raða er það einfaldlega óstöðvandi. „Það er mjög sætt að hafa náð tvennunni en það er nákvæmlega það sem stefnt var að. Við vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt. Félagið hafði aldrei varið titilinn og ekki heldur unnið tvöfalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari liðsins, en það leyndi sér ekki að hann var gríðarlega stoltur af stelpunum og hann ætlar að halda áfram að þjálfa þær. „Það er í höndum Stjörnunnar að halda áfram vel utan um þetta lið því að hópurinn er frábær. Það er frábær efniviður hér til þess að byggja á til framtíðar.“ Það er svo sannarlega verk að vinna hjá öðrum félögum ef á að velta þessu Stjörnuliði úr sessi. Frábært lið, breiður hópur og fleiri stelpur að koma upp. Þessar stelpur skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt á hverju ári og þær vilja að strákarnir feti í fótspor þeirra. „Við erum að endurskrifa söguna og nú er komið að strákunum. Ég er viss um að þeir vinna í ár og það sé gullöld í uppsiglingu í fótboltanum í Garðabæ,“ sagði sigurreifur fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 3-0 | Stjarnan meistari annað árið í röð Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. 22. september 2014 14:32 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
„Sviðið og bikarinn voru á svæðinu og því var eðlilega smá skrekkur í okkur framan af. Við hristum það svo af okkur og kláruðum þetta eins og við vildum,“ segir besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, Harpa Þorsteinsdóttir, eftir að hún hafði tryggt Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik gegn Aftureldingu reif Stjarnan sig upp og vann 3-0 sigur með glæsilegri þrennu frá Hörpu. Hún er komin með 27 mörk í 17 leikjum í sumar og hefur verið óstöðvandi. „Ég vona að Stjarnan haldi áfram að vera með yfirburði í þessari deild. Við höfum svo sannarlega alla burði til þess. Liðið er gott og mikill efniviður í yngri flokkunum hjá okkur.“ Yfirburðir Stjörnunnar hafa verið miklir í sumar rétt eins og í fyrra. Liðið er aðeins búið að tapa einum leik og gera eitt jafntefli. Í fyrra vann liðið alla sína leiki. Það er hvergi veikan hlekk að finna í þessu Stjörnuliði og með markaskorara eins og Hörpu innan sinna raða er það einfaldlega óstöðvandi. „Það er mjög sætt að hafa náð tvennunni en það er nákvæmlega það sem stefnt var að. Við vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt. Félagið hafði aldrei varið titilinn og ekki heldur unnið tvöfalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari liðsins, en það leyndi sér ekki að hann var gríðarlega stoltur af stelpunum og hann ætlar að halda áfram að þjálfa þær. „Það er í höndum Stjörnunnar að halda áfram vel utan um þetta lið því að hópurinn er frábær. Það er frábær efniviður hér til þess að byggja á til framtíðar.“ Það er svo sannarlega verk að vinna hjá öðrum félögum ef á að velta þessu Stjörnuliði úr sessi. Frábært lið, breiður hópur og fleiri stelpur að koma upp. Þessar stelpur skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt á hverju ári og þær vilja að strákarnir feti í fótspor þeirra. „Við erum að endurskrifa söguna og nú er komið að strákunum. Ég er viss um að þeir vinna í ár og það sé gullöld í uppsiglingu í fótboltanum í Garðabæ,“ sagði sigurreifur fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 3-0 | Stjarnan meistari annað árið í röð Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. 22. september 2014 14:32 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Sjá meira
Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 3-0 | Stjarnan meistari annað árið í röð Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. 22. september 2014 14:32