25 þúsund skjálftar: Sá næststærsti reið yfir Gissur Sigurðsson skrifar 29. september 2014 14:59 "Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Ármann Höskuldsson. Vísir/Auðunn Jarðskjálfti af stærðinni 5,5 stig varð um 8,5 kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu um tuttugu mínútur fyrir tvö í dag. Skjálftinn er sá næststærsti sem mælst hefur á svæðinu undanfarinn mánuð. Mánuður er síðan fyrst gaus í Bárðarbungu. Um 25 þúsund jarðskjálftar hafa mælst á hamfarasvæðinu norðan Vatnajökuls á þeim rétta mánuði sem liðinn er síðan gosið hófst aðfaranótt föstudagsins 29. ágúst. Ekkert lát er á gosinu sem þegar telst stórgos á heimsvísu. Sjá jarðvísindamenn ekki fyrir endann á því sem nú þegar er orðið mun lengra en búist var við í fyrstu. Af öllum þessum fjölda jarðskjálfta sem urðu í Bárðarbunguöskjunni og í kvikuganginum voru 248 upp á þrjú til fjögur stig, 70 stærri en fjögur stig og og 39 yfir fimm stig. Þetta eru óvenju snarpir skjálftar í tengslum við eldgos, og goksið er um margt fleira óvenjulegt, að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. „Mikið og hátt flæði kviku upp á yfirborðið og mikið gas einkenna þetta gos. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í tengslum við sambærileg gos. Raunar höfum við ekkert séð sambærileg gos. Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt. Hann segir mjög erfitt að áætla hve lengi gosið muni standa. „Mælingar okkar sýna að það hefur dregið jafnt og þétt úr hraunflæðinu. Í upphafi var þetta rúmlega Ölfusá sem var að koma upp. Nú nálgast þetta Skjálfandafljót í rúmmálsflæði,“ segir Ármann. Gosið hagi sér eins og búist var við en hefur þó staðið mun lengra. „Það er komið langt umfram þann tíma sem var reiknað með. Það var kannski reiknað með gosi í viku eða tíu daga. En það stendur enn,“ sagði Ármann Höskuldsson eldgosafræðingur. Bárðarbunga Tengdar fréttir 22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram. 29. september 2014 07:22 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Jarðskjálfti af stærðinni 5,5 stig varð um 8,5 kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu um tuttugu mínútur fyrir tvö í dag. Skjálftinn er sá næststærsti sem mælst hefur á svæðinu undanfarinn mánuð. Mánuður er síðan fyrst gaus í Bárðarbungu. Um 25 þúsund jarðskjálftar hafa mælst á hamfarasvæðinu norðan Vatnajökuls á þeim rétta mánuði sem liðinn er síðan gosið hófst aðfaranótt föstudagsins 29. ágúst. Ekkert lát er á gosinu sem þegar telst stórgos á heimsvísu. Sjá jarðvísindamenn ekki fyrir endann á því sem nú þegar er orðið mun lengra en búist var við í fyrstu. Af öllum þessum fjölda jarðskjálfta sem urðu í Bárðarbunguöskjunni og í kvikuganginum voru 248 upp á þrjú til fjögur stig, 70 stærri en fjögur stig og og 39 yfir fimm stig. Þetta eru óvenju snarpir skjálftar í tengslum við eldgos, og goksið er um margt fleira óvenjulegt, að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. „Mikið og hátt flæði kviku upp á yfirborðið og mikið gas einkenna þetta gos. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í tengslum við sambærileg gos. Raunar höfum við ekkert séð sambærileg gos. Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt. Hann segir mjög erfitt að áætla hve lengi gosið muni standa. „Mælingar okkar sýna að það hefur dregið jafnt og þétt úr hraunflæðinu. Í upphafi var þetta rúmlega Ölfusá sem var að koma upp. Nú nálgast þetta Skjálfandafljót í rúmmálsflæði,“ segir Ármann. Gosið hagi sér eins og búist var við en hefur þó staðið mun lengra. „Það er komið langt umfram þann tíma sem var reiknað með. Það var kannski reiknað með gosi í viku eða tíu daga. En það stendur enn,“ sagði Ármann Höskuldsson eldgosafræðingur.
Bárðarbunga Tengdar fréttir 22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram. 29. september 2014 07:22 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram. 29. september 2014 07:22