Golf

Golfbolti McIlroy í stuttbuxnavasa áhorfanda

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Rory heldur áfram að skemmta áhorfendum
Rory heldur áfram að skemmta áhorfendum vísir/getty
Rory McIlroy hefur leikið frábært golf á árinu. Hann hefur unnið tvö risamót og tyllt sér á topp heimslistans. Hann sló þó líklega sitt ótrúlegasta högg á árinu af 14. teig á lokamóti FedEx mótaraðarinnar í gær.

McIlroy sló upphafshöggið á þessari rúmlega 400 metra löngu par 4 holu í tré og þaðan fór boltinn í vasa á stuttbuxum eins áhorfanda sem stóð undir trénu.

Norður-Írinn fékk lausn úr vasa mannsins og sló annað höggið rétt um 18 metra frá holu. Hann fékk par á holuna.

Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan kom atvikið hvorki McIlroy né áhorfandanum úr jafnvægi enda einstakt augnablik sem skemmti bæði besta kylfingi heims sem og öðrum sem urðu vitni að þessu ótrúlega golfhöggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×