Ronaldo með 24 þrennur fyrir Real og nálgast fullt af markametum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 13:00 Cristiano Ronaldo raðar inn mörkum. vísir/getty Cristiano Ronaldo er svo sannarlega mættur aftur til leiks í fullu fjöri eftir meiðslin í sumar, en hann skoraði þrennu fyrir Real Madrid þegar liðið valtaði yfir Deportivo La Coruna, 8-2, síðastliðinn laugardag. Þetta var hvorki meira né minna en 24. þrennan sem Ronaldo skorar fyrir Real Madrid og komst hann með henni fram úr ungversku goðsögninni FerencPuskas sem skoraði 23 þrennur á sínum ferli með Madrídarliðinu. Alfredo di Stéfano á metið, en hann skoraði 28 þrennur fyrir Real Madrid. Ronaldo virðist hæglega getað ná því, og hvað þá metinu yfir flestar þrennur í spænsku 1. deildinni. Það met á Di Stefáno og Bilbao-goðsögnin TelmoZarra, en báðir skoruðu 22 þrennur í deildinni. Ronaldo er búinn að skora 20 þrennur í spænsku 1. deildinni og Messi 19. Ronaldo skoraði 17 mörk í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð þegar Real Madrid vann hana í tíunda sinn og bætti þar markametið sem Messi átti, en hann skoraði 14 mörk eina leiktíðina í Meistaradeildinni. Portúgalinn er í heildina búinn að skora 68 mörk í Meistaradeildinni, þremur minna en Spánverjinn Raúl sem skoraði 71 mark fyrir Real Madrid og Schalke. Ronaldo ætti að bæta það á þessari leiktíð. Kannski bara í næsta leik. Hann er líka að elta metið yfir flest mörk í Evrópukeppnum, en eftir að skora tvö gegn Sevilla í leiknum um Stórbikarinn í ágúst er hann nú kominn með 71 mark í Evrópu. Hann komst með því fram úr Filippo Inzaghi, fyrrverandi leikmanni Juventus og AC Milan. Raúl á það met líka sem eru 76 mörk. Ronaldo hefur sagst ætla að enda sem markahæsti leikmaður Real Madrid frá upphafi, en hann er búinn að skora 260 mörk fyrir liðið. Raúl er þar einnig markahæstur með 323 mörk, en Ronaldo er í fjórða sæti á eftir Di Stéfano (308) og Santillana (290). Raúl skoraði 323 mörk í 741 leik en Ronaldo skoraði sín 260 í 253 sem gerir aðeins meira en eitt mark í leik. Það er betri árangur en nokkur maður á topp tíu listanum yfir markahæstu menn Real Madrid frá upphafi.Tölfræði Cristiano Ronaldo með Real Madrid: Leikir: 253 Mörk: 260 Þrennur: 24 Þrennur í deildinni: 20 Mörk í Meistaradeildinni: 68Goal.com tók saman. Spænski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Cristiano Ronaldo er svo sannarlega mættur aftur til leiks í fullu fjöri eftir meiðslin í sumar, en hann skoraði þrennu fyrir Real Madrid þegar liðið valtaði yfir Deportivo La Coruna, 8-2, síðastliðinn laugardag. Þetta var hvorki meira né minna en 24. þrennan sem Ronaldo skorar fyrir Real Madrid og komst hann með henni fram úr ungversku goðsögninni FerencPuskas sem skoraði 23 þrennur á sínum ferli með Madrídarliðinu. Alfredo di Stéfano á metið, en hann skoraði 28 þrennur fyrir Real Madrid. Ronaldo virðist hæglega getað ná því, og hvað þá metinu yfir flestar þrennur í spænsku 1. deildinni. Það met á Di Stefáno og Bilbao-goðsögnin TelmoZarra, en báðir skoruðu 22 þrennur í deildinni. Ronaldo er búinn að skora 20 þrennur í spænsku 1. deildinni og Messi 19. Ronaldo skoraði 17 mörk í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð þegar Real Madrid vann hana í tíunda sinn og bætti þar markametið sem Messi átti, en hann skoraði 14 mörk eina leiktíðina í Meistaradeildinni. Portúgalinn er í heildina búinn að skora 68 mörk í Meistaradeildinni, þremur minna en Spánverjinn Raúl sem skoraði 71 mark fyrir Real Madrid og Schalke. Ronaldo ætti að bæta það á þessari leiktíð. Kannski bara í næsta leik. Hann er líka að elta metið yfir flest mörk í Evrópukeppnum, en eftir að skora tvö gegn Sevilla í leiknum um Stórbikarinn í ágúst er hann nú kominn með 71 mark í Evrópu. Hann komst með því fram úr Filippo Inzaghi, fyrrverandi leikmanni Juventus og AC Milan. Raúl á það met líka sem eru 76 mörk. Ronaldo hefur sagst ætla að enda sem markahæsti leikmaður Real Madrid frá upphafi, en hann er búinn að skora 260 mörk fyrir liðið. Raúl er þar einnig markahæstur með 323 mörk, en Ronaldo er í fjórða sæti á eftir Di Stéfano (308) og Santillana (290). Raúl skoraði 323 mörk í 741 leik en Ronaldo skoraði sín 260 í 253 sem gerir aðeins meira en eitt mark í leik. Það er betri árangur en nokkur maður á topp tíu listanum yfir markahæstu menn Real Madrid frá upphafi.Tölfræði Cristiano Ronaldo með Real Madrid: Leikir: 253 Mörk: 260 Þrennur: 24 Þrennur í deildinni: 20 Mörk í Meistaradeildinni: 68Goal.com tók saman.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Sjáðu markasúpuna hjá Real Madrid Real Madrid gjörsamlega keyrði yfir nýliða Deportivo í dag, en lokatölur urðu 2-8. Ótrúlegar tölur. 20. september 2014 17:15