Golf

Sjáðu stemninguna á fyrsta teig Ryder-bikarsins | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bubba Watsons leiðist ekki þegar áhorfendur láta í sér heyra.
Bubba Watsons leiðist ekki þegar áhorfendur láta í sér heyra. vísir/getty
Ryder-bikarinn í golfi hófst klukkan 6.30 í morgun, en leikinn er fjórbolti fyrir hádegi. Í honum spila tveir og tveir saman, allir klára holuna og betra skor hvers liðs gildir til sigurs á holunni.

Fyrstir á teig voru Justin Rose og HenrikStensson fyrir Evrópu og BubbaWatson og Webb Simpson fyrir Bandaríkin.

Stemningin er rafmögnuð á Gleneagles-vellinum eins og við mátti búast, enda skemmtilegasta golfkeppni heims komin heim til Skotlands.

Áhorfendur á fyrsta teig létu vel í sér heyra, en þó flestir haldi með Evrópu bera þeir mikla virðingu fyrir bandaríska liðinu.

Þegar Bubba Watson, kylfingur bandaríska liðsins, reif ásinn (dræverinn) upp úr pokanum ætlaði allt um koll að heyra og leiddist Bubba ekki lætin. Hann bað um meiri stuðning sem hann og svo fékk.

Stemningin var ekkert minni þegar heimamaðurinn StephenGallacher mætti á teig í þriðja holli, en hann spilar með herra Ryder, IanPoulter, á móti JordanSpieth og PatrickReed.

Síðastir út voru SergioGarcía og RoryMcIlroy, besti kylfingur heims í dag, en þeir mæta Keegan Bradley og PhilMickelson.

Þegar þetta er skrifað er Evrópa komin einni holu yfir í fyrstu tveimur leikjunum, en Bubba Watson missti tveggja metra pútt á fyrstu flöt sem hefði jafnað holuna.

Útsending frá Ryder-bikarnum er hafin á Golfstöðinni, en allir þrír keppnisdagarnir verða í beinni útsendingu. Fáðu þér áskrift hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×