Fótbolti

Fimm Leiknismenn í liði ársins í 1. deild

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Leiknismenn hafa ástæðu til að fagna fram eftir hausti
Leiknismenn hafa ástæðu til að fagna fram eftir hausti vísir/valli
Lokahóf Fótbolti.net var haldið í gær og að því tilefni fengu starfsmenn síðunnar þjálfara og fyrirliða 1. og 2. deildar til að velja lið, leikmenn og þjálfara keppnistímabilsins.

Leiknismenn voru sigursælir í 1. deildinni. Liðið vann deildina í fyrsta sinn í sögu félagsins og voru þjálfara liðsins, Freyr Alexanderson og Davíð Snorri Jónasson valdir þjálfarar ársins. Hilmar Árni Halldórsson Leikni var leikmaður sumarsins og félagi hans hjá Leikni Sindri Björnsson var sá efnilegasti.

Leiknir átti alls fimm leikmenn í úrvalsliði keppnistímabilsins og ÍA þrjá en ÍA fylgdi Leikni upp í Pepsí deildina.

Úrvalslið 1. deildar 2014:

Eyjólfur Tómasson – Leiknir

Karl Brynjar Björnsson – Þróttur

Óttar Bjarni Guðmundsson – Leiknir

Ármann Smári Björnsson – ÍA

Darren Lough – ÍA

Brynjar Hlöðversson - Leiknir

Sindri Björnsson – Leiknir

Hallgrímur Mar Steingrímsson – KA

Hilmar Árni Halldórsson – Leiknir

Garðar Gunnlaugsson – ÍA

Guðmundur Atli Steinþórsson – HK

Fjarðarbyggð sigursæl í 2. deildFjarðarbyggð vann 2. deildina í sumar og var líkt og Leiknir í 1. deild allt í öllu á lokahófinu í gær.

Fimm leikmenn Fjarðarbyggðar voru í liði ársins. Huginn átti tvo leikmenn í liðinu og Grótta tvo en Grótta fylgdi Fjarðarbyggð upp í 1. deild.

Úrvalslið 2. deildar 2014:

Kile Kennedy - Fjarðabyggð

Guðmundur Marteinn Hannesson - Grótta

Tommy Nielsen - Fjarðabyggð

Milos Ivankovic - Huginn

Jóhann Benediktsson - Fjarðabyggð

Marko Nikolic - Huginn

Viggó Kristjánsson - Grótta

Stefán Þór Eysteinsson - Fjarðabyggð

Alvaro Montejo - Huginn

Jón Gísli Ström - ÍR

Brynjar Jónasson - Fjarðabyggð

Brynjar Gestsson þjálfari Fjarðarbyggðar var þjálfari ársins og Brynjar Jónasson leikmaður liðsins var bæði valinn bestur og efnilegastur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×