„Draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. september 2014 11:55 Árni Páll hefur áhyggjur af eftirlitinu Vísir / EE „Ég sé ekki með þessu annað en að verið sé að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í morgun í umræðum um fjárlagafrumvarpið. „Það eigi að vera þægur seppi sem hjálpi fyrirtækjum að brjóta ekki samkeppnislögin en sjálfstæðar fjárheimildir sem Samkeppniseftirlitið hefur til þess að hafa eftirlit með sannarlega samkeppnishamlandi hegðun, þær fjárveitingar eru dregnar saman.“ Í fjárlagafrumvarpinu eru gerðar nokkrar breytingar á fjárveitingum til stofnunarinnar. Fallið er frá 20 milljóna framlagi sem veitt var í fjárlögum 2013 vegna aukins álags í kjölfar hrunsins og 20 milljóna framlagi vegna verkefna í tengslum við eignarhald banka á fyrirtækjum í óskildum rekstri. Hinsvegar er 19,5 milljónum bætt við til að auka leiðbeiningar til fyrirtækja. „Mikil eftirspurn er eftir því að Samkeppniseftirlitið leiðbeini fyrirtækjum og er talið nauðsynlegt að styrkja þennan þátt í starfi eftirlitsins, m.a. í því skyni að fækka brotum,“ segir í frumvarpinu.Ragnheiður Elín segir ekkert til í því að verið sé að draga tennurnar úr SamkeppniseftirlitinuVísir / GVA„Ég vil með mikilli gleði svara þessum athugasemdum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áður en hún hafnaði alveg ásökunum Árna Páls. „Það er í engu verið að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu, ekki með nokkrum hætti,“ sagði hún og bætti við að tímabundin fjárveiting hafi runnið út. „Við erum hinsvegar með þeim fjármunum, sem við erum að leggja sérstaklega í aukið leiðbeiningarstarf, að leggja til aðferð til að draga úr málafjölda Samkeppniseftirlitsins.“ Ragnheiður Elín ítrekaði að ekki væri verið að draga úr rannsóknarheimildum stofnunarinnar. „Samkeppniseftirlitið að sjálfsögðu heldur áfram þeim verkefnum sem það hefur verið að vinna.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
„Ég sé ekki með þessu annað en að verið sé að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í morgun í umræðum um fjárlagafrumvarpið. „Það eigi að vera þægur seppi sem hjálpi fyrirtækjum að brjóta ekki samkeppnislögin en sjálfstæðar fjárheimildir sem Samkeppniseftirlitið hefur til þess að hafa eftirlit með sannarlega samkeppnishamlandi hegðun, þær fjárveitingar eru dregnar saman.“ Í fjárlagafrumvarpinu eru gerðar nokkrar breytingar á fjárveitingum til stofnunarinnar. Fallið er frá 20 milljóna framlagi sem veitt var í fjárlögum 2013 vegna aukins álags í kjölfar hrunsins og 20 milljóna framlagi vegna verkefna í tengslum við eignarhald banka á fyrirtækjum í óskildum rekstri. Hinsvegar er 19,5 milljónum bætt við til að auka leiðbeiningar til fyrirtækja. „Mikil eftirspurn er eftir því að Samkeppniseftirlitið leiðbeini fyrirtækjum og er talið nauðsynlegt að styrkja þennan þátt í starfi eftirlitsins, m.a. í því skyni að fækka brotum,“ segir í frumvarpinu.Ragnheiður Elín segir ekkert til í því að verið sé að draga tennurnar úr SamkeppniseftirlitinuVísir / GVA„Ég vil með mikilli gleði svara þessum athugasemdum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áður en hún hafnaði alveg ásökunum Árna Páls. „Það er í engu verið að draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu, ekki með nokkrum hætti,“ sagði hún og bætti við að tímabundin fjárveiting hafi runnið út. „Við erum hinsvegar með þeim fjármunum, sem við erum að leggja sérstaklega í aukið leiðbeiningarstarf, að leggja til aðferð til að draga úr málafjölda Samkeppniseftirlitsins.“ Ragnheiður Elín ítrekaði að ekki væri verið að draga úr rannsóknarheimildum stofnunarinnar. „Samkeppniseftirlitið að sjálfsögðu heldur áfram þeim verkefnum sem það hefur verið að vinna.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira