Tom Watson gagnrýndur fyrir að hvíla Spieth og Reed 26. september 2014 21:39 Watson á Gleneagles í dag. AP/Getty Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir fyrsta dag í þessu sögufræga móti sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Ástæða þess er sú að Watson hvíldi nýliðana Jordan Spieth og Patrick Reed í seinni viðureign dagsins en þeir tveir fóru á kostum í morgun og sigruðu sinn leik á móti Ian Poulter og Stephen Gallacher með miklum yfirburðum. Það kom því töluvert á óvart að sjá Spieth og Reed væru ekki meðal þeirra sem stillt var upp í seinni viðureign dagsins eftir frammistöðu þeirra félaga um morguninn sem var í einu orði sagt frábær. Margir þungavigtamenn innan golfheimsins hafa tjáð sig um ákvörðun Watson og margir eru á því að fyrirliðinn hafi gert stór mistök. Þar má fyrst nefna Johnny Miller sem sigraði bæði á Opna bandaríska og Opna breska meistaramótinu á sínum tíma en hann starfar sem lýsandi hjá NBC sjónvarpsstöðinni í dag. „Ég fatta hreinlega ekki af hverju Reed og Speith voru látnir sitja hjá í annarri umferð í dag,“ sagði Miller í beinni útsendingu eftir annan hring. „Þeir fóru á kostum í morgun og voru greinilega í banastuði á meðan að Phil Mickelson og Keegan Bradley voru út um allt, ég skil ekki þessa ákvörðun hjá Tom Watson.“ Einn þekktasti PGA þjálfari heims, Butch Harmon, tók í sama streng. „Það sást á Mickelson að hann var orðinn þreyttur í endann og höggin hans voru ekki eins nákvæm og venjulega, hann er farinn að eldast og hefði ekki átt að spila báða hringina í dag. Jordan Spieth og Patrick Reed voru báðir sjóðandi heitir í morgun og hefðu örugglega haldið áfram að spila vel seinni partinn. Það er eitthvað sem Watson hefði átt að spá í.“Colin Montgomerie, einn sigursælasti evrópski kylfingur sögunnar, skildi heldur ekki val Watson. „Þessir strákar eru ungir og geta léttilega spilað tvo hringi á dag. Maður sér sjaldan að menn séu hvíldir eftir frammistöður eins og þeir skiluðu í morgun. Tom Watson á örugglega eftir að sjá eftir þessari ákvörðun.“ Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Körfubolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir fyrsta dag í þessu sögufræga móti sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Ástæða þess er sú að Watson hvíldi nýliðana Jordan Spieth og Patrick Reed í seinni viðureign dagsins en þeir tveir fóru á kostum í morgun og sigruðu sinn leik á móti Ian Poulter og Stephen Gallacher með miklum yfirburðum. Það kom því töluvert á óvart að sjá Spieth og Reed væru ekki meðal þeirra sem stillt var upp í seinni viðureign dagsins eftir frammistöðu þeirra félaga um morguninn sem var í einu orði sagt frábær. Margir þungavigtamenn innan golfheimsins hafa tjáð sig um ákvörðun Watson og margir eru á því að fyrirliðinn hafi gert stór mistök. Þar má fyrst nefna Johnny Miller sem sigraði bæði á Opna bandaríska og Opna breska meistaramótinu á sínum tíma en hann starfar sem lýsandi hjá NBC sjónvarpsstöðinni í dag. „Ég fatta hreinlega ekki af hverju Reed og Speith voru látnir sitja hjá í annarri umferð í dag,“ sagði Miller í beinni útsendingu eftir annan hring. „Þeir fóru á kostum í morgun og voru greinilega í banastuði á meðan að Phil Mickelson og Keegan Bradley voru út um allt, ég skil ekki þessa ákvörðun hjá Tom Watson.“ Einn þekktasti PGA þjálfari heims, Butch Harmon, tók í sama streng. „Það sást á Mickelson að hann var orðinn þreyttur í endann og höggin hans voru ekki eins nákvæm og venjulega, hann er farinn að eldast og hefði ekki átt að spila báða hringina í dag. Jordan Spieth og Patrick Reed voru báðir sjóðandi heitir í morgun og hefðu örugglega haldið áfram að spila vel seinni partinn. Það er eitthvað sem Watson hefði átt að spá í.“Colin Montgomerie, einn sigursælasti evrópski kylfingur sögunnar, skildi heldur ekki val Watson. „Þessir strákar eru ungir og geta léttilega spilað tvo hringi á dag. Maður sér sjaldan að menn séu hvíldir eftir frammistöður eins og þeir skiluðu í morgun. Tom Watson á örugglega eftir að sjá eftir þessari ákvörðun.“
Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Körfubolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira