„Draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. september 2014 11:55 Árni Páll hefur áhyggjur af eftirlitinu Vísir / EE „Ég sé ekki með þessu annað en að verið sé að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í morgun í umræðum um fjárlagafrumvarpið. „Það eigi að vera þægur seppi sem hjálpi fyrirtækjum að brjóta ekki samkeppnislögin en sjálfstæðar fjárheimildir sem Samkeppniseftirlitið hefur til þess að hafa eftirlit með sannarlega samkeppnishamlandi hegðun, þær fjárveitingar eru dregnar saman.“ Í fjárlagafrumvarpinu eru gerðar nokkrar breytingar á fjárveitingum til stofnunarinnar. Fallið er frá 20 milljóna framlagi sem veitt var í fjárlögum 2013 vegna aukins álags í kjölfar hrunsins og 20 milljóna framlagi vegna verkefna í tengslum við eignarhald banka á fyrirtækjum í óskildum rekstri. Hinsvegar er 19,5 milljónum bætt við til að auka leiðbeiningar til fyrirtækja. „Mikil eftirspurn er eftir því að Samkeppniseftirlitið leiðbeini fyrirtækjum og er talið nauðsynlegt að styrkja þennan þátt í starfi eftirlitsins, m.a. í því skyni að fækka brotum,“ segir í frumvarpinu.Ragnheiður Elín segir ekkert til í því að verið sé að draga tennurnar úr SamkeppniseftirlitinuVísir / GVA„Ég vil með mikilli gleði svara þessum athugasemdum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áður en hún hafnaði alveg ásökunum Árna Páls. „Það er í engu verið að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu, ekki með nokkrum hætti,“ sagði hún og bætti við að tímabundin fjárveiting hafi runnið út. „Við erum hinsvegar með þeim fjármunum, sem við erum að leggja sérstaklega í aukið leiðbeiningarstarf, að leggja til aðferð til að draga úr málafjölda Samkeppniseftirlitsins.“ Ragnheiður Elín ítrekaði að ekki væri verið að draga úr rannsóknarheimildum stofnunarinnar. „Samkeppniseftirlitið að sjálfsögðu heldur áfram þeim verkefnum sem það hefur verið að vinna.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Ég sé ekki með þessu annað en að verið sé að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í morgun í umræðum um fjárlagafrumvarpið. „Það eigi að vera þægur seppi sem hjálpi fyrirtækjum að brjóta ekki samkeppnislögin en sjálfstæðar fjárheimildir sem Samkeppniseftirlitið hefur til þess að hafa eftirlit með sannarlega samkeppnishamlandi hegðun, þær fjárveitingar eru dregnar saman.“ Í fjárlagafrumvarpinu eru gerðar nokkrar breytingar á fjárveitingum til stofnunarinnar. Fallið er frá 20 milljóna framlagi sem veitt var í fjárlögum 2013 vegna aukins álags í kjölfar hrunsins og 20 milljóna framlagi vegna verkefna í tengslum við eignarhald banka á fyrirtækjum í óskildum rekstri. Hinsvegar er 19,5 milljónum bætt við til að auka leiðbeiningar til fyrirtækja. „Mikil eftirspurn er eftir því að Samkeppniseftirlitið leiðbeini fyrirtækjum og er talið nauðsynlegt að styrkja þennan þátt í starfi eftirlitsins, m.a. í því skyni að fækka brotum,“ segir í frumvarpinu.Ragnheiður Elín segir ekkert til í því að verið sé að draga tennurnar úr SamkeppniseftirlitinuVísir / GVA„Ég vil með mikilli gleði svara þessum athugasemdum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áður en hún hafnaði alveg ásökunum Árna Páls. „Það er í engu verið að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu, ekki með nokkrum hætti,“ sagði hún og bætti við að tímabundin fjárveiting hafi runnið út. „Við erum hinsvegar með þeim fjármunum, sem við erum að leggja sérstaklega í aukið leiðbeiningarstarf, að leggja til aðferð til að draga úr málafjölda Samkeppniseftirlitsins.“ Ragnheiður Elín ítrekaði að ekki væri verið að draga úr rannsóknarheimildum stofnunarinnar. „Samkeppniseftirlitið að sjálfsögðu heldur áfram þeim verkefnum sem það hefur verið að vinna.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira